Sunnudagur 22.10.2017 - 12:19 - FB ummæli ()

Þjóðarspegillinn við Hringbraut?

Eitt alvarlegasta dæmi þöggunar í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu varðar staðarval á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut og sem var rætt um á opnum fundi samtaka um betri spítala á betri stað (SBSBS) sl. fimmtudag í Norrænahúsinu sem tekinn var upp. Um stjórnsýslu sem ekki hefur svarað málefnalegri gagnrýni  á endurmati, jafnvel þótt grunnforsendurnar séu brostnar. Um vel upplýsta og ábyrga ákvörðun á dýrustu og flóknustu ríkisframkvæmd Íslandsögunnar og sem stefna nú í að verða jafnvel mestu skipulagsmistök aldarinnar.

Í pallborðsumræðum tóku þátt fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna, Samfylkingar, Pírata, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Framsögu höfðu fulltrúar Nýs Landspítala (Hringbrautarverkefnisins) og SBSBS. Í stuttu máli kom skýrt fram að Miðflokkur, Framsókn, Píratar og Flokkur fólksins vilja þegar í stað nýtt endurmat á áframhaldandi framkvæmdum við Hringbraut og farið verði í að finna framtíðarþjóðarsjúkrahúsinu  betri (besta) stað.

Mikið  vatn hefur runnið til sjávar síðan upphafleg ákvörðun var tekin upp úr aldarmótunum síðustu. Miðbærinn hefur gjörbreyst. Umferðarþunginn hefur aldrei verið meiri og umferðarmannvirkin sem voru meginforsendur jafnvel í síðustu staðarvalsákvörðun árið 2008, vantar algjörlega.

Reykjavíkurflugvöllur sem var önnur meginforsendu staðarvalsins var kippt út 2012. Skorið hefur einnig verið af upphaflegri nýbyggingalóð Landspítalans neðan Hringbrautar og almennar byggingaframkvæmdir þar þegar hafnar. Framkvæmdir sem hafa þá lokað hringnum kringum þröngu Landspítalalóðina og svokölluð neyðarbraut lokað. Síðustu opnu aðflugsleiðinni fyrir sjúkraþyrlur framtíðar að fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð nýja spítalans.

Sérhagsmunir Reykjavíkurborgar og tryggðarbönd stjórnmálaflokkanna hafa fengið að ráðið ferðinni sl. ár, í stað almannahagsmuna og almennrar skynsemi. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn hafa þó séð í hvaða mistök stefndi og að miðbærinn væri þegar sprunginn. Eins hafa verið færð rök fyrir að nýr staður þurfi alls ekki að seinka framkvæmdum, nema ef vera skildi á fyrsta áfanga um 1-2 ár, meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi. Eins upplýsingar um að álíka stór sjúkrahús og heildarframkvæmdir á Hringbraut hljóða upp á, með enduruppgerð eldri húsa, kosti miklu minna á besta stað og mörg dæmi er um á hinum Norðurlöndunum (Danmörku og Noregi). Sem reist eru á opnum og góðum svæðum með tilliti til aðgengis og þjónustu.

Endurteknar skoðanakannanir meðal þjóðarinnar og starfsmanna sýna mikinn stuðning við endurskoðun á verkefninu öllu. Þjóðarhagur hefur þar að auki aldrei verið meiri og ólíku saman að jafna og þegar ákvarðanir voru teknar með síðustu staðarvalsskýrslunni (leyndu skýrslunni svokölluðu), kreppulausninni 2008. Engu breytir þótt vel á 4 milljarðar króna hafa farið í undirbúningsvinnu sl. áratug. Fé sem er jafn glatað og ef heildarframkvæmdir upp á 100 milljarða króna er þegar sokkinn framtíðarkostnaður. Trú Hringbrautarsinna eru auk þess ekki meiri á verkefninu nú en svo, að flestir telja að þegar þurfi að fara að huga að næsta staðarvali. Eins nýtist undirbúningur Hringbrautarverefnisnins vel fyrir framtