Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 20.10 2014 - 17:16

Ákvörðunin um nýjan Landspítala árið 1900 (Eir VIII)

Alltaf er gaman að velta fyrir sér sögunni um uppbyggingu heilbrigðiþjónustu þjóðarinnar, enda virðist sagan endurtaka sig á furðulegustu sviðum. Tímarit alþýðunnar um heilbrigðismál, Eir, var gefið út af nokkrum læknum á tveggja ára tímabil um aldamótin 1900. Um hugsjónaútgáfu var að ræða enda mikil þörf á fræðslu um sjúkdóma sem þá ríktu og nauðsynlegar sóttvarnir […]

Föstudagur 17.10 2014 - 12:10

Gosmóðan og bólgustormarnir í vetur

  Nú að hausti megum við búa daglangt við gosmengun víða um land og enginn veit hver þróunin verður í meiri eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu. Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna, þótt vesöldin hafi þá verið mikið meiri. Bólusótt (stórabóla) lá afar […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 15:54

Gangan á Ararat og reiði guðanna

Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]

Miðvikudagur 24.09 2014 - 14:58

Læknaskorturinn og verðmætamatið á Íslandi í dag

Þegar umræða um heilbrigðismál og lækna er farin að snúast um bráðabirgðalausnir í útflutningsgámum á sjálfri Landspítalalóðinni, á sama tíma og hundruð lækna flýja sjálfir nauðviljugir landið til að geta staðið í skilum með námslánin sín og skaffað húsaskjól fyrir fjölskylduna, er mikilvægt að staldra aðeins við og horfa um öxl. Hvað þurfa ópin annars […]

Þriðjudagur 09.09 2014 - 12:22

Heilsugæsla undir ríkisálögum

Í dag verða ný fjárlög kynnt. Undirritaður getur ekki sagst bíða spenntur eftir að heyra um hlut Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í ár, frekar en mörg undanfarin ár, og sem hefur endalaust þurft að spara og skera niður. Væntingarnar eru einfaldlega engar í ár. Laun lækna hafa t.d. ekki enn verið leiðrétt að fullu síðan þau […]

Fimmtudagur 04.09 2014 - 18:31

Fingurmeinin okkar í þá daga (Eir V)

Í framhaldi af síðsta pistli um ofnotkun sýklayfja hér á landi um árabil, oft vegna veirusýkinga þar sem sýklalyf virka auðvitað alls ekki neitt og þróun vaxandi sýklalyfjaónæmis, langar mig að endurrita pistil af DV blogginu mínu í vor í greinaflokknum Eir, um heilbrigðisástandið eins og það var hér á landi fyrir rúmlega öld síðan, samanborið í […]

Föstudagur 28.03 2014 - 21:57

Þau tala náið hvort við annað, en hvað gerum við sjálf?

Stórkostlega aukin vitneskja hefur skapast á skilning mannsins á samspili líkamsfrumanna og örvera (The human microbiome), í okkur og á. Okkar nánasta nærumhverfi og sem tengist heilsunni, ekkert síður en næringin. Gen í örverum sem eru tíu sinnum fleiri en frumur líkamans og geta deilt ólíkum upplýsingum í samspili með okkar eigin erfðaefni og hjálpað […]

Fimmtudagur 27.03 2014 - 13:53

Hvað ræður eiginlega för?

Vegna umræðunnar í dag um yfirfullan háskólaspítala LSH og tilvísanir forráðamanna í heilsugæslu sem er að molna á höfuðborgarsvæðinu, og til spítala úti á landi, vil ég endurbirta grein sem ég skrifaði sl. haust, enda sjá menn nú kannski betur í hvað stefndi. „Í umræðunni nú um að heilbrigðiskerfið sé að molna, virðast margir halda […]

Fimmtudagur 20.03 2014 - 16:20

Eitt algengasta krabbameinið okkar er kynsjúkdómur

Nú í mottumars, átaks Krabbameinsfélags Íslands um eigin árvekni gegn krabbameinum, er rétt að rifja upp að eitt algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum tengist kynsjúkdómi og smiti HPV (Human Papilloma Virus) veirunnar. Um er að ræða krabbamein oft hjá ungu fólki, í leghálsi kvenna og hálsi, koki og endaþarmi, meira hjá körlum. Nú er svo komið […]

Þriðjudagur 18.03 2014 - 14:10

PSA og kembileit að blöðruhálskirtilskrabbameini

Í mottumarsinum í ár, eins og í marsmánuði sl. fjögur ár eru karlmenn hvattir til að sýna sérstaka árvekni vegna krabbameina sem allt að þriðjungur þeirra fær að lokum. Þeir þá hvattir til að þreifa eistun, þar sem eitt algengasta krabbameinið getur fundist tímanlega, en vera í raun alltaf vel vakandi gagnvart öllum nýjum sjúkdómseinkennum. Ekkert síður frá […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn