Þriðjudagur 14.05.2013 - 22:17 - FB ummæli ()

Hjól og hjálmar

Nú eru margir farnir að hlakka til sumarsins og þegar tekið fram hjólin sín úr geymslunum eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur hins vegar betur í veg fyrir hjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjól séu vel yfirfarin og bremsur athugaðar. Hjólreiðar njóta auk þess vaxandi vinsælda meðal fullorðinna, sem hluta af nýjum og hollari lífsstíll. Fólk hjólar nú jafnvel í vinnuna flesta daga í keppni undir undir kjörorðunum „Hjólað í vinnuna„. Það er hins vegar eins gott að fara gætilega í umferðinni svo hollur lífsmáti snúist ekki upp í andhverfu sína. Ekkert síður þarf að hvetja ökumenn bifreiða að sýna hjólandi tillitsemi og þolinmæði. Ökumenn sem eru vel varðir í bílunum sínum alla daga ársins, ólíkt illa vörðum reiðhjólamönnum á götunum þessa daganna, oft við stórvarasamar aðstæður.

Í sjálfu sér er eins og að bera í bakkafullan lækinn að ræða um öryggið sem reiðhjólahjálmur getur veitt. Slík er umræðan búin að vera hér á landi sl. ár og dæmin mörg sanna í mínum huga sem starfmanni á slysadeild til áratuga. Flestir vita jú að höfuðið leitar fyrst niður við fall á hjóli, og jafnvel áður en nokkur nær að bera fyrir sig hendurnar. En einhverja hluta vegna geta sumir ekki skilið öryggið sem fellst í notkun hjólahjálma og berjast gegn almennri lögleiðingu þeirra. Þeir bera fyrst og fremst fyrir sig óþarfa forsjáhyggju og að minna tillit sé tekið til hjólandi í umferðinni sem nota hjálma. Að hjólreiðar séu hættulegar, sem þær jú vissulega geta verið.

En á svipaðan hátt og enginn efast lengur um ágæti bílbeltanna, má sama segja um hjálmanotkun sem fallið hafa af hjóli. Hjálmurinn bjargaði oft því mikilvægasta, sjálfum heilanum. Hjá sífellt fleiri reiðhjólamönnum á ári hverju, og þar sem því miður töluvert vantar  upp á umferðaröryggið sem er ekki alltaf á okkar valdi. Hjólastíga vantar enn víða um borgina og umferðin er víða þung á götunum. Hvergi á Norðurlöndum eru þó höfuðáverkar barna eftir reiðhjólaslys algengari en einmitt í Danmörku þar sem hjólastígarnir eru um allt, enda hafa þeir ekki enn lögleitt reiðhjálmanotkun barna.

brainNýlegar upplýsingar frá Slysa- og bráðamóttöku LSH sýna að hjólaslys eru mun algengari en áður hefur verið talið og eldri tölur frá Umferðastofu gáfu til kynna sem eru skráð tilvik hjá lögreglunni. Ótalin voru öll minniháttar slys sem þó er leitað með beint á bráðamóttökurnar. Samtals eru að jafnaði um 600 komur á ári á Slysa- og bráðmóttöku LSH tengt reiðhjólaslysum. Í flestum slysunum eru skráðir einhverjir áverkar á höfði, þar sem hjálmur væntanlega bjagaði miklu, ásamt oftast meiri áverkum á óvörðum útlimunum. Á árinu 2010 t.d. var hins vegar vitað, að af 21 alvarlega slösuðum í hjólaslysum, höfðu aðeins 2 verið með hjólahjálm. Andlitsáverkar og augnskaðar eru þar  meðtalaldir enda vernda hjólahjálmar andlitinu líka að vissu marki. Um 75% dauðsfalla vegna umferðarslysa á reiðhjólum í heiminum öllum eru hins vegar rakin beint til heilaáverka og þar sem rannsóknir sýna að hjólahjálmur geti komið komið í veg fyrir í allt að þriðjung tilfella.

Varðandi minna alvarlegu höfuðhöggin er áhugavert að líta til tengsla höfuðhögga almennt og minnihátta breytinga sem geta orðið við mar á heilavef „minimal brain injury“. Varanlegar afleiðingar eftir tiltölulega lítil höfuðhögg og sem jafnvel ekki er endilega komið með til læknis, en sem getur valdið hegðunarvanda og skertri færni barna og jafnvel fullorðinna löngu síðar. Nokkuð sem reiðhjólahjálmar draga stórlega úr hættu á og sem jafnvel ein lítil steinvala á malbiki getur valdið.

Til að hjálmanotkunin verði almenn, er sjálfsagt að lögleiða hana eins og gert var með bílbeltin 1981, fyrir alla, unga sem aldna. Að marggefnum tilefnum og þar sem málið er í sjálfu sér svo ofureinfalt og rökrétt. Til að draga úr öllum höfuðáverkum tengt falli á hjóli og sem við því miður fáum oft ekki umflúið.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn