Laugardagur 16.04.2016 - 14:29 - FB ummæli ()

Frá Stórubólu til Zika – ágrip blóðvatnslækinga og bólusetninga á Íslandi

 

Zika_virus_final2-1

 

Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, tengt upphafi lækninga á Íslandi og stærsta lýðheilsuátaki sögunnar. Zika veirusjúkdómurinn og reyndar nýlega Ebólan sem er alvarleg drepsótt eins og Stórabólan, tilheyrir hins vegar nútíðinni og þar sem ekki er enn búið að finna bóluefni gegn en unnið er hörðum höndum að finna með hjálp læknavísindanna. Engin sérhæfð veirudrepandi lyf eru þarna til, en notast hefur verið við sérhæfð mótefni gegn Ebólunni og þar sem árangurinn getur aðeins verið tímabundinn. Möguleiki á dulinni sýkingu fósturs í móðurkviði og alvarlegum fósturskaða er síðan en enn meira vandamál hvað Zika veiruna áhrærir. Allt kapp er því nú lagt á að finna öruggt bóluefni gegn Zika veirunni fyrir ungar konur á barnseignaaldri á smituðum svæðum í Suður-Ameríku og heimsfréttirnar bera með sér. Upphaf blóðvatnslækninga og bólusetninga gegn næmum sjúkdómum eins og smitsjúkdómarnir voru gjarnan kallaðir áður fyrr, á sér hins vegar meira en tveggja alda sögu, meðal annars hér á landi og sem ágætt er að rifja upp af þessu tilefni. Eins vegna Ebólunnar og nú jafnvel vegna vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda sem var áður auðvelt að meðhöndla með sýklalyfjum seinnipart síðustu aldar.

Talið er að bólusóttin (smallbox) hafi drepið allt að fjórðung þjóðarinnar í endurteknum faröldrum á fyrri öldum, fyrir tilkomu bóluefnis, rétt um aldarmótin 1800. Smitefni Kúabólunnar (cowbox) sem er miklu veikari veira meðal manna, var notað til bólusetningar og sem nægði þannig til glæðingar og ónæmissvörunar fyrir lífstíð gegn sjálfri Stórubólunni. Ein mesta framför í sögu læknisfræðinnar með hjálp íslenskra presta og þar sem kirkjubækur voru m.a. notaðr til skráningar og sem gaf tóninn fyrir upphaf bólusetninga gegn öðrum sóttum síðar. Íslendingar hafa af þessu tilefni tileinkað orðið „bólusetning“ (vaccination) yfir allar ónæmisaðgerðir síðar en sem hafa ekkert með sjálfa bólusóttina að gera. Almennt öruggt „smitsjúkdómavarnakerfi“ ef hugað er að í tíma og þegar hætturnar í umhverfinu eru hvað mestar. Aðferð til að fá líkamann sjálfan til að kynnast óvininum í tíma og bregðast strax við þegar hann ræðst síðar til atlögu og hver klukkustund getur verið dýrmæt. Undirbúa þannig eitilfrumur til framleiðslu réttu mótefnanna og þegar við getum kallað á hersveitir hvítra blóðkorna til framleiðslu vopnanna sem duga. Manninum er þannig auðvitað ekkert óviðkomandi í þessari sjálfsbjargarviðleitni sinni, allra síst í sínu nánasta umhverfi og þar sem samgöngur eru orðnar örar heimsálfanna á milli. Nýir heimsfaraldrar sem hafa þannig greiðari aðgang að okkur flestum og mikið meir en okkur grunar. Nokkuð sem andstæðingar bólusetninga í dag, meðal annars gegn mislingum og barnaveiki ættu gjarnan hafa í huga og sem snúa vilja okkur til heilbrigðis svörtustu miðalda.

