Mánudagur 01.10.2012 - 10:17 - FB ummæli ()

Andlitsslæður og bros

Áður en farið er að rekja reynslusögur eftir göngur um fjallaþorp og Atlasfjallgarða í Marokkó, er rétt að átta sig örlítið betur á sögunni og einkennum þjóðarinnar sem þar býr. Sjötíuprósent eru Berbar sem hröktust undan Aröbum á tímum faróanna í Egyptalandi. Til fjalla í Atlasfjallgarðinum og til hrjóstugra landa þar í kring og þurrkar og vatnskortur er oft viðvarandi. Arabaþjóðarbrot frá öðrum löndum sunnan Miðjarahafs réðu þó oftast lögum og lofum og gera enn í stærstu borgum og bæjum. Konungsdæmið í Marokkó er þannig skipað aröbum og þjóðarmálið er arabíska, jafnvel þótt yfir 70% tali berbísku. Þótt margt sé skilt með málískunum, skrifa Berbar frá vinstri til hægri eins og við og táknmálið þeirra sem kemur fram í skrifmálinu, er að sumu leiti skyldara kínversku en arabísku. Reyndar er um 40% ólæsi í landinu, menningu sem má svo sannarlega muna sinn fífil fegri í gömlu Stór-Marokkó í fornöld og þegar marokkóíska stórveldið náði allt til Egyptalands. Í landi sem síðan margar styrjaldir hafa síðan verið háðar gegnum aldirnar og Rómverjar náðu til að mynda undir sig tímabundið, rúmlega hundrað árum fyrir krist.

Miklar framfarir hafa hins vegar orðið í Marokkó sl. áratugi og mikil áhersla er lögð á aukna menntun. Frelsi og réttur einstaklingsins hefur aukist mikið, ekki síst meðal kvenna. Marokkó er enda sú arabaþjóð sem mest sækist eftir vináttu við okkur vesturlandabúa og er eins og hlið mennningar miðausturlanda og Afríku beint til Evrópu. Í landi, þótt að mörgu leiti frumstætt sé á evrópskan mælikvarða, rígheldur í gamlar arabískar hefðir þar sem trúin á kóraninn ræður sennilega hvað mestu.

Eitt af því sem stendur þó mest uppúr varðandi upplifun minna af Marokkó, er hversu vingjarnlegir Berbarnir eru. Fátækt landbúnaðarfólk sem ekki síst vegna trúarinnar leggur mest upp úr fjölskyldugildunum. Að verja fjölskylduna, eiginkonuna, börnin og bústofninn í stað kónga og fursta og þeirra sem eru sömu trúar á kóraninn, Muhamed og Allah, en með minni áherslu á nánustu fjölskyldu. Áherslum sem kemur vel fram í þjóðarbrotsfána Berba sem sést hér að ofan þar sem efra táknið táknar eiginkonuna, en það neðra börnin. Litirnir síðan landbúnað, sólina og vatnið. Grunnurinn sem einkennir hegðun Berbanna. Þar sem heiðarleiki og náungakærleikur er það sjálfsagðasta af öllu og fæstir gætu gert ókunnugum mein sem ekki hafa brotið á hlut hans og hann á ekkert sökótt við.

Í sárri fátækt og miklu atvinnuleysi faðma samt Berbarnir gjarnan hvern annan og jafnvel okkur útlendingana. Því meir sem lengra er liðið frá því þeir hittust síðast. Háttalag sem okkur Íslendingum er sjálsagt að hugsa til vegna vegferðar þjóðar okkar á síðustu árum og flestir hugsuðu bara um sig og sína. Til að mynda eru afréttir til fjalla opin öllum íbúum í nálægum þorpum, sameiginlegri auðlind sem er af skornum skammti en sem er jafnt skipt milli allra enda eru Berbar til sveita hálfhirðingjar. Í landi sem á í raun svo ótrúlega margt sameiginlegt með okkur Íslendingum og við þekktum fyrir ekki svo ýkja löngu síðan. Þegar fólk er rækilega minnt á þau gildi sem samfélagið stendur fyrir, þótt það sé gert með hjálp trúarinnar, með bænahöldum og ávörpum, jafnvel útvörpum með hjálp hátalarakerfa í moskvunum. Þar sem fólk er trúað á samheldnina fyrst og fremst. Nokkuð sem ég upplifði sterkar en nokkuð annað í dvöl minni meðal Marokkóbúa og sumir myndu kalla heilaþvott. Fólk sem faðmaði okkur Íslendina bak og fyrir að leiðarlokum eins og við þá, ekki síst leiðsögumanninn okkar hann Hamid.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn