Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, […]
Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]
Gríðarleg aukning hefur orðið í að ungt fólk fái sér húðflúr hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og sem nálgast að fjórði hver fullorðinn einstaklingur sé með húðfúr ef marka má erlendar kannanir. Ætla má að tíðnin sé allt að 80% meðal ungs fólks auk þess sem húðflúrin ná yfir […]
Í tilefni frétta dagsins um endurteknar lokanir í Landeyjarhöfn og umræðu um misheppnaðar ríkisframkvæmdir, er gott að rifja upp 5 ára gamlan pistil á Eyjunni um þann atburð sem valdið hefur mér og mörgum öðrum miklum heilabrotum síðan. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar í þessum efnum og þegar framkvæmdir […]
Nú er verslunarmannahelgin framundan, ein mesta ferðamannahelgi ársins. Þegar oft skín í hárfína hvíta línu milli lífs og dauða ef óvarlega er farið. Framúrakstur er hættulegasti hluti í akstri úti á vegunum, á oft þröngum íslenskum þjóðvegum og aðstæður ekki góðar. Stundum fram úr þungaflutningabílum, jafnvel með jafnlangan aftanívagn, í brekkum og beygjum. Þar sem […]
Þegar þú mætir rauðeygðum sljóum ökumanni í umferðinni, þarf hann ekki endilega að vera ílla sofinn, ölvaður eða undir áhrifum örvandi efna. Þreyta, slæving og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi, eru vanmetin vandamál í þjóðfélaginu og sem valda skertu öryggi á vinnustöðum og í umferðinni, vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þeirra sem í hlut eiga. Áhugaverð […]
Í grein í Fréttablaðinu fyrir 3 árum, Bláu augun þín, varaði Jóhannes Kristinsson, augnlæknir, við útfjólubláum geislum sólar. Bláeygðir eru taldir viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar á augun en dökkeygðir, ljós kynstofn sem hefur aðlagast gegnum árþúsundin við takmarkaða birtu yfir vetrarmánuðina á norðursóðum. Tjáningu genanna okkar og svörun þeirra gagnvart umhverfinu, ljósið í sortanum í […]
Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku. Þar sem afar fallegt er […]
Alltaf er gaman að velta fyrir sér sögunni um uppbyggingu heilbrigðiþjónustu þjóðarinnar, enda virðist sagan endurtaka sig á furðulegustu sviðum. Tímarit alþýðunnar um heilbrigðismál, Eir, var gefið út af nokkrum læknum á tveggja ára tímabil um aldamótin 1900. Um hugsjónaútgáfu var að ræða enda mikil þörf á fræðslu um sjúkdóma sem þá ríktu og nauðsynlegar sóttvarnir […]
Í framhaldi af síðsta pistli um ofnotkun sýklayfja hér á landi um árabil, oft vegna veirusýkinga þar sem sýklalyf virka auðvitað alls ekki neitt og þróun vaxandi sýklalyfjaónæmis, langar mig að endurrita pistil af DV blogginu mínu í vor í greinaflokknum Eir, um heilbrigðisástandið eins og það var hér á landi fyrir rúmlega öld síðan, samanborið í […]