21. febrúar 1953 birtist þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Þá þegar var ofnotkun kraftaverkalyfsins penicillíns vandamál. Lyf sem ætlað var að bjarga fólki frá lífshættulegum bakteríusýkingum eins og lungnabólgu, en fólk var farið að taka við allskonar pestum, ekki síst inflúensu og sem síðar olli framgangi óvinveittra sýkla og munnbólgum en virkaði ekkert á inflúensuna sjálfa. Síðan hefur mikið vatn […]
Nú eru að nálgast þrjú ár síðan ég skrifaði pistil um frábæra kvöldstund á sjávarréttarveitingarstað eitt laugardagskvöldið þar sem allir sem komu að þjónustunni lögðu sig fram að gera kvöldið frábært fyrir okkur gestina og sem heppnaðist svo vel. Á veitingarstað þar sem við fengum að bragða það besta sem landið og miðin hafa upp […]
Önnur umræða og miklu alvarlegri um íhlutina en greint var frá í síðasta pistli, fór af stað erlendis í lok síðasta árs, en minna hér heima. Umræðan um PIP (Poly Implant Protheses) sílikon gervibrjóstin og sem síðan opinberaði miklu stærra vandamál um tíðni leka og hugsanlegra afleiðinga ísetninga gervibrjósta almennt. Til dæmis að í stað […]
Svo virðist sem sterk tengsl séu á milli félagslegs þrýstings, kynímyndarinnar, tísku og jafnvel klámvæðingu nútímans. Eins hvernig yngri kynslóðirnar vilja oft marka sína sérstöðu á ystu nöf, hvað sem um almenna skynsemi og hollustu má segja og við hin látum óátalið. Líka hlutir sem við tökum upp frá frumbyggjum í fjarlægum heimsálfum af hentisemi, en sem tengjast jafnvel ævafornri menningu […]
Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]
Full ástæða er að vera betur á verði gagnvart einkennum kíghósta (pertussis) hér á landi og sem bakterían Bordetella pertussis veldur. Sérstaklega meðal ungbarna, enda hefur tilfellum fjölgað mikið hér eins og víða í nágranalöndunum sl. misseri. Sjúkdómurinn gekk reyndar líka undir heitinu kikhósti á öldum áður og sumstaðar enn, kannski þar sjúklingurinn kiknar stundum undan honum í […]
Seint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Ekkert síður í heilsugæslunni sjálfri og þangað sem þeir veikustu leita oft ráða. Þó má segja að nóg sé af öðru hunangi, gullnu og seigfljótandi sem kemur úr hafinu okkar, en sem því miður fer oft forgörðum eða við náum ekki að […]
Mikið hefur verið fjallað um söluhöft munntóbaks í Evrópu sl. daga, m.a. í fjölmiðlum hér á landi, en minna um sölu á íslenska fínkornótta neftóbakinu hér á landi. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður, enda oftast notaður sem munntóbak nú orðið. Munntóbakið snus er hins vegar framleitt undir ströngu gæðaeftirliti í stöðluðum neytendapakningum […]
Eins og kemur fram í DV í dag, greindi Bloomberg fréttaveitan frá því í vikunni að Monster drykkurinn sé talinn hafa átt þátt í dauða fimm einstaklinga á árinu 2009 í Bandaríkjunum en sama ár fengu rúmlega þrettán þúsund einstaklingar læknishjálp þar í landi eftir að hafa neytt orkudrykkja. Um helmingur þeirra voru einstaklingar á […]
Heilsuhrun þjóðar er mun alvarlegra hrun en efnahagshrun og sem mesta athygli hefur fengið hér á landi sl. ár. Annað hrun sem margt bendir til að við séum að stefna hraðbyr inn í þótt öll viðvörunarljós blikki eins og áður. Þegar algengustu sjúkdómarnir varða síðan sífellt algengari meðal þeirra sem yngri eru og meðlífaldur lækkar í stað þess að […]