Heilsuhrun þjóðar er mun alvarlegra hrun en efnahagshrun og sem mesta athygli hefur fengið hér á landi sl. ár. Annað hrun sem margt bendir til að við séum að stefna hraðbyr inn í þótt öll viðvörunarljós blikki eins og áður. Þegar algengustu sjúkdómarnir varða síðan sífellt algengari meðal þeirra sem yngri eru og meðlífaldur lækkar í stað þess að hækka.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr, fylgjum við fast á eftir hæla Bandaríkjamanna hvað þróun í ofþyngd og offitu í þjóðfélaginu varðar og myndin hér til hliðar sýnir vel sl. 20 ár. Vísbendingar að nýrri ógn sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Offitufaraldri sem er álitið mesta mein 21. aldarinnar af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) í hinum vestræna heimi. Heimsfaraldur sem stefnir heilbrigðiskerfum víða um heim að verða ofviða, a.m.k. í þeirri mynd sem við þekkjum heilbrigðiskerfið okkar í dag á Íslandi.
Offita er gjarnan skilgreind við BMI > 30. Í dag eru fleiri þannig allt of feitir en sem haldast í kjörþyngd og sem er aðeins um 20% þjóðarinnar. Allir þar á milli þannig líka of þungir. Offitan og ofþyngdin tengist síðan flestum sjúkdómum nútímans, á einn eða annan hátt, og sem nær daglega berast nýjar fréttir af.
Offita er líka nátengd sykursýkisfaraldrinum og sem þegar er farinn að skella á þjóðinni af fullum þunga. Í dag stefnir þannig um fjórðungur 65 ára og eldri í að fá fullorðinssykursýki, diabetes mellitus typu 2, og stór hluti ófrískra kvenna meðgöngusykursýki (5-10%). Þegar blóðsykur á meðgöngu er hækkaður og sem orsakað getur fósturskemmdir og eykur líkur á ofþyngd og sykursýki nýfæddra barna og þannig komandi kynslóða sem erfa eiga landið.
Önnur sykursýki, sjúkleg fíkn í hvítan sykur er reyndar oftast rót og grunnur offitunnar. Hvítum sykri sem Íslendingar neyta meira af en nokkur önnur Norðurlandaþjóð og segja má að sé algengasta fíkniefni okkar tíma. Hættulegt fíkniefni sem finnst ekki síst í sykruðum drykkjum sem eykur enn meir á alla matarfíkn. Löngu er tímabært að allir leggist á eitt til að mæta vandanum. Skert sykurneysla er fyrsta skrefið hjá öllum, ekki síst meðal barna. Þar er ábyrgðin mest hjá foreldrunum og skólunum og miklu meiri fræðslu vantar. Stjórnvöld eiga síðan að eiga næstu skrefin með bættri manneldisstjórnun og aðgerðum sem duga til að bæta fæðuvenjur okkar allra og aðgengi að ódýrum og hollum mat, alla daga.
http://www.cdc.gov/obesity/data/adult.html
http://www.dv.is/lifsstill/2012/10/15/yngra-folk-faer-heilablodfall/