Laugardagur 16.02.2013 - 11:51 - FB ummæli ()

Íslenskt, já en ekki hvað!

Þessa mynd tók ég á morgungöngunni minni í morgun, áður en ég mætti til vinnu, og þegar ég lét hugann reika og dásamaði útsýnið og hreinleikann í loftinu. Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim  trúnaðarbresti sem hefur orðið á  milli matvælaframleiðenda og neytandans í Evrópu. Meðal tuga stórfyrirtækja sem telja að þeir geti boðið börnunum okkar, og jafnvel okkur sjálfum, hvað sem er og ég hef verið að skrifa um í síðustu pistlum. Hráefni úr liggur við sjálfdauðum hrossum sem fáir vita deili á og sem geta innihaldið allskonar skaðleg efni og lyf, fyrir utan möguleg smitefni, enda allt án nægjanlegs eftirlits.

Í dag er maður þannig þakklátur að eiga minna, en geta keypt miklu betri og öruggari matvöru sem framleidd er hér heima og sem staðist hefur og gott betur, allar öryggiskröfur hingað til. Og hvað veit maður um allskonar annað svínarí í öðrum matvörum í þessum evrópska bransa sem virðist hafa verið svo eftirlitslítill. Allskonar mengun við framleiðslu og önnur hættuleg efni í öðrum kjötvörum?

Áður hef ég oft rætt um hvað er mikilvægt að vanda sig í fæðuvalinu, og um íslenska fiskinn, lambakjötið og grænmetið, svo það helsta sé nefnt. Í dag ekki spurning, íslenskt á diskinn minn, og hugsum okkar gang hvað þessi málefni varðar þegar við horfum meir til EB landanna á næstu misserum og við hvað ástand þeir búa samanborið við okkur. Hvar er öryggi okkar markaða best borgið að lokum, og hvers virði er heilsan okkur í dag?

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/02/14/pip-gel-og-comi-gel-ogedin/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/06/11/verstu-martradirnar/

http://www.guardian.co.uk/uk/2013/feb/16/horsemeat-scandal-victor-bout-firms

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2013/feb/17/horsemeat-scandal-is-tory-party-crisis

Fleiri áhugaverðir nýlegri tenglar tengt efninu:

http://politiken.dk/udland/ECE1900332/foedevareskandaler-er-hverdag-i-kina/
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/avatarkjot-chillihneykslid-og-mjolkurduftshneykslid

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2013/feb/17/horsemeat-scandal-supermarkets-food-supply
http://m.nzherald.co.nz/world/news/article.cfm?c_id=2&objectid=10866034

http://www.telegraph.co.uk/earth/agriculture/food/9876353/Iceland-boss-defends-supermarkets-over-horsemeat-scandal.html

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn