Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Þriðjudagur 10.12 2013 - 16:18

Tólgin og lífskertin okkar

„Að velja frekar tólg í stað góðra og grófra kolvetna sem uppistöðu í fæðunni er stórhættulegt og stuðlar að allt annarskonar bruna en er okkur ætlaður.“ Meðfylgjandi mynd er af blóði úr ungum manni með allt of háar blóðfitur, en sem staðið hafði á rannsóknarborðinu í nokkrar klukkustundir. Á þeim tíma nær fitan að setjast […]

Fimmtudagur 10.10 2013 - 14:46

Getur mislingafaraldur komið upp í Vestmannaeyjum?

Í dag berast fréttir af því að aðeins um 75% foreldra í Vestmannaeyjum hafi látið bólusetja börnin sín fyrir Mislingum, Hettusótt og Rauðum hundum (MMR) við 4 ára aldur og sem er alls ófullnægjandi til að hjarðónæmi gegn þessum veirusóttum haldist í samfélaginu. Af þessu tilefni endurrita ég nú grein um efnið sem ég skrifaði […]

Fimmtudagur 26.09 2013 - 07:49

D vítamín í stað sólar

  Nú á haustdögum eftir umræður um alvarlegann „vítamínskort“ í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á Landspítalanum og í yfirfullum bráðamóttökum sl. misseri, er rétt að fjalla enn og aftur um vítamínið sem flestum okkur vantar hvað mest í skammdeginu og þar sem hver og einn þarf að vera ábyrgur, fyrir sig og sína. Sennilega eru fá lífefni […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 13:07

Krabbamein unga fólksins og HPV veirusýkingar

„Nýgengi leghálskrabbameina kvenna á Norðurlöndunum, sem í flestum tilvikum (>70%) tengist HPV veirusýkingu upphaflega, er um 9 konur af hverjum 100.000. Forstigsbreytingarnar finnast hins vegar miklu oftar og hátt í 300 konur fara í keiluskurð á hverju ári hér á landi í dag vegna þeirra, auk þess sem margfalt fleirum konum er fylgt náið eftir. […]

Sunnudagur 15.09 2013 - 19:54

Grindhvalir og hættuleg spilliefni

Vegna frétta um að fólk hafi skorið sér kjöt úr skrokkum grindhvala sem ráku upp á land á Snæfellsnesi um helgina, er rétt að minnast á perflúor-iðnaðarsamböndin og önnur spilliefni sem vitað er að hafi áður fundist í miklu magni í grindhvölum auk þungmálma (kvíkasilfurs). Hættuleg efni og sem mikið voru til umræðu fyrir tæplega 2 árum vegna […]

Föstudagur 06.09 2013 - 15:25

Eyjan kvödd

Eftir 4 ára skrif hér á Eyjunni, tel ég nú rétt að breyta aðeins til og leita út fyrir „landsteinanna“ í skrifum mínum.  Ég vil þakka Eyjunni fyrir að hýsa mig þessi ár og að hafa gefið mér tækifæri á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri um mikilvæg heilbrigðismál og fleira þeim tengdum, á afar sérstökum tímum. Eins ykkur lesendum Eyjunnar fyrir lesturinn svo […]

Laugardagur 31.08 2013 - 18:43

„Í túninu heima“

Það er orðið tímabært að kveðja frábært sumar, og hlakka til haustsins með öllum sínum litbrigðum. Mosfellingar hafa haldið upp tímamótin með bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Eins til að minnast þeirra gömlu daga þegar menn höfðu komið björg í bú fyrir veturinn. Litbrigðin í mannlífinu eru hinsvegar margskonar, allt árið um kring. Ekki er heldur hægt að […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 13:33

Snákaolíur og tískukúrar

Oft blöskrar mig í daglegri vinnu, öll vitleysan sem tröllríður getur endurtekið yfir þjóðina, miklu meira hér á landi að því er virðist en í nágranalöndunum. Þegar sjúklingarnir mínir virðast teymdir í blindni af markaðsöflunum og jafnvel látnir borga offjár fyrir gagnslausar, en stundum líka hættulegar meðferðir. Það virðist þá að trúin ein eigi að geta flutt fjöllin, en sem kostar […]

Mánudagur 26.08 2013 - 21:53

Sykurdrykkir og hegðunarvandamál ungra barna

Athyglisverð grein er nú birt á vefsíðu tímarits bandaríska læknablaðsins, The Journal of Pediatrics og sem segir frá rannsókn á hegðunartruflunum um þrjúþúsund 5 ára gamalla barna tengt gosdrykkjarneyslu þeirra. Áður hafa menn fundið tengsl aukinnar sykurneyslu barna og ákveðinna ofvirknieinkenna, ekki síst hjá börnum með athyglisbrest, svokölluð sykuróþekkt. Eins sýna fyrri rannsóknir sem áður hefur verið […]

Fimmtudagur 22.08 2013 - 20:21

Hættulegt sveppalyf í umferð

Í dag fékk ég sent bréf um hættulegar aukaverkanir af sveppalyfi sem hefur verið talsvert notað hér á landi, m.a. geng sveppasýkingum í tánöglum. Um er að ræða lyfið Fungoral (ketokonazol) sem Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA hefur stórlega varað við vegna eiturverkana á lifur. Lagt er til að markaðsleyfi á lyfinu verði […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn