Þriðjudagur 19.04.2016 - 10:22 - Lokað fyrir ummæli

Rök konungssinna

Rök Ólafs Ragnars fyrir áframhaldandi setu á Bessastöðum eru rök konungssinna. Krafan um festu, ábyrgð, skyldur og reynslu byggða á tengingum við fortíðina eru allt rök sem eru ofaná í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þessi rök eiga fyllilega rétt á sér, en þá þarf umgjörðin að passa.

Íslenska þjóðhöfðingaembættið á meira skylt við konungsembætti frá síðustu öld, en nútíma forsetaembætti lýðveldis. Rök Ólafs Ragnars passa vel inn í þessa gömlu skilgreiningu á embættinu. En ef þetta er það sem þjóðin vill, er þá ekki eðlilegra að kalla hlutina réttum nöfnum?

Ákall þjóðarinnar um áframhaldandi setu Ólafs Ragnars verður vart túlkað á annan veg en að Íslendingar sakni Konungsríkisins Íslands. Voru sambandsslitin við Dani þá mistök?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur