Skynsamleg uppbygging á betri nýjum Landspítala á besta stað (t.d. á Vífilstöðum) hefur verið reiknað út hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) geti sparað þjóðfélaginu allt að 100 milljarða króna næstu tvo áratugina miða við byggingaráformin nú við Hringbraut. Sparnaðinn mætti frekar leggja til innviða kerfisins, mannauðs og bætts tækjakosts sem mikið vantar […]
Ég vil með þessum pistli fyrst og fremst minnast starfsfélaga míns Guðmundar Sigurðssonar, heimilislæknis á Hólmavík frá árinu 2004 og sem lést 5. september sl. á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir erfið veikindi sl. ár, 74 ára að aldri. Ég er einn nokkra lækna sem leyst hefur af á Hólmavík sl. 18 ár, með mislöngum hléum allt frá því […]
Nú líður fljótt að næstu alþingiskosningum. Skoðanakannanir sl. ár hafa sýnt að mikill meirihlut landsmanna og starfsmanna Landspítalans telja staðarval nýs spítala slæmt við Hringbraut og vilja fá nýja staðarvalsathugun. Sama vill fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Framsóknaflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Nokkrir staðir hafa þegar verið nefndir sem álitlegur kostur, einkum Vífilstaðir. Píratar og Dögun hafa […]
Athyglisverð grein birtist nýlega í the guardian um víðfengi sveppasýkinga í nútíma samfélagi sem sífellt verður alvarlegra. Ekki nóg með að tíðni sýkinga hefur stóraukist, einkum húðsveppasýkinga, heldur einnig hættulegra ífarandi sýkinga sem áður voru einkum bundnar ónæmisbilun viðkomandi (t.d. alnæmi, HIV) og ónæmisbælandi lyfjameðferðum í tengslum við alvarlega sjúkdómum eins og krabbamein. Eins fjallar greinin um […]
Nokkrir þingmenn hyggja að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðisgreiðslu á afdrifum Reykjavíkurflugvallar sem Reykjavíkurborg vill að hverfi úr Vatnsmýrinni. Þegar er búið að loka neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir byrjaðar við brautarendann. Í framtíðaruppbyggingu nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar næst meðverðarkjarnanum sjálfum, bráðamóttöku og hjarta spítalans sem einnig mun […]
Fyrir rúmlega hálfu ári skrifaði ég pistil hér á Eyjunni Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ??? og þar sem talin eru upp 7 stórkostleg mistök varðandi staðarval Nýja Landspítalans við Hringbraut og sem ágætt er að rifja upp í tilefni umræðunnar í dag og væntanlegra Alþingiskosninga í lok október […]
Sennilega má eitthvað gott finna í bútasaumshugmyndum að Nýjum Landspítala við Hringbraut. Tvær meginforsendur upphaflegs staðarvals fyrir einum og hálfum áratug eru hins vegar brostnar. Reykjavíkurlugvöllur í næsta nágrenni við spítalann og sem nú er sennilega á förum og gott aðgengi almennings til framtíðar. Byggingarlóðin er auk þess orðin allt of lítil og þröng. Staðreyndir sem […]
Við Íslendingar erum svo lánsamir að vera fámenn en rík eyþjóð í miðju Atlantshafi með nóg og gott landrými til íbúabyggðar um nær alla strandlengjuna. Eins og verið hefur í um þúsund ár þrátt fyrir allskonar harðindi á köflum. Höfuðborgarsvæðið hefur byggst upp sem höfuðborg alls landsins og þjónað því lengst af vel […]
Í vikunni greindi RÚV frá góðum árangri í meðhöndlun djúpra legusára á Ísafirði með þorskroði. Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur getið af sér gott orð áður fyrir árangur í meðferð langvinnra sára. Sérmeðhöndlað þorskroð án lifandi frumna og sem er ríkt af Omega 3 er notað sem gervihúð eða stoðgrind yfir sárin. Þessi meðferð er viðurkennd […]
Nú skal ég taka strax fram að ég er ekki sérfræðingur í borgarskipulagsmálum. En af tilefni nýrrar kynningar á borgarskipulagi Reykjavíkurborgar og þéttingu byggðar, aðallega kringum miðbæinn og sem starfandi læknir á höfuðborgarsvæðinu öllu í þrjá áratugi, kemst ég ekki hjá að leggja nokkur orð í belg. Kannski mest sem á rætur að rekja til umræðunnar […]