Mánudagur 03.10.2016 - 21:01 - FB ummæli ()

Stjórnvöld sem ekki hlustuðu á neyðarópin í heilbrigðiskerfinu!

913385

 

Fyrir rúmum 4 árum skrifaði ég um bráðaástandið á Bráðamóttöku LSH og mikinn fráflæðisvanda vegna plássleysis á sjúkrahúsinu og aðflæðisvanda með miklu yfirflæði inn á deildina vegna ástandsins í heilsugæslunni og öldrunarþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu. Álag sem líka hefur verið augljóst þar, á bráðamóttökum hverskonar og sem samsvarar allt að áttföldu álagi miðað við í nágranalöndunum. Áfremdarástandið hefur haldið áfram að vaxa sl. ár og nú búið að lýsa yfir neyðarástandi á Bráðamóttöku þjóðarsjúkrahússins, LSH í Fossvogi og sem tekur iðulega á móti allt að 300 sjúklingum á degi hverjum. Margir sjúklingar sem komast síðan ekki lönd né strönd og þegar þeir ættu best heima innan sjúkrahússins eða annars staðar innan heilbrigðiskerfisins, eins og t.d. hjúkrunarheimilum. Ílengjast þess í stað á göngum bráðadeildar, jafnvel svo dögum skiptir og þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra eða endanlega meðferð og heilbrigðisstarfsfólk þarf að sinna samtímis þeim sem nýkomnir eru. Eins vegna stóraukinnar aðsóknar ferðamanna á deildina sem nálgast að vera yfir 4 milljónir hér á landi á ári og sem þegar í dag skapar mikið viðbótarálag og reyndar spítalann allan. Mikið af öldruðu fólki t.d. með skemmtiferðaskipunum og eins vegna þeirrar staðreyndar að t.d. helmingur alvarlegustu umferðaslysanna úti á landi á ári tengist útlendingum.

Löngu hefur verið ljóst að byggja hefði þurft við Bráðamóttöku LSH í Fossvogi, svokallaða 3-5 daga greiningadeild lyflæknissviðs fyrir skammtímainnlagnir og meðferð þeirra minnst veiku og jafnvel fyrir þá minnst slösuðu og aldraðir eru. Vandi sem leysist ekki með framtíðaráformum um framtíðar-bráðasvið á Hringbraut nú og sameiginlegan meðferðarkjarna eftir 8 ár og sem nú þegar er reyndar orðin hluti framtíðar bráðabigðarlausnar vegna furðulegra hagmunatengsla í allar áttir. M.a. hugmynda um framtíðaruppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur og sem eitt sinn átti líka að heita heildarlausn til langrar framtíðar  með hugmyndinni með einn sameinaðan spítala við Hringbraut og þannig mikinn sparnað. Rekstur sem flestir eru farnir að sjá að verði síðan í mesta lagi í einn til tvo áratuga vegna þrengsla og staðsetningarinnar í gamla miðbænum. Heildarkostnaður er engu að síður reiknaður í hátt að 100 milljarða króna og áður en hafist er handa í endurnýjun eldra húsnæðis, eftir að byggingu meðferðarkjarnans lýkur árið 2024 og sem margir efast nú um að verði að veruleika vegna miklis kostnaðr og óhagræðis. Samtökin um betri spítala á betri stað (SBSBS) hafa hins vegar bent á ásamt fleirium, að byggja mætti á miklu hagkvæmari máta framtíðarsjúkrahúsið okkar á betri stað fyrir minni kostnað, ekki síst þegar hagræðingakostnaður til skemmri og lengri tíma er reiknaður og sem jafnvel getur staðið undir lánakostnaði. Eins með mikið betra aðgengi fyrir alla, ekki síst sjúkraflutninga úr lofti sem af láði. Stórmál á stærstu ríkisframkvæmd sögunnar sem löngu er kominn tími til að endurskoða, burtséð frá samtyggingaráhrifum stjórnmálamannana um árabil og áður en lengra verður nú haldið í framkvæmdum við Hringbraut. Bráðaheilbrigðismálin til framtíðar og með bestu hugsanlegri staðsetningu þjóðarsjúkrahússins okkar sem stjórnvöld og flest stjórnmálaöfl hafa þráskallast að vilja skilja. Meirihluti heilbrigðisstarfsfólks hins vegar og þjóðin reyndar öll samkvæmt skoðanakönnunum sl. ár.

Í millitíðinni er ekki hjá komist að ráðast í bráðalausnir strax vegna neyðarástands sem nú ríkir og löngu hefði átt að vera byrjað á. T.d. byggingu greiningardeildar í Fossvogi sem klárast gæti á rúmu ári og þarf alls ekki að kosta svo mikið og endast getur til langrar framtíðar og þegar lokaniðurstaðan verður e.t.v. að reka tvær sjúkrahússtofnanir af öryggisástæðum. Eins þarf að stórbæta þjónustuástandið í heilsugæslunni og í öldrunar- og öryrkjaþjónustu hverskonar og sem tekur nokkur ár, en margoft hefur verið bent á á sl. ár. Þar sem líka lítið er hlustað af hálfu stjórnvalda, nema e.t.v. fyrir alþingiskosningarnar nú og heilbrigðismálin okkar eru í aðalbrennideplinum. Loksins og í landi þar sem jafnvel ríkisfjölmiðillinn (RÚV) virðist hafa vera bundinn þagnarskyldu yfir og viljað leyna sl. ár.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn