Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Laugardagur 28.12 2013 - 16:26

Ertu eins og epli eða pera?

Eplin geta verið skemmd. Þau geta líka verið forboðin og villt á jólunum. Þeir sem þeim líkjast verða umfram aðra að hugsa sinn gang til að geta dregið úr alvarlegum afleiðingum efnaskiptavillu og áhættum á lífsstílssjúkdómum. Umfram allt að hætta að reykja, hreyfa sig meira, forðast hvíta sykurinn og dýratólgina. Allt til að fá að […]

Þriðjudagur 17.12 2013 - 12:41

Kjöthakk á tilboðsverði

Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans. Meðal tuga stórfyrirtækja sl. misseri sem telja að þeir geti boðið neytandanum hvað sem er. Samkvæmt hádegisfréttum RÚV „hefur fréttaveitan Associated Press eftir heimildarmanni í frönsku lögreglunni að talið […]

Þriðjudagur 10.12 2013 - 16:18

Tólgin og lífskertin okkar

„Að velja frekar tólg í stað góðra og grófra kolvetna sem uppistöðu í fæðunni er stórhættulegt og stuðlar að allt annarskonar bruna en er okkur ætlaður.“ Meðfylgjandi mynd er af blóði úr ungum manni með allt of háar blóðfitur, en sem staðið hafði á rannsóknarborðinu í nokkrar klukkustundir. Á þeim tíma nær fitan að setjast […]

Fimmtudagur 10.10 2013 - 14:46

Getur mislingafaraldur komið upp í Vestmannaeyjum?

Í dag berast fréttir af því að aðeins um 75% foreldra í Vestmannaeyjum hafi látið bólusetja börnin sín fyrir Mislingum, Hettusótt og Rauðum hundum (MMR) við 4 ára aldur og sem er alls ófullnægjandi til að hjarðónæmi gegn þessum veirusóttum haldist í samfélaginu. Af þessu tilefni endurrita ég nú grein um efnið sem ég skrifaði […]

Fimmtudagur 26.09 2013 - 07:49

D vítamín í stað sólar

  Nú á haustdögum eftir umræður um alvarlegann „vítamínskort“ í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á Landspítalanum og í yfirfullum bráðamóttökum sl. misseri, er rétt að fjalla enn og aftur um vítamínið sem flestum okkur vantar hvað mest í skammdeginu og þar sem hver og einn þarf að vera ábyrgur, fyrir sig og sína. Sennilega eru fá lífefni […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 13:07

Krabbamein unga fólksins og HPV veirusýkingar

„Nýgengi leghálskrabbameina kvenna á Norðurlöndunum, sem í flestum tilvikum (>70%) tengist HPV veirusýkingu upphaflega, er um 9 konur af hverjum 100.000. Forstigsbreytingarnar finnast hins vegar miklu oftar og hátt í 300 konur fara í keiluskurð á hverju ári hér á landi í dag vegna þeirra, auk þess sem margfalt fleirum konum er fylgt náið eftir. […]

Sunnudagur 15.09 2013 - 19:54

Grindhvalir og hættuleg spilliefni

Vegna frétta um að fólk hafi skorið sér kjöt úr skrokkum grindhvala sem ráku upp á land á Snæfellsnesi um helgina, er rétt að minnast á perflúor-iðnaðarsamböndin og önnur spilliefni sem vitað er að hafi áður fundist í miklu magni í grindhvölum auk þungmálma (kvíkasilfurs). Hættuleg efni og sem mikið voru til umræðu fyrir tæplega 2 árum vegna […]

Föstudagur 06.09 2013 - 15:25

Eyjan kvödd

Eftir 4 ára skrif hér á Eyjunni, tel ég nú rétt að breyta aðeins til og leita út fyrir „landsteinanna“ í skrifum mínum.  Ég vil þakka Eyjunni fyrir að hýsa mig þessi ár og að hafa gefið mér tækifæri á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri um mikilvæg heilbrigðismál og fleira þeim tengdum, á afar sérstökum tímum. Eins ykkur lesendum Eyjunnar fyrir lesturinn svo […]

Laugardagur 31.08 2013 - 18:43

„Í túninu heima“

Það er orðið tímabært að kveðja frábært sumar, og hlakka til haustsins með öllum sínum litbrigðum. Mosfellingar hafa haldið upp tímamótin með bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Eins til að minnast þeirra gömlu daga þegar menn höfðu komið björg í bú fyrir veturinn. Litbrigðin í mannlífinu eru hinsvegar margskonar, allt árið um kring. Ekki er heldur hægt að […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 13:33

Snákaolíur og tískukúrar

Oft blöskrar mig í daglegri vinnu, öll vitleysan sem tröllríður getur endurtekið yfir þjóðina, miklu meira hér á landi að því er virðist en í nágranalöndunum. Þegar sjúklingarnir mínir virðast teymdir í blindni af markaðsöflunum og jafnvel látnir borga offjár fyrir gagnslausar, en stundum líka hættulegar meðferðir. Það virðist þá að trúin ein eigi að geta flutt fjöllin, en sem kostar […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn