Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Miðvikudagur 14.10 2015 - 11:44

Miklu ódýrara og hagkvæmara að byggja nýjan spítala á betri stað en við Hringbraut

Allt snýst um peninga er einhvers staðar sagt og vissulega á það aldrei betur við en þegar reynt er að snúa tölum á haus til að fá sitt fram gegn betri vitund og sem nú á sér stað með dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar, Nýjan Landspítala við Hringbraut og ég hef oft skrifað um áður. Þegar beita […]

Sunnudagur 27.09 2015 - 16:48

Kúnstin að draga í réttu dilkana

Fyrir helgina átti ég leið framhjá Grábrók í Norðurárdal á leið minni norður á Strandir og ákvað þá að stoppa við og teygja aðeins úr mér enda gott veður. Norðan Stórubrókar blasti við mér í lok gönguferðarinnar forn fjárrétt. Rétt sem er friðlýst eins og allt Grábrókarsvæðið. Sannkölluð náttúruperla fyrir okkur og börn framtíðarinnar að njóta […]

Fimmtudagur 24.09 2015 - 12:07

Ekki er kyn þótt kjaraldið leki….

Í tilefni frétta dagsins um endurteknar lokanir í Landeyjarhöfn og umræðu um misheppnaðar ríkisframkvæmdir, er gott að rifja upp 5 ára gamlan pistil á Eyjunni um þann atburð sem valdið hefur mér og mörgum öðrum miklum heilabrotum síðan. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar í þessum efnum og þegar framkvæmdir […]

Miðvikudagur 19.08 2015 - 13:49

Að kasta krónunni, en spara síðan aurinn í heilbrigðiþjónustunni?

Heilbrigðisástand þjóðar hlýtur alltaf að vera afstætt hugtak og þar sem við sjáum t.d. í dag víða hörmulegt ástand erlendis og sem stendur fortíðinni hér heima miklu nær en nútíðinni. Af sögunni má best sjá hvað hefur áunnist á síðustu öldum, og vissulega eru sumar heilsuhagtölur í dag góðar miðað við önnur lönd, eins og […]

Fimmtudagur 30.07 2015 - 12:41

Brotnar línur í umferðarörygginu

Nú er verslunarmannahelgin framundan, ein mesta ferðamannahelgi ársins. Þegar oft skín í hárfína hvíta línu milli lífs og dauða ef óvarlega er farið. Framúrakstur er hættulegasti hluti í akstri úti á vegunum, á oft þröngum íslenskum þjóðvegum og aðstæður ekki góðar. Stundum fram úr þungaflutningabílum, jafnvel með jafnlangan aftanívagn, í brekkum og beygjum. Þar sem […]

Miðvikudagur 15.07 2015 - 12:13

Fílaveiki á Íslandi

Á sama tíma og ný blóðsuga, lúsmý, gerir mönnum og dýrum lífið leitt á Íslandi rifjast upp saga sem tengist annarri blóðsugu, moskítóflugunni, en sem hefur ekki enn tekið sér bólfestu hér á landi, einhverja hluta vegna. Lítil fluga sem náði að smita unga stúlku á Haítí upphaflega af fílaveiki fyrir rúmum þremur áratugum, en […]

Miðvikudagur 01.07 2015 - 15:38

Stálvaskurinn góði

Stálvaskurinn, sem auðvelt er að halda hreinum, var mikil búbót fyrir íslensk heimili fyrir tæplega tveimur öldum. Nokkuð sem stórbætti hreinlæti og matarvinnslu þjóðarinnar og þar með heilsuna okkar. Þegar ég dvelst erlendis hjá börnunum mínum, þótt ekki sé nema um stundarsakir, sér maður hlutina oft í allt öðru ljósi en heima. Hvað gerir það […]

Mánudagur 22.06 2015 - 16:16

Íslenska heilbrigðisþjónustan, var hún of dýru verði keypt?

Undanfarna mánuði hefur glöggt komið í ljós, að ríkið er ekki tilbúið að borga nema lágmarkslaun til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, samanborið við sambærilega menntun og ábyrgð á hinum frjálsa vinnumarkaði og erlendis. Vaxandi áhugi virðist hinsvegar á einkarekstri og sem skaffað getur starfsmönnum betri laun, jafnvel arðgreiðslur af rekstri heilbrigðisþjónustu. Fjárfestar, m.a. lífeyrissjóðirnir, virðast líka spenntir […]

Fimmtudagur 04.06 2015 - 12:28

Já, svínslegt heilbrigði Baktus bróðir

Svo vill til að ég á sæti í Sóttvarnaráði ríkisins. Sem betur fer hefur starfsemi ráðsins verið fyrst og fremst ráðgefandi fyrir stjórnvöld og Sóttvarnarlækni sem snýr að smitnæmum sjúkdómum. Varnir þannig m.a. gegn alvarlegum veiru- og bakteríusjúkdómunum, með alm. eftirliti, bólusetningum og öðrum meðferðum. Líka hvernig verja megi landið betur fyrir gömlum farsóttum, eins […]

Laugardagur 30.05 2015 - 17:44

Rauðu augun, ofnæmið og umferðaöryggið

Þegar þú mætir rauðeygðum sljóum ökumanni í umferðinni, þarf hann ekki endilega að vera ílla sofinn, ölvaður eða undir áhrifum örvandi efna. Þreyta, slæving og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi, eru vanmetin vandamál í þjóðfélaginu og sem valda skertu öryggi á vinnustöðum og í umferðinni, vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þeirra sem í hlut eiga. Áhugaverð […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn