Færslur fyrir flokkinn ‘heilbrigðismál’

Mánudagur 14.03 2011 - 13:02

Vanmetnar tölur vegna hjólaslysa barna

Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]

Laugardagur 12.03 2011 - 12:34

Flug og fall, á hjóli

Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 12:13

Eru sýklalyfin hætt að virka?

Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 07:59

Enn dregst bólusetning gegn miðeyrnabólgu barna á Íslandi

Í dag er Öskudagurinn, gleðidagur barnanna. Fréttir dagsins herma engu að síður að seinkun verði á að tekin verði upp bólusetning gegn pneumókokkum,  (Streptococcus pneumoniae) algengasta og einum alvarlegasta meinvaldi ungra barna á Íslandi í dag. Foreldrum finnst sjálfsagt skrítin sú tregða yfirvalda að taka upp eina gagnlegustu bólusetningu sem völ er á gegn smitsjúkdómum barna og einni […]

Mánudagur 07.03 2011 - 12:39

Morgunsárið

Í nótt gekk á með þrumum og eldingum meðan ég svaf svefni hinna saklausu. Á morgungöngunni fékk ég hins vegar mikið stormél í fangið, svo mér stóð ekki á sama. Síðastliðnar vikur hef ég fylgst með morgunbirtunni á austurhimninum sem varla er nema örlítil glæta svo snemma morguns. Í morgun þegar ég kom heim var hins […]

Föstudagur 25.02 2011 - 12:11

Eggin brotna þegar þau detta!

Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðugrein „Í labbitúr með hjálm?“ eftir hinn ágæta pistlahöfund, stærðfræðinginn Pawel Bartoszek sem samt hefur ekki alveg áttað sig á einu auðskiljanlegasta lögmáli náttúrunnar sem kennt er við eðlisfræðinginn Newton og er um samspil aðdráttarafls jarðar, þyngdar og fallhraða og við lærðum um í barnaskólanum í gamla daga. Að minnsta kosti virðist […]

Miðvikudagur 23.02 2011 - 14:59

Sveppaumræðan og landinn.

Það er margt sameiginlegt með umræðunni í dag og myglunni. Hún lyktar illa og það getur verið erfitt að greina skemmdu eplin í körfunni nema taka þau öll upp og skoða þau vel og vandlega. Ef til vill kemur myglufnykurinn samt annars staðar frá, jafnvel að utan. Sjálfur tel ég mig næman að finna myglulykt, ekki síst þegar […]

Mánudagur 21.02 2011 - 12:51

Vara ber við ofskömmtun á sínki

Nú er flensutími og mikið um kvefpestir og jafnvel inflúensur. Margir leita allra ráða til að láta sér batna fyrr og sumir naga sig nú í handarbökin að hafa ekki látið bólusetja sig við svínaflensunni. Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli verið leitað lausna á ýmsum líkamlegum kvillum svo sem pestum ýmisskonar með hráefnum sem koma beint frá […]

Laugardagur 19.02 2011 - 09:20

Hver ertu duldi djöfull?

Við búum í landi öfga, elds og ísa. Sannkölluðum hulduheim og margir eins og undir álögum. Ég er enda aðeins hjátrúarfullur, hvernig ætti annað að vera. Vísindin ráða auðvitað miklu um hvernig ég vinn dags daglega sem heimilislæknir, en ekki sem maður. Þar kemur reynslan oft að meira gagni. Og vísindin vita því miður oft svo mikið um lítið. Lífið sjálft er oft stærsti skólinn […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 12:23

45 heimilislækna vantar á höfuðborgarsvæðið.

Í vikunni var greint á mbl.is frá fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur til velferðarráðherra, Guðbjartar Hannessonar, um hvað margir heimilislæknar starfi á landinu, í hversu mörgum stöðugildum og hvað vanti marga lækna til að fylla í stöðugildin? Fyrirspurnin var ágæt og svaraði hann því þannig til að miðað við laus stöðugildi vanti 26 heimilislækna. En ef til vill hefði mátt […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn