Þriðjudagur 22.11.2011 - 13:41 - FB ummæli ()

Neysla orkudrykkja getur aukið ofbeldi

Ný rannsókn sem birtist í síðasta mánuði í Injury Prevention og sem fjallað er um í dag á MedScape sýnir að neysla svokallaðra orkudrykkja og sem nýlega hefur verið til umræðu hér á landi vegna mikillar sölu, eykur á ofbeldishneigð ekkert síður en áfengi. Rannsóknin var gerð í Boston árið 2008 og leitað var upplýsinga frá 2725 menntaskólanemum. Svarhlutfallið var 69% . Um 30% höfðu neytt að minnsta kosti 5 skammta (dósa) sl. viku. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir öðrum þáttum sem áhrif voru taldir geta geta haft á hegðun, sýndi neysla orkudrykkja (5 dósir eða meira í viku) fram á 9-15% auknar líkur á ofbeldistilvikum.

Ýmsar aðrar athyglisverðar niðurstöður fengust úr rannsókninni. Þeir sem neyta oft orkudrykkja eru líklegri til að hafa sleppt kvöldverði með fjölskyldunni og þeir eru líka líklegri að neyta áfengis og tóbaks. Eins að sofa minna en 6 klukkustundir á sólarhring.

Vitað er að svefn-, kvíða- og verkjalyf orsaka margfalt fleiri umferðaslys en áfengi í Bretlandi og Bandaríkjunum. En hvað með með orkudrykkina og þeirra þátt þeirra í umferðarslysunum og þegar oft bráðræðislegar ákvarðanir eru teknar? Þeirri spurningu svaraði því miður ekki þessi rannsókn.

Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra þegar orkudrykkja er neytt með áfengi eins og við vitum að gerist oft síðla nætur um helgar og viðkomandi er farinn að þreytast. Sem vilja hressa sig við til að geta haldið gleðskapnum áfram, fram undir morgun. Grunur sem vaknar síðan um vegna ástands margra sem þurfa að leita eftir hjálp á Slysa- og bráðamóttökunni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn