Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Fimmtudagur 05.03 2015 - 12:15

Til „hamingju“ með 100 ára afmælið, CocaCola !!

Í dag heldur Vífilfell upp á 100 ára afmæli kókflöskunnar og hefur keypt moggann handa allri þjóðinni til að lesa í auglýsingaskyni. Sennilega hefur engin „fæða“ haft jafnmikil slæm áhrif á neysluvenjur nútímamannsins og einmitt þessi eini drykkur á sl. öld og sem vissulega er allra drykkur frægastur. Breytir þar engu um þótt „Contour“ CocaCola-flaskan […]

Föstudagur 27.02 2015 - 17:47

Eiga aukaefnin í matvælum þátt í offituvandanum?

Mjög áhugverð grein birtist í vísindatímaritinu Nature 25.2. sl. um hugsanleg tengsl neyslu aukaefna (food additives (E-efnanna)) í matvælum, nánar tiltekið tvíþáttaefnum sem hafa bæði vatns- og fitusækna eiginleika (emulsifiers) og áhrifa til svokallaðrar efnaskiptavillu og offitu. Þessi sápuefni eru mikið notuð í tilbúnar sósur og krem hverskonar, til að fita og vatnskend efni skiljist […]

Föstudagur 20.02 2015 - 13:55

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (seinni hluti)

„Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, heldur einnig hvernig við getum farið rétt með þessi lyf og viðhaldið því […]

Miðvikudagur 18.02 2015 - 22:34

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (fyrri hluti)

Almennt má segja að bólusetningar ásamt smitvörnum og góðu hreinlæti séu bestu varnir okkar gegn smitsjúkdómunum og sem við treystum hvað mest á í heimi okkar með örverunum og sem eru mörg billjón sinnum fleiri en við sjálf og dýrin. Ákveðin lögmál ríkja í þessum heimi eins og öllu öðru sem tilheyrir sameiginlegu lífríki okkar, en sem […]

Þriðjudagur 17.02 2015 - 12:28

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Bólusetningar er helst vörn okkar mannanna fyrir smitsjúkdómum, sem fyrrum voru kallaðir næmir sjúkdómar. Með ónæminu okkar vinna þeir ekki á okkur. Bóluefni við hverskyns smitsjúkdómum eru mestu framfaraspor læknisfræðinnar og sem lengt hefur meðalaldur í þjóðfélögum um marga áratugi. Árleg Inflúensa er oft skæð og hættuleg gömlu fólki og ungum börnum. Því hefur verið […]

Þriðjudagur 27.01 2015 - 12:41

Hvað erum við eiginlega að hugsa varðandi börnin?

Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]

Fimmtudagur 15.01 2015 - 15:51

Þegar litlu skrefin telja mest

Fá vestræn ríki eyða jafn litlu til forvarna og heilsugæslu og Ísland. Heildræna stefnu vantar og heilsugæslan er á fallandi fæti. Reiknað hefur verið út að 68 þúsund góð æviár gætu verið glötuð í dag vegna aðgerðarleysis heilbrigðisyfirvalda sl. ár og endurtekið hefur komið fram í úttekt hjá Guðmundi Löve, framkvæmdastjóra SÍBS. Nú síðast um daginn í […]

Sunnudagur 21.12 2014 - 21:50

Leyndarmálið á Akdamar Island og íslensku Paparnir

Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]

Þriðjudagur 16.12 2014 - 17:19

Eir fyrir öld og heilbrigðismálin í dag

Í dag stöndum við á tímamótum. Hvort heilbrigðiskerfinu sem við höfum þekkt nokkuð vel, verði fórnað og eitthvað allt annað taki við undir formerkjum einkaframtaks og einkavæðingar. Erlent vinnuafl jafnvel í stað íslenskra lækna. Læknismenntun erlendis í stað hér heima, eins og staðreyndin var fyrir rúmri öld. Læknavísindin í raun gjaldfelld eins og við þekkjum þau í dag. […]

Föstudagur 05.12 2014 - 17:47

Snjallsímar, örbylgjur og heilaæxlin

Athyglisverð grein birtist í JAMA, læknatímariti amerísku læknasamtakanna 2011 um möguleg tengsl notkunar snallsíma og heilaæxla og greint var frá á blogginu mínu. Hún sýndi áhrif 50 mínútna notkun farsíma (þráðlausra síma) á heilabörkinn, nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem aukast á þeim stað þar sem rafgeislunin er mest beint undir símanum. Í fyrsta sinn var með vísindalegri […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn