TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]
Stór hluti karlmanna eru komnir með byrjandi breytingar blöðruhálskirtilskrabbameins eftir 60 ára aldur. Svefntruflanir eru mjög algengar hjá fullorðnu fólki (>30%) og yfir 10 % taka svefnlyf reglulega. Krabbamein á mismunandi stigum getur skert lífsgæði, jafnvel löngu áður en þau greinast. Í nýrri íslenskri rannsókn Láru G. Sigurðardóttur og félaga sem er birt í nýjasta hefti í Cancer Epidemiol Biomarkers Prev, […]
Áður hef ég skrifað talsvert um D vítamín og mikilvægi daglegrar inntöku enda sýndu fyrri rannsóknir að allt að þriðjungur landans vantaði D vítamín í kroppinn og suma nær alveg. Beinkröm og alvarleg vannæringareinkenni vegna D vítamínskorts voru farin að skjóta upp kollinum hér á landi, og nú er vitað betur en áður um mikilvægi D vítamíns fyrir […]
Ný vísindagrein sem vakið hefur heimsathygli, birtist í fyrradag í rafrænni útgáfu JAMA, læknavísindatímariti bandarísku læknasamtakanna, um áhættu svokallaðra SSRI þunglyndislyfja gagnvart hættulegum aukaverkunum sem geta komið upp í og eftir stórar skurðaðgerðir. Sérstaklega blæðingaáhættu, en líka öðrum hættulegum uppákomum svo sem hjartsláttartruflunum og samsvarar aukningin allt að 20% í fjölda tilvika. Aukningin samsvarar rúmlega 10% hækkaðrar tíðni […]
Í The Guardian í dag er sagt frá rannsóknum sem sýna að það geti verið mjög varhugavert að klippa of fljótt á naflastreng nýfædds barns, og áður en sjálf fylgjan losnar. Sem jú nærir fóstrið og sér því fyrir blóði, næringarefnum og súrefni. Venjan hefur verið að klippa á strenginn strax eftir fæðingu, m.a. til að […]
Fáir dalir eru mér og minni fjölskyldu jafn hjartfólgnir og Skammidalur í Mosfellssveit. Garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til skamms tíma nágrönnum sínum í Reykjavík og sem þurftu að fá að komast út í sveit og rækta kartöflurnar sínar. Tengdaforeldrar mínir höfðu þannig fengið skúrland til leigu og flutt þangað kofa fyrir tæpri hálfri öld. Kofi […]
Milli 5-10% af fjölda skilgreindra dagskammta lyfja sem landinn tekur að staðaldri (börn þar meðtalin) eru svefnlyf, auk þess sem rúmlega 30% Íslendinga nota tauga- og geðlyf á hverju ári, þar sem þunglyndislyfin sem vega lang þyngst. Algengast lyfið sem skrifað er út á Íslandi er svefnlyfið Imovane, eða sem samsvarar yfir 5 milljón kvöldskömmtum á ári hverju. Margir fá svefnlyf af […]
Oft sér maður hlutina öðruvísi hér heima þegar dvalist er erlendis og við erum laus við dægurþrasið. Ekkert síður þöggunina sem ríkt hefur svo allt of lengi í mikilvægustu málaflokkum stjórnsýslunnar. Þrúgandi neikvætt afl sem grafið hefur undan eðlilegri þróun mála. Þegar forðast er að hafa samráð við grasrótina og fólkið í landinu sem mestu máli skiptir. Um páskana dvaldist ég og […]
Svefnlyf er ein algengasta ástæða lyfjaávísunar heimilislækna í dag og talið er að um að allt að 10% eldri en 50 ára noti svefnlyf að staðaldri. Í sjálfu væri þetta ekki í frásögu færandi ef ekki væri vegna vandamálanna sem slíkri notkun fylgir. Ekki aðeins vegna vanans og jafnvel fíknar, heldur líka vegna skertra svefngæða þegar […]
Umræðan nú á Alþingi okkar Íslendinga, á síðustu dögum þingsins, á sér ekki nokkurt fordæmi held ég. Almenningur er algjörlega gáttaður og margir búnir að missa alla trú á stjórnmálamennina okkar. Af þessu tilefni vil ég fá að endurskrifa hluta úr tæplega 3 ára gömlum pistil sem ég kallaði, Afmæli og jarðarfarir, enda veit ég ekki hvort ég […]