En skoðum aðeins sögu blóðvatnslækninga og sem geta fengið líka nýja þýðingu í framtíðinni eins og nýlega í meðferð gegn Ebolu-veirunni og í meðferð sýklalyfjaónæmra bakteríusýkinga. Blóðvatn sem notað er í dag nær aðeins til takmarkaðrar meðferðar eins og áður segir og er byggð á grunnfræðum ónæmisfræðinnar með tímabundnum gjöf mótefna (monoklónal) sem annar sýktur hefur framleitt (maður eða dýr, t.d. apar eða hestar)). Náskildar aðfarir voru notaðar í lækningu á Barnaveikinni (Diptheria) fyrir meira en öld síðan á Íslandi en sem öll börn eru nú bólusett gegn með varanlegri vörn. Smitjúkdómur sem olli mikilli hálsbólgu í byrjun, síðar öndunarerfiðleikum og köfnun sem læknar stóðu ráðalausir gagnvart í heimahúsum. Læknar gátu hins vegar um aldarmótin 1900 skaffað erlendis frá blóðvatn gegn barnaveikinni með sérútbúnum lyfjaglösum. Blóðvatn og þannig mótefni úr smituðum hestum sem hjálpað gat í vörnum þess sjúka ef beitt var í tíma sem var sjaldnast. Svipaðar aðferðir með blóðvatni voru notaðar gegn alvarlegum lungnabólgum síðar löngu fyrir tíma sýklalyfjanna. Í dag höfum við svo tilkomið nýlegt bóluefni gegn algengustu lungnabólgubakteríunni (pneumókokkum) og sem einnig veldur alvarlegustu miðeyrnbólgum barna og flest börn eru bólusett gegn í dag. Frá þessum tímamótum blóðvatnslækninga í læknisfræðinni var meðal annars greint frá í heilbrigðistímariti alþýðunnar á Íslandi, Eir, strax árið árið 1899 og sem við skulum aðeins gripa niður í, sem og smá umfjöllun um Barnaveikina sem var einn alvarlegasti smitsjúkdómur barna á þeim tíma og líkja mátti við drepsótt sem menn stóðu varnarlausir gegn. Sótt sem síðan í dag, eftir tilkomu bólusetninga eins og gegn ýmsum öðrum alvarlegum veiru- og jafnvel bakteríusýkingum er haldið niðri í þjóðfélaginu með almennri þátttöku í bólusetningum. Öflugustu smitsjúkdómavörnunum í dag.

Dr. J.Jónassen skrifar 1899. „Síðan 1895 hefir meðalið verið búið til á efnafræðistöð háskólans í Kaupmannahöfn og sent læknum ókeypis, er beðið hafa um það. Síðustu tvö árin hefi ég fengið eigi all-fá glös með meðalinu í og hafa nokkrir læknar fengið það hjá mér og reynt það, en það hefir verið svo sjaldan tækifæri til að nota það, að ekki er hægt að vita, hvort það hefir komið að nokkru liði.
Það eru ýmis vandkvæði á því að viðhafa blóðvatnslækningar. Ekki er takandi í mál, að nokkur annar en læknir hafi þær um hönd, því til þess þarf sérstakt verkfæri og mestu varkárni verður að viðhafa, þegar spýta skal meðalinu inn. Víðast er hér langt til læknis og af því leiðir, að oftast mun sjúkdómurinn vera byrjaður fyrir nokkru áður læknir kemur til sjúklingsins og er þá liðinn sá tími, sem ákjósanlegastur er til innspýtingar, nfl. byrjunin, og því lítið eða ekkert gagn að henni. Læknirinn verður að vera yfir sjúklinginum um nokkurn tíma, því oftast þarf að viðhafa innspýtinguna oftar en í eitt skipti, er því auðsætt, að hann getur ekki sinnt fleiri sjúklingum í einu, ef veikin gengur víða í umdæmi hans, þótt hann allur væri af vilja gjörður.“

Fyrrum urðu menn að bjarga sér sem þeir best gátu, oft við frumstæðar og erfiðar aðstæður. Áræðni læknanna í þá daga er gott að hafa í huga við aðsteðjandi vanda heilbrigðiskerfisins, forgangsröðun verkefna og nú jafnvel gegn Ebólunni og Zika veirunni. Nú á tímum og meðan ekkert bóluefni er til verða læknar og heilbrigðisstarfsfólk aftur að treysta á smiteinangrun og hámarks smitgát í vörninni. Heilbrigðisyfirvalda er að setja reglur um samskiptin okkar á milli. okkur til varnar og við umheiminn hverju sinni og landslög ákveða. Smitsjúkdómavarnir sem samt svo sannarlega geta sett líf okkar úr skorðum og þegar ekkert er til bóluefnið eins og í sumar á Ólympíuleikunum í Brasilíu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn