Mánudagur 17.10.2016 - 12:48 - FB ummæli ()

Rafhlöður sem bila og springa

galaxy
Mörgum finnst örugglega óviðeigandi af mér lækninum að bera saman lífveruna manninn við dauðann hlut, þótt tæknivæddur sé. Skilningur okkar í dag á lífeðlis- og efnafræðinni og rafeðlisfræðinni leyfir okkur það engu að síður. Hvernig orkan byndst í líkamanum eftir bruna næringarefna og hverning hún er síðan losuð í orkukornum þegar hennar er þörf. Til viðhalds lífsstarfseminnar og til allara hreyfinga. Ákveðin samsvörun við endurhlaðanlegar rafhlöður sem hjálpar okkur að öðlast betri skilning á frumþörfum okkar varðandi næringu og orkubúskap. Orku sem þarf að vera í góðu jafnvægi við umhverfið okkar og kröfur. Fullkomnar okkur, ekkert ósvipað og bætt tækni gerir á sína vísu með nýju raftækjum og fullkomnari rafhlöðum og sem við teljum ómissandi í okkar daglega lífi.

Snjallsímar er gleggsta dæmið um raftæki sem fæst okkar viljum vera án og við teljum í dag lífsnauðsynleg. Stærsti samskiptamiðillinn, sími, tölva og myndavél, allt í senn. Endurhlaðanlega og stöðugt fullkomnari rafhlaða í þeim gerir þetta okkur kleift. Endurnýjanleg rafhlaða er samt ekki til og sem skilur okkar góðu orkukorn frá rafhlöðum tækja og sem geta bætt sig og fjölgað í frumunum okkar út ævina. M.a. með góðri hreyfingu og hollri næringu, í jafnvægi við þarfir og næga súrefnisinntöku. Súrefni sem síðan önnur frumstæðari orkukorn, grænukornin, gefa okkur í jurtaríkinu með ljóstillífun sinni og sem er síðan undirstaða alls lífs á jörðinni. Stærsta rafhlaðan má segja í ákveðnum skilningi, en sem mannkynið er á góðri leið með að eyðileggja og jafnvel sprengja samfara gróðurhúsaáhrifunum og ofhitnun jarðar.

Okkar eigin rafhlaða getur hins vegar skemmst m.a. vegna lífstílssjúkdómana svokölluðu. Aðallega með ofhleðslu næringarefna og orkugjafa, aðallega sykurs og síðan ónógri hreyfingu og orkulosun sem veldur ofþyngd. Rafhlaðan okkar eða orkukornin tengjst þannig öllum efnaferlum líkamans og grundvelli lífs á jörðinni. Milljón sinnum fullkomnari en um leið viðkvæmari en þau sem eru í raftækjunum okkar og getum endurhlaðaðið þegar okkur sýnist svo. Orkukorn lífsins þarfnast hins vegar umhyggju og skynsemi. Viðgerðarþjónustu líka má segja og þegar alvarlegir sjúkdómar herja á okkur. Heilbrigðisþjónustu köllum við hana reyndar og sem víða er nú í molum og fjölmiðlaumræðan sl. daga ber glöggt með sér hér á landi.

Förum vel með rafhlöðurnar okkar. Kjósum stjórnmálaöfl sem hugsa um „stóru rafhlöðurnar“ í þjóðfélaginu og að þær endist vel og lengi. Með verndun jarðar, góðri forvarnarstefnu og styrkingu heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Til bættrar lýðheilsu ef svo má segja og að bráða- og sjúkrahússþjónustan sé a.m.k. til staðar og þegar hennar er mest þörf. Annars springa rafhlöðurnar, stórar sem smáar, ein af annarri. Eins og reyndar gerist nú í nýja „fullkomna“ snjallsímanum frá Samsung og sem átti að reynast markaðsöflunum svo vel. Látum það sama ekki gerast með óskynsamlegum plönum stjórnmálamannana nú og sem oft hugsa öðruvísi en skynsamlegast getur talist. Okkur öllum til heilla.

Rafhleðslutækið sjálft verður ekki til umfjöllunar í París

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn