Nú eftir langa og rigningasama fríhelgi flestra landsmanna, flyst starfsemi Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í gömlu Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg og starfsemin um leið sameinuð undir einum hatti Landlæknisembættisins. Það verður ánægjulegt að sjá nýjar rætur heilbrigðisvísinda skjóta föstum rótum með þeim gömlu í þessu húsi. Í húsi sem var vagga heilsugæslunnar í landinu og hýsti miðstöð sóttvarna, heilsuverndar ungbarna […]
Undanfarna mánuði hefur verið mikið rætt um vaxandi álag á Bráðaþjónustu Landspítala háskólasjúkrahús (LSH), minnkandi aðgengi að sérfræðiþjónustu hverskonar og aukna lyfjanotkun landans. Minna hefur farið fyrir umræðu um mikinn og alvarlegan skort á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu um áraraðir og takmarkaðan aðgang að heilsugæsluþjónustu, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að veita grunnþjónustuna. Eins nú vaxandi atgerfisflótta […]
Einn daginn í vikunni var eitthvað svo allt öðruvísi í móunum mínum heima. Allt svo hljótt sem minnti mig helst á kyrrðina sem er svo algeng seint á kvöldin á veturna, í froststillum þegar himininn er líka heiðskýr í tunglskininu, en bara svartur. En nú var sólin hins vegar hátt yfir heiði og allt átti að vera […]
Sumt viljum við ekki vita af eða tala um vegna þess að það er svo óþægilegt fyrir okkur og aðra eða þá vegna einhvers sem að við skömmumst okkar svo mikið fyrir. Annað sjáum við einfaldlega ekki af því erum blinduð af eigin ágætum. Athafnir sem því miður eru allt of algengar í stjórn heilbrigðismála. […]
Nokkur umræða hefur verið um hættuástand á Slysa- og bráðamóttöku LSH vegna of mikils vinnuálags á starfsfólk og álagið stundum skilgreint „rautt“ sem er hættuástand eða „svart“ sem er glundroðastigið og ætti helst ekki að geta orðið nema hugsanlega við alvarlegar hamfarir. Ábendingar hafa að sama tilefni borist frá talsmanni ungra lækna um óeðlilega mikið vinnuálag […]
Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og […]
Nú um hásumarið er fuglalífið í algleymingi. Eins og nýr heimur úti í móa og ný vídd til að njóta. Öll hljóðin og söngurinn sem litast af gleðinni, en líka baráttu lífsins. Allt hljóð og líf sem fær mann til að hugsa hlutina aðeins öðruvísi. Áður en allt verður þögult aftur á löngum vetrarnóttum. Það er […]
Hvað skyldi Jón Sigurðsson hafa hugsað á 200 ára afmæli sínu í dag, ef hann væri á lífi? Á sama tíma og margir hugsa nú heim til Frónar eins og honum var tamt að gera við svipaðar aðstæður í hálfgerðri útlegð, enda mörgum ekki vært að dveljast heima lengur. Eins og í fjarlægri draumsýn, en samt […]
Stundum er lífið sjálft eins og besta skáldsaga. Tveir amerískir læknar hafa gerst þekktir spennusagnarithöfundar og nýta sér þar vel læknisþekkinguna, ekki síst í samskiptum við lyfja- og matvælaiðnaðinn. Sumar sögurnar eru lýginni líkust og mjög í anda vísindaskáldsagna þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, á meðan aðrar eru eins og verstu martraðir tengdar veikindum og óheppni […]
Í Læknadeildinni í gamla daga var manni kennt ýmislegt um sérstöðu heilsuþátta íslensku þjóðarinnar. Gul augu var manni kennt að væir helst tengt ungbarnagulu, stíflugulu eða einkenni bráðrar lifrarbólgu (hepatitits), oftast af meinlausari lifrarbólgu A í tímabundnum veikindum og fyrri matarsýkingu. Nú eru tímarnir hins vagar allt aðrir og vaxandi fjöldi sjúklinga fá króníska lifrarbólgu […]