Á ferðalögum á framandi slóðum er fátt hjartnæmara en að kynnast íbúunum, högum þeirra og daglegri lífsbaráttu. Menningararfinum og sögu, tengt heimspólitíkinni og sem gefur tilfinningunum oft lausan tauminn. Jafnvel bakgrunni okkar sjálfra og menningu, töfraspegill sem töfrað getur þá fram endurminningar og gefið þeim nýtt og öðruvísi líf. Síðastliðið sumar fór ég […]
Sl. sumar fórum við í íslenska ferðahópnum Fjöll og firnindi í ferðalag til Tyrklands með það að aðalmarkmiði að ganga á hið fornfræga fjall Ararat í austurhluta Tyrklands, rétt við landamæri Írans og ekki langt frá landamærum Armeníu. Við dvöldumst í hæðaraðlögun í nokkra daga í landamærabænum Dogubayazit og nýttum tímann vel. Fórum m.a. í dagsferðir […]
Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]
Eitt af því sem maður hefur átt síst von á, er að komast á stað sem sagan segir að tengist upphafi mannkynssögunnar og margar frásagnir eru af fyrir utan Biblíuna, m.a. hjá hinum fornu Súmerum, Babýloníumönnum, Alssýringum og í Gilgameshkviðum Mesópótamíumanna. Fornminjum sem tengjast sögum um mesta hamfaraflóð veraldasögunnar og sem er sennilega afleiðing […]
Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]
Þessa mynd tók ég á morgungöngunni minni í morgun, áður en ég mætti til vinnu, og þegar ég lét hugann reika og dásamaði útsýnið og hreinleikann í loftinu. Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans í […]
Fá myndbönd hafa slegið jafn rækilega í gegn um þessi jól og jólalagið, Jólin eru að koma, í flutningi krakkanna í barnaskólanum á Drangsnesi. Sannkölluð jólabörnin í ár. Börnin sem ég ætla að passa vel eins og aðra íbúa á Ströndum þessi jól og ef einhver verður alvarlega veikur. Strax og maður er kominn norður […]
Í dag er í tísku að ungt fólk fá sér húðflúr (tattoo), og reyndar alveg upp fyrir miðjan aldur. Heilu handleggirnir eru húðflúraðir í öllum regnbogans litum og munstrum. Jafnvel heilu bökin og bringurnar ásamt flestum öðrum viðkvæmari líkamspörtum. Mikil aukning hefur orðið í að fólk fái sér húðflúr hér á landi á síðustu árum, […]
Göngur á ókunnugum slóðum er mitt uppáhald, ekki síst til að geta séð landið frá nýjum og ólíkum sjónarhól. Þegar tindarnir á fjöllunum reynast upphafið að nýju ævintýri og heimurinn tekur á sig nýjar myndir. Ég man vel daginn 21. júlí 1969 þegar ég var í sveit og fréttir bárust um alla heimsbyggðina að Ameríkani […]
„Huang Nubo sagði við Bloomberg fréttaveituna í morgun að hann ætlaðist til þess að búið verði að undirrita leigusamninga um Grímsstaði á Fjöllum við sveitarfélög á Norðurlandi í október. Hann mun borga tæpan milljarð króna fyrir leigu til 40 ára, en samningurinn gerir ráð fyrir framlengingu til 40 ára. Einnig kom fram í máli Huangs […]