Með nýju stjórnarfrumvarpi sem liggur frammi um breytingar á lögum um almannavarnir, sækist forsætisráðherra nú eftir rétti til aukinna valda og íhlutana á tímum náttúruhamfara í nafni almenningsheilla. Að hann geti hlutast til um mikilvæg málefni, opnað og lokað jafnvel öllu landinu og yfirtekið einkarekstur og byggingar. Jafnvel fjölmiðlana ef því er að skipta. Einkennilegast er […]
Með fyrirsögninni er ég ekki að gagnrýna skuldaleiðréttinguna sem hana fengu og sem eru nú glaðir með að getað þegið fyrir sig og sína. Hér á við hvað við sjálf getum gert best í dag til að varðveita heilsuna og þegar útséð verður um hjálp og sem við teljum svo sjálfsagða í dag í heilbrigðiskerfinu […]
Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku. Þar sem afar fallegt er […]
Í tilefni af árangurlausum samningaviðræðum við ríkið um kjör lækna sem komnir eru í verkfall, svo og þeirrar staðreyndar að ég verð að standa vaktina mína á Slysadeildinni í kvöld, endurbirti ég hér rúmlega 3 ára gamla bloggfærslu um stöðuna sem ríkt hefur lengi í launamálum lækna. Beinharður samanburður hvað hlutirnir kosta í dag, eftir […]
Nú að hausti megum við búa daglangt við gosmengun víða um land og enginn veit hver þróunin verður í meiri eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu. Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna, þótt vesöldin hafi þá verið mikið meiri. Bólusótt (stórabóla) lá afar […]
Eitt af því sem maður hefur átt síst von á, er að komast á stað sem sagan segir að tengist upphafi mannkynssögunnar og margar frásagnir eru af fyrir utan Biblíuna, m.a. hjá hinum fornu Súmerum, Babýloníumönnum, Alssýringum og í Gilgameshkviðum Mesópótamíumanna. Fornminjum sem tengjast sögum um mesta hamfaraflóð veraldasögunnar og sem er sennilega afleiðing […]
Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]
Nú er heldur betur farið að hvessa, enda haustið löngu komið. Alzheimer heilahrörnunarsjúkdómurinn er hins vegar mjög alvarlegur sjúkdómur sem veldur ótimabærri heilabilun hjá fólki, oft á besta aldri (frá um 50 ára) og er sá sjúkdómur sem flestir hræðast hvað mest í nútíma samfélagi. Á Íslandi er sjúkdómurinn 3. algengastur meðal OECD ríkjanna í […]
Hvað hafa þessi orð ekki hljómað oft Í fjölmiðlunum og þingsal Alþingis sl. sólarhring frá þingmönnum sem standa að baki ríkisstjórninni, ekki síst ráðherrum hennar. Hér eiga þeir við aukin ríkisútgjöld á komandi ári vegna vænkandi hags ríkisins og hagvaxtar Íslenska hagkerfisins. Fjötíu milljarðar til handa almenningi í allkyns gylliformum, en þar sem hagur þeirra […]
Í dag verða ný fjárlög kynnt. Undirritaður getur ekki sagst bíða spenntur eftir að heyra um hlut Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í ár, frekar en mörg undanfarin ár, og sem hefur endalaust þurft að spara og skera niður. Væntingarnar eru einfaldlega engar í ár. Laun lækna hafa t.d. ekki enn verið leiðrétt að fullu síðan þau […]