Sunnudagur 19.09.2010 - 11:37 - FB ummæli ()

Sódóma Ísland

Ef við værum uppi á tímum gamla testamentisins væri gaman að ímynda sér hvað skaparinn myndi gera við okkur. Hann eyddi Sódómu og fleiri borgum vegna synda mannanna hér forðum. Aðeins þeir syndlausu áttu að geta bjargað borginni en sem að lokum reyndist aðeins vera einn maður. Hann fékk að sleppa með dætur sínar og eiginkonu. Svo segir a.m.k. Biblían í Mósesbók. Og hverjar skyldu syndirnar svo hafa verið?

Oft hugsar maður hvað guð dæmdi grimmt í þá daga og að hann hafi þurft að eyða heilu borgunum til að sinna réttlætinu og það stuttu eftir að hafa eytt öllu lífi á jörðu ef undan eru skildir farþegar sem komust af með örkinni hans Nóa. Í dag eru háð stríð um allan heim og fátækt og hungursneið ríkir víða vegna ójöfnuðar okkar mannanna. Þeir ríku eru alltaf að verða ríkari og þeir fátæku fátækari. En það eru tímamót. Flóðgáttir eru nú að opnast þar sem fullorðið fólk þorir nú loks að koma fram og segja alla sína sögu um ofbeldið  í æsku, beiskleika og vonsku okkar mannanna. Þökk sé konunum sem risu upp og þorðu að segja fá sínum sárustu leyndarmálum sem þær ætluðu annars með sér í gröfina.

Fréttablaðið, blað allra landsmanna, segir frá því í gær að umræða undanfarnar vikur hafi leitt til þess að nú liggi straumur eldra fólks til Stígamóta. Þetta fólk vill segja frá kynferðisbrotum, sem áttu sér stað fyrir löngu og hafa verið þögguð niður, meðal annars í skjóli embættisvalds. „Það er eins og fólki sé að detta í hug í fyrsta skipti að það geti átt rétt á uppreisn æru“ er haft eftir Guðrún Jónsdóttir hjá samtökunum en þessa daganna er á þriðju viku bið eftir viðtali við ráðgjafanna. Sjálfri kirkjunni var ekki treystandi fyrir þessa sálarhuggun. Lífið er samt sannleikurinn, nokkuð sem kirkjan ætti að hafa hugfast þessa daganna.

Í Reykjavík situr Alþingið og þar eru dómstólarnir. Kallað er eftir Salómonsdómum, hægri, vinstri. Þar verða ráðamenn væntanlega dregnir fyrir dóm. Þar eru líka bankarnir og lánafyrirtækin. Þar er sjálfur Seðlabankinn, æðsta musterið, sem öllum hefur verið sem lokuð véfrétt og sem fékk að stundað sína svartagaldra í friði. Kvikmyndin Sódóma Reykjavík (1992) sýndi auðvitað aðeins barnaleik í samanburði við þann raunveruleika sem átti eftir að koma.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · kirkjan · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn