Föstudagur 05.12.2014 - 17:47 - FB ummæli ()

Snjallsímar, örbylgjur og heilaæxlin

Volkow_JAMA_300x225

Rafræn áhrif á heilbörk eftir 50 mínútna farsímanotkun (vinstra meginn í heilanum) og aukinn sykurefnaskipti sem sýnd eru með ísótópaskanni á samsvarandi stað á myndin til vinstri

Athyglisverð grein birtist í JAMA, læknatímariti amerísku læknasamtakanna 2011 um möguleg tengsl notkunar snallsíma og heilaæxla og greint var frá á blogginu mínu. Hún sýndi áhrif 50 mínútna notkun farsíma (þráðlausra síma) á heilabörkinn, nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem aukast á þeim stað þar sem rafgeislunin er mest beint undir símanum. Í fyrsta sinn var með vísindalegri rannsókn sýnt fram á marktæk mælanleg áhrif á efnaskiptin í heilaberkinum af völdum farsíma (snjallsíma), en áður hafði í nokkur ár eins og reyndar enn er verið miklar vangaveltur um mögulega áhættu á myndun heilaæxla tengt mikilli notkun þráðlausra síma.

Í nýrri sænskri rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Pathophysiology fyrir rúmlega mánuði síðan er greint frá allt að þrefaldri áhættu á að fá algengasta heilaæxlið (glioma) með notkun þráðlausra síma yfir 25 ára tímabil og eins með notkun fyrir 20 ára aldur. Áhættan virtist einnig tengd hversu mikil dagleg notkun er fyrir alla aldurshópa í klukkustundum talið.

Aðalhöfundur greinarinnar, Dr Hardell útskýrir að börn og unglingar séu útsettari fyrir möguleg skaðleg áhrif örbylgja (radiofrequency electromagnetic fields (RF-EMF)) en fullorðnir þar sem höfuðbeinin eru þynnri og heilinn minni með þá meiri leiðni inn í heilavef. Heilinn sé auk þess ennþá að þroskast mikið til tvítugs og þannig viðkvæmari en síðar. Ráðleggja ætti því foreldrum barna takmarkaða notkun snjallsíma og önnur raftæki nálægt höfðinu. Enginn, og allra síst börn, ættu t.d. að sofa með snjállsímann við eyrað á koddanum yfir nóttina.

ulfarsfell

Afgirt svæði nú á toppi Úlfarsfells vegna geislunar

Almennt er öll geilslun talin varasöm í miklu eða endurteknu magni. Forðast á t.d að útsetja einstaklinga fyrir óþarfa röntgengeislun með endurteknum röntgenmyndatökum, óþarfa sneiðmyndatöku eða gegnumlýsingu. Sérstaklega á þetta við yfir viðkvæm líffæri eins og heilann. Fróðlegt væri líka að vita um magn örbylgjumengunar við notkun þráðlausra beina á heimilum landsins og í leikskólunum. Eins kringum örbylgjuloftnetin okkar á húsunum og stóru endurvarpsmöstrin eins og á Úlfarsfelli sem nú er nýlega búið að girða af vegna mögulegra geislunar.

http://m.cancer.gov/topics/factsheets/cellphones

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn