Fimmtudagur 22.08.2013 - 20:21 - FB ummæli ()

Hættulegt sveppalyf í umferð

75914a191d-380x230_oÍ dag fékk ég sent bréf um hættulegar aukaverkanir af sveppalyfi sem hefur verið talsvert notað hér á landi, m.a. geng sveppasýkingum í tánöglum. Um er að ræða lyfið Fungoral (ketokonazol) sem Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA hefur stórlega varað við vegna eiturverkana á lifur. Lagt er til að markaðsleyfi á lyfinu verði lagt niður innan EES landanna. Eindregið er ráðlagt að endurnýja ekki þessi lyf til inntöku geng sveppasýkingum (sem oft er á fjölnota lyfseðlum) og þess í stað að endurmeta nauðsyn lyfjmeðferðar m.t.t. annarra lyfja og sem gætu þá hugsanlega komið í staðinn. Ekki er mælt gegn staðbundinni meðferð ketokonazol í kremformi eða sem sápu gegn húðsveppasýkingu og sem reyndar er algengasta lyfið sem notað er gegn flösu og sveppasýkingu í hársverði hér á landi.

Tilmæli EMA um niðurfellingu á markaðsleyfi ketokonazol í inntökuformi byggist á ítarlegum gögnum og rannsóknum, auk góðs aðgengis að öðrum sveppalyfjum sem nota má í staðinn með minni aukaverkunum. Greint hefur verið frá hættulegum eiturverkunum ketokonazol á lifur, þ.m.t. lifrarbólgu, skorpulifur og loks lifrabilunar sem leitt getur til þörf á lifrarígræðslu eða valdið dauða. Eiturverkanir komu yfirleitt fram 1-6 mánuðum eftir upphaf meðferðar á ráðlögðum 200 mg dagskammti. Þótt hugsanlegar eiturverkanir á lifur séu einnig þekkt áhrif annarra sveppalyfja (í flokki annarra ergosterol hemjara eins og t.d. terbinafinum (Lamisl)), er tíðnin og alvarleiki eiturverkana svokallaðra azol-lyfja sem ketokonazol tilheyrir, talin mun meiri. Varað er engu að síður við hugsanlegum milliverkunum allra þessara sveppalyfja við önnur lyf og áfengi, sem áhrif geta haft á lifrina. Full ástæða er því að vera einnig vel á varðbergi gegn Lamisil langtímameðferð í inntökuformi og sem er mikið notuð meðferð hér á landi.

Tíðni húðsveppasýkinga, ekki síst naglasýkinga hefur aukist mikið síðustu áratugi í hinum vestræna heimi. Kemur þar margt til, ekki síst auðveldari smitleiðir á gólfum og baðstöðum tengt íþróttum og heilsurækt hverskonar. Mikil áhersla er því nú lögð á hreinlætið, betri fótahirðu og hentugri skófatnað, þar sem sveppir þrífast best í langvarandi raka og hita (eins og á fótunum). Oft vantar mikið upp á góða naglahirðu í dag og ekki virðist lengur í tísku að gefa naglahirðusett eins og tíðkaðist gjarnan sem tækifærisgjöf hér á árum áður. Fótasnyrtifræðingar ættu auk þess að fá meira vægi í heilbrigðiskerfinu en þeir hafa í dag og að sveppalyfjanotkun verðri meira takmörkuð til staðbundinnar notkunar eingöngu. Þar fyrir utan er oft mikið auðveldara að losna við illa sýkta nögl hjá lækni, sem svo vex aftur, en leggja á sig margra mánaða dýra inntöku lyfja sem auk þess getur verið lífshættuleg. Vil af þessu tilefni einnig benda á gamla umræðu um sveppafobíu landans í eldri bloggfærslu.

http://www.aafp.org/news-now/health-of-the-public/20130809ketoconazole.html

http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl=pages/news_and_events/news/2013/07/news_detail_001855.jsp&mid=WC0b01ac058004d5c1

http://en.wikipedia.org/wiki/Terbinafine

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn