Föstudagur 24.06.2011 - 00:29 - FB ummæli ()

Eru farsímar hættulegir?

Rafræn áhrif á heilbörk eftir 50 mínútna farsímanotkun (vinstra meginn í heilanum) og aukinn sykurefnaskipti sem sýnd eru með ísótópaskanni á samsvarandi stað á myndin til vinstri

Margt kemur á óvart í læknisfræðinni og aldrei skyldi maður blása á getgátur sem lengi hafa verið uppi um hugsanleg áhrif raftækja á heilabúið okkar, harða diskinn og vinnsluminnið ef svo má segja í tölvulíkingu. En málið er að við erum ekki raftæki, heldur lifandi verur með viðkvæmar frumur og litninga sem verða stöðugt fyrir áhrifum af umhverfi okkar og geislun hverskonar. Sífellt eyðum við meiri og meiri tíma í rafræn samskipti okkar á milli og erum auk þess mikið innan um allskonar rafmagnstæki, svo sjálfsagt er rétt að fara að huga að öryggismörkum okkar sjálfra hvað þetta allt áhrærir.

Athyglisverð grein er í nýjasta hefti JAMA, læknatímariti amerísku læknasamtakanna. Hún fjallar um áhrif 50 mínútna notkun farsíma á heilabörkinn, nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem eru aukin á þeim stað þar sem rafgeislunin er mest undir símanum. Nú er í fyrsta sinn sýnt með vísindalegri rannsók að það eru marktæk mælanleg áhrif á efnaskiptin í heilaberkinum af völdum farsíma en í nokkur ár hafa verið vangaveltur um hættu á myndun æxlis í heila, tengt mikilli farsímanotkun. Rannsóknin nú þótt hún sé ekki stór, sýnir mælanleg áhrif sem hugsanlega getur valdið frekari breytingum í heilaberkinum með endurtekinni mikilli notkun og sem styður þá tilgátu um hugsanleg tengsl við hættu á æxlismyndun síðar.

Ekki síst þarf að hafa áhyggjur af hugsanlegum áhrifum á heilabörk barna og unglinga sem er að taka miklum þroskabreytingum, enda nota þau farsíma mikið og í vaxandi mæli. Rannsakendur mæla eindregið með notkun handfrjáls búnaðar til að komast megi hjá hugsanlegri áhættu, ekki síst fyrir þá sem nota farsímana mikið. Full ástæða er að rannsaka tengslin nánar enda nota flestir farsíma daglega, í meira eða minna mæli. Rafútgeislun farsíma er þó mismunandi eftir tegundum og sem hlýtur að hafa áhrif á kaupendur í náinni framtíð. (nánari frétt á Medscape.com)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn