Laugardagur 12.12.2015 - 13:11 - FB ummæli ()

RÚV mýrin og þjóðfélagsumræðan

kastljosSú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í bullandi hagvexti. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins hefur aldrei verið tekið jafn fagnandi af jafn mörgum. Samið verður jafnvel um einkarekstur með aðkomu þriðja aðila, fjárfesta, sem að lokum raka til sín mesta af arðinum af heilbrigðisþjónustunni. Nokkuð sem ekki einn einasti Íslendingur taldi ásættanlegt að græða ætti á, „opinberri heilbrigðisþjónustu“ eins og hún var kölluð fyrir nokkrum árum og allra síst læknar. Nú á góðri leið með að verða markaðsvara eða þjónusta sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Hætt er við að hagrætt verður meira í þágu rekstrarins en þjónustunnar og þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Vel hins vegar við þá sem eiga aurinn og getað borgað fyrir sig. Umræða sem hefði verið óhugsandi meðal lækna fyrir ekki svo löngu síðan. Þegar menn og heilbrigðisstarffólkið trúðu á allt önnur samfélagsgildi.

Fyrirmynd ákveðinna framámanna innan Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu jafnvel sótt alla leið til Albaníu með reksturinn, en sem sýnir sig samt vera með lélegasta heilbrigðiskerfi Evrópu á alla venjulega mælikvarða og þangað sem enginn vil fara nauðviljugur. Í raun tvöfalt kerfi, þeirra fátæku og þeirra ríku. Feimnisstaða íslenska velferðasamfélagsins í dag og þar sem ríkisstjórn Íslands vinnur með öllum ráðum að rægja opinbera starfsmenn og laun þeirra í dag og stefnir þannig að frekara fjársvelti heilbrigðisstofnana og þjóðarsjúkrahússins okkar sem er að hruni komið. Háum launum heilbrigðisstarfsfólk jafnvel um að kenna að nú sé svo illa komið með fjárveitingar til Landspítalans eins og lesa má úr forsíðufrétt Moggans og þar sem heildarlaun með mikilli vaktabirði er lagt til jafns við föst mánaðarlaun kollega á Norðurlöndunum. 

Spurningar vakna þá einnig hvaða aðra grunnþjónustu þjóðfélagsins megi fórna og bjóða út til einkarekstar og til frekari einkavæðingar. Lögregluþjónustu og möguleika samborgaranna til menntunar, meðal annars með einkareknum skólum. Sjónarmið út af fyrir sig en afskaplega einkennileg umræða hjá lítilli þjóð sem er eins og ein smáborg úti í hinum stóra heima. Hjá einni ríkustu þjóð heims, ekki síst í auðlindum talið og þar sem menntun hefur náðst með samstöðu þjóðarinnar í sínum hjartans gildum. Með sem bestu aðgengi allra að opinberri samfélagsþjónustu og lýðræði. Nú er skarð fyrir skildi og eitthvað allt annað upp á teningnum og það eftir aðeins tæplega áratug og mesta fjármálahrun sögunar sem varð eftir óhefta einkavæðingu í fjármálaheiminum sjálfum, Kerfi sem sprakk auðvitað að lokum eins og blaðra og þegar gróðapúkarnir höfðu fengið mikið meira en nóg.

Það einkennilegasta við umræðuna um heilbrigðismálin, einkavæðingu og byggingaráformin nú t.d. við Nýjan Landspítala á Hringbraut er ÞÖGNIN hjá stærstu fjölmiðlunum ekki síst RÚV, ríkisfjölmiðli allra landsmanna. Sammerkt stærstu mistökum aldarinnar í heilbrigðisstjórnun að mínu mati og þar sem hagsmunir fjárfesta, Reykjavíkurborgar sjálfrar og verktaka að byggja nú sem mest úr steypu, járni og gleri í stað uppbyggingu mannauðs, heilbrigðisstarfsmanna sem ættu að vera til þjónustu reiðubúnir fyrir alla. Þróunar til sem bestrar heilbrigðisþjónustu fyrir alla þá sem þurfa á t.d. nauðsynlegri sjúkrahúsvist að halda eða bara góðri heilsu sem lengst með góðri heilsugæslu. Úrræðum fyrir aldraða með legurýmum fyrir alla þá sem á þurfa að halda, í stað yfirfullrar bráðamóttöku og þar sem gamla fólkið og aðrir finna sig jafnvel óvelkomið. Aðflæðis- og fráflæðisvandi þar sem sjúklingurinn kemst ekki strönd né lönd og daglega er í fréttum. Ekki einu sinni að hleypa umræðu hjá 80% þjóðarinnar að byggja mætti nýtt og mikið hagkvæmara sjúkrahús á betri stað en nú er ákveðið á gömlu og þröngri Hringbrautarlóðinni með bútasaum og endalausuviðhaldi eldri bygginga. Framkvæmd sem gæti skapað tugi milljarða króna í hagkvæmari rekstri og margir hafa bent meðal annars SBSBS.

RÚV á skammir skildar, sem fjölmiðill allra landsmanna og sem við öll borgum til og höldum uppi. RÚV á auðvitað að vera flaggskip gagnrýnnar fjölmiðlaumræðu á hverjum tíma og stuðla að sem bestri upplýsingaöflun fyrir þjóðina. Stofnunin hefur hins vegar brugðist stórkostlega í mikilvægustu málefnum þjóðarinnar nú, málefnum sem hér hafa verið talin upp að ofan, sem og umræðu um menntamál og málefni aldraða og öryrkja í þjóðfélaginu. Varla einn einasti fréttatími nema í örskotsmyndum einhverskonar og helst aldrei í svokölluðum aðalfréttaumfjöllunarþáttum stofnunarinnar, í Kastljósi og Speglinum. Endalausir framhaldsþætti hins vegar oft um einstök misferlamál einstaklinga og þar sem negla á helst einhvern, eins og til að þóknast æsingaþorsta lýðsins forðum daga. Drottningaviðtöl hins vegar við valda stjórnarherra, en ekki vandaða gagnrýn viðtöl allra málsaðila til að koma andstæðum sjónarmiðum á framfæri. Umræðu nú í undirbúningi stjórnvalda á stærstu kerfisbreytingum okkar þjóðfélags sl. öld og nú dýrustu byggingaframkvæmd sögunn og sem kannanir sýna að meirihluti landsmanna eru á móti.

Það furðulega gerðist þó að tekið var upp heilsutengt efni fyrir Kastljósþátt í lok febrúar sl. um mikilvægi forvarna og góðrar heilsugæslu og m.a. átt langt viðtal við undirritaðan sem klínískan dósent í heimilislækningum við Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins (HH) og Guðmund Löve framkvæmdastjóra SÍBS, í tilefni nýlegrar greinar sem hann hafði skrifað, en sem síðan var hætt við að birta án útskýringa, sennilega endanlega nú í haust. Um opinberan rekstur í heilbrigðisþjónustunni sem aðeins fær um 4% af heildarfjármagni sem lagt er heilbrigðismála í landinu ár hvert, en sem getur bætt allan heilbrigðiskostnað og þjónustu mikið og Guðmundur hafði reiknað út. Með bættri heilsu landans svo um munar, í lifun, starfsaldri, rannsóknar- og lyfjakostnaði. Undirritaður lagði hins vegar áherslu á mikilvægi forvarna í almennu starfi heimilislæknis í Kastljósviðtalinu sem aldrei var sýnt, eftir tilefnum hverju sinni, fræðslu og eftirliti. RÚV með fréttastofuna og Kastljósið í broddi fylkingar hefur líka endurtekið frá í haust hundsað ítarlegri kynningar samtaka SBSBS. Á miklu hagkvæmari lausnum með nýju staðarvali fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið okkar.

Fréttastofa RÚV virðist vinna nátengt fjölmiðlatenglum fyrirtækja, stjórnmálaflokka og jafnvel þrýstihópa í þjóðfélaginu. RÚV lætur ekki svo mikið fyrir því að afsaka eða koma með skýringu á að hafa eytt tíma mínum og framkvæmdastjóra SÍBS til einskyns sl. vetur og bruðlað já jafnframt með kostnað á fimm manna upptökuliði RÚV sem mætti velkomið á vinnustaðinn minn og sem ég eyddi glaður með í klukkustund. Efni sem ég og framkvæmdastjóri SÍBS biðum síðan eftir að sjá birt á skánum fram á sumar. Efni sem af óskiljanlegum ástæðum virðist hafa verið skolað niður að kröfu „einhverja (hjá RÚV)“ og sem töldu umræðuna allt of „óþægilega“. Sama veltir maður fyrir sér nú í hinu málinu tengt áhugahugleysi RÚV á umræðunni um staðaval á Nýjum Landspítala. Eins um tengsl t.d. sérhagsmuna borgarstjórnar Reykjavíkur og sem sér miðbæinn sinn sem nafla alheimsins sem hægt væri að græða endalaust á. Jafnvel tengt einstrengislegum skoðunum innan Háskóla Íslands, að aðalbygging HÍ í Vatnsmýrinni sé hin eina eðlilega ímynd heilbrigðismenntunar í landinu.  Allt dæmi um mál sem snýr að almannahagsmunum sem RÚV vill helst ekki ræða, heldur bæla og kæfa.

Fyrri gagnrýni mín á fréttastofu RÚV:

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/03/06/sjavarkjallarinn/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/04/05/sma-vorpaelingar-i-smalondum-um-storu-heilbrigdismalin-heima/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/01/21/laeknar-og-samfelagsmidlarnir/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn