Miðvikudagur 22.09.2010 - 19:49 - FB ummæli ()

Reykjavíkurborg vill taka heilsugæsluna yfir

Í ljósi síðustu frétta um sameiningu heilsugæslustöðva og áframhaldandi niðurskurð þjónustunnar við höfuðborgarbúa koma fréttir nú á óvart. Borgarstjórn hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um að óska eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík. Markmiðið með viðræðunum er að Reykjavíkurborg taki við heilsugæslunni eins og segir á fréttavef RÚV.  Spurning er hvort borgin vilji nú verja þjónustuna sem ríkið vill skera niður. Hingað til hefur lítið verið hlustað á óskir fagfólks. Heilsugæslustöðvarnar tvær í Hanfarfirði voru færðar nauðugar undir stjórnunarvænginn í Reykjavík fyrir 5 árum síðan. Starfsfólkið mótmælti kröftuglega þá og harmaði að gengið skyldi á nærþjónustuna, sjálfstæði og frumkvöðlastarf stöðvanna. Nokkrum árum áður hafði málefni heilsugæslustöðvanna færst úr hendi sveitastjórnanna til ríkisins að ósk sveitafélganna sjálfra þar sem þeim óx kostnaðurinn í augum. Nú er spurningin, hefur Reykjavíkurborg og nágranasveitafélögin efni á að reka heilsugæsluna án þess að skera niður þjónustuna?

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn