Oft getur þögnin verið þægileg. Helst ef maður getur lokað augunum og látið hugann reika. Síðan dettur maður inn draumalandið og hugurinn endurnærist. Sennilega mest af þeim draumum sem aldrei ná að verða einu sinni til. En síðan vaknar maður hress og endurnærður. Á göngu minni í dag í einstaklega góðu síðsumarsveðri hrökk ég við. […]
Enn og aftur ætla stjórnvöld að fara fram með valdi gegn þeim sem hafa sérþekkinguna og vinna vinnunna í grasrótinni. Sameining heilsugsælustöðva í Efra Breiðholti við Heilsugæsluna í Mjódd og Heilsugæslu Hvamms í Kópavogi við Hamraborg í miðbæ Kópavogs eru dæmi um slík áform sem eru með ólíkindum en samt langt komin á teikniborðinu. Hvortveggja […]
Haustið er komið og haustpestirnar líka. Veturinn er síðan aðaltími pesta og loftvegasýkinga. Um 20% af öllum komum sjúklinga til heilsugæslunnar og vaktþjónustu hennar 2009 var vegna öndunarfærasýkinga (Talnabrunnur Landlæknisembættisins). Um helmingur koma veikra barna til læknis er talin vera vegna miðeyrnabólgu eingöngu. Íslendingar nota mest allra á Norðurlöndunum af sýklalyfjum og hvergi er sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvaldanna meira. […]
Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]
Skoðun Hr. Karls Sigurbjörnssonar núverandi biskups er að ímyndin sem birtist í embættisgjörðum forvera síns, Ólafs Skúlasonar heitins gagnvart fyrrverandi sóknarbörnunum, þurfi ekki að vera svo sköðuð. Beiskleiki hans megi ekki skyggja á björtu stundirnar og gleðiathafnirnar í kirkjunni. Heilögustu stundunum sem almenningur treysti prestinum sínum fyrir. Frá vöggu til grafar, gegnum súrt og sætt. Sunnudagaskólarnir og fermingarundirbúningurinn og […]
Nú húmar að hausti og farið að kólna. Styttist í göngur og fjárréttir um allt land. Þá verður féð flokkað og dregið í dilka. Tími uppskerunnar er runninn upp og mikil eftirvænting er meðal bænda hvernig lömbin koma af fjalli. Hér áður fyrr var óspart beitt í úthagana og féð hafði úr nógu að moða. […]
Aðalatriðið er varðar umræðuna nú um meint kynferðisafbrot séra Ólafs Skúlasonar heitins á sínum tíma er hvernig kirkjan ætlar að bæta þann trúnaðarbrest sem þegar hefur átt sér stað gagnvart sóknarbörnum hans um árabil og þar með almenningi. Mat á sannleiksgildi frásagna fórnalamba kynferðisofbeldis, afsökunarbeðnir kirkjunnar til brotaþola, þagnarskylda presta varðandi kynferðismisbeitinngu á börnum ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þöggun innan kirkjunnar eru […]
Trúin er heilög og einstaklingsbundin. Íslenska þjóðkirkjan er samnefnari þess sem almenningur trúir á og hefur trúað á. Til þess að geta trúað verður maður að treysta, skilyrðislaust. Æðra máttarvald er vanfundið dags daglega en öll viljum við njóta vafans og við tökum þátt í athöfnum kirkjunnar í góðri trú. Ef í ljós kemur að […]
Lyfjastofnun Íslands birti í gær á heimasíðu sinni nýjar upplýsingar um lyfjanotkun á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þótt heildarnotkunin hafi minnkað um 1.2% samanborið við sama tímabil í fyrra, reiknað í magni skilgreindra dagskammta (DDD) að þá hefur verðmæti sölunnar sem eru 13,0 milljarðar króna hækkað um 1,2% milli tímabila, […]
Skildum við Íslendingar þurfa að fá hjálp frá Evrópusambandinu til að ráða niðurlögum ofurbaktería hér á landi eins og við þurftum hjálp Dana til að ráða niðurlögum bólusóttar fyrir rúmlega tveimur öldum síðan þegar við vorum undir þeirra forræði? Eða höfum við burði til að ráða við vandamálin á eigin forsendum? Margt gott hefur verið […]