Klasakokkar (Staphylococcus aureus) valda langflestum sárasýkingum meðal mannfólks og dýra. Þeir eru hluti normalflóru nefsins hjá flestum okkar. Þúsundir einstaklinga þurfa að leita til Bráðadeildar LSH til sýklalyfjagjafar í æð vegna slíkra alvarlegra sýkinga og þar sem við höfum hingað til getað treyst vel á breiðvirkari penicillín (methicillin) með góðum árangri. Fátt hef ég þakkað meira í mínu starfi á bráðamóttökunni sem læknir en yfirleitt góðu næmi klasakokkanna fyrir lyfjunum okkar. Víða erlendis er þessu ekki svona vel farið og þegar penicillín ónæmir klasakokkar (MÓSAR) (ensk. MRSA) eiga í hlut. Hlutfall slíkra sýkinga geta verið tugir prósenta af öllum klasakokkasýkingum á vissum staðbundnum svæðum. Einkum á þetta við um þar sem uppruni sýkinga er í þéttu sambýli og á íþróttastöðum þar sem hreinlæti er ábótavant (á við um allar klasakokkasýkingar t.d. frá gervigrasvöllum og tengt óhreinum íþróttafatnaði).
Einstaka sinnum koma MÓSA sýkingar til kasta okkar á Bráðamóttökunni og þar sem rekja má orsök t.d. þátttöku íþróttafólks og annarra, erlendis frá. Oft greinast þessar sýkingar seint og illa og þegar fyrri lyfjameðferðir hafa brugðist. Alvarlegast er þegar slíkar sýkingar valda blóðeitrunum og sýkja aðskotahluti í líkamanum (t.d. gerviliði og brjósta-implönt). Jafnvel á hjartalokunum sem minnir þá á gigtsóttina til forna og þegar engin sýklalyf voru til. Klasakokkarnir geta enda myndað sýklabú (biofilms) á aðskotahlutum hverskonar sem síðan bíða færis og sérhæfingar til sýklaárásar út um allann líkamann.
Alvarlegustu stofnar MÓSA hafa orðið til í spítalaumhverfinu og eru, það sem kallað er fjölónæmir, ónæmir fyrir ekki aðeins breiðvirkum penicillínlýfjum heldur einnig flestum öðrum flokkum breiðvirkra sýklalyfja. Þeir hafa náð að dreifast til flestra sjúkrahúsa nágrannalandanna sl. áratugi. Spítala-MÓSARNIR hafa samt ekki náð að festa rótum hér heima, en berast af og til með sjúklingum erlendis frá, tengt þá oftast spítalavist erlendis. Meðhöndlun slíkra sjúklinga kallar á mjög dýrar og langar sýklalyfjameðferðir og stranga einangrun viðkomandi innan spítalanna.
Ef einstaklingar leita á Bráðamóttökuna og aðrar sjúkrastofnanir hér á landi og sem dvalist hafa á súkrastofnunum erlendis, ber að leita að smiti MÓSA með sýnatökum úr nefi og hálsi, jafnvel úr endaþarmi. Á meðan beðið er niðurstaðana fyrsta sólarhringinn ber að viðhalda einangrun eins og kostur er. Allir sjá hvaða óhagræði, óþægindi og kostnaður hlýst af þessu sem er þó engan veginn samanburðarhæfur og ef smit verður til annarra sjúklinga og starfsfólks í spítlaumhverfinu.
Samfélags-MÓSAR eru sem betur fer ekki þekktir í okkar almennu manna- og dýraklasakokkaflóru á Íslandi og sýkingar tengdir þeim sem betur fer sjaldséðar hér á landi. Þessu er öðruvísi farið í öðrum löndum þar sem hlutfall slíkra sýkinga getur verið allt að 40% af öllum klasakokkasýkingum. Upphafleg uppspretta slíkra sýkla er að hluta í landbúnaði tengt dýraeldi og kjötrækt og þar sem sýklalyfjanotkun er sumstaðar mikil. Allt að 80% fersk svínakjöts til manneldis hefur þannig mælst smitað af Samfélags-MÓSUM í Danmörku og rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur svínabænda þar bera MÓSA í nefi. Þanning komnir í normalflóruna þeirra og sem smitast geta auðveldlega líka til annarra. Í Danmörku einni greinast um 4000 tilfelli MÓSA-sýkinga/smita á ári hverju (svipað og allar alvarlegar sárasýkngar af öllum toga hér á landi)…
Að flytja inn ferskt kjöt erlendis frá, smitað af sýklalyfjaþolnum flórubakteríum dýrsins sem slátrað hefur verið og beint í kjörborð kaupmannsins er álíka og sérpanta slíkan ófögnuð og ógn við lýðheilsuna í sérútbúnum neytendaumbúðum. Helsta vörn okkar á Íslandi og annar staðar hefur verið að halda sýklalyfjanotkun niðri meðal manna og í landbúnaði, m.a. þá til að auðvelda ekki sýklalyfjþolnum bakteríunum útbreiðslu. Vel hefur tekist til í landbúnaðinum hér á landi þar sem sýklalyfjanotkunin mælist ein sú minnsta í heiminum. Þökk sé líka hreinu landi, vatni og einangrun Íslands í miðju Atlandshafi og þar sem fyrri athuganir sýna að framleiði eina bestu og hreinustu matvöru í heimi. Sýklalyfjanotkun manna hefur hins vegar verið meiri en á hinum Norðurlöndunum og sem því miður greiða þá leið sýklalyfjaþolinna bakteria í flóruna okkar.
Nú ógna markaðslögmálin og auðveldur flutningar á ferskvöru sérstöðu okkar og forskoti á flestar þjóðir. Fyrri rannsókir á öðrum sýklalyfjaónæmum flórubaktetíum, pneumókokkum í öndunarvegi barna fyrir um tveimur ártugum, sýna ótrúlega hraða og mikla útbreiðslu meðal barna (allt að 20%) og háa tíðni alvarlegra sýkinga og sem aðeins var hægt að meðhöndla með sterkustu sýklalyfjum í æð á Barnadeild Hringsins. Snúum nú bökum saman í vörninni gegn m.a. MÓSUNUM með stórbættu eftirliti á allri innfluttri hrávöru (kjöti, eggjum og grænmeti). Látum Samfélags-MÓSANA ekki ráða ferðinni í markaðsherferð verslunar og þjónustu (SVÞ) hér á landi og þá síðar hugsanlega stóraukinni tíðni alvarlegra sárasýkinga vegna MÓSA næstu áratugina. Gróðsjónarmið verslunarinnar þá gegn hugsanlega dýrmætustu hagsmunum neytendanna, lýðheilsunni og þar sem hagsmunir ættu að vera sameiginlegir. Gleymum ekki að landbúnaðarmál og innflutningsmál eru samofin heilbrigðismálunum sem nú eru í forgangi hjá stjórnvöldum, til allrar hamingju.
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1662147/?t=558539903&_t=1511184842.82
http://www.bbl.is/frettir/frettir/erum-ad-taka-rosalega-ahaettu/15246/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/14/serstadan_tapast_med_bakteriunum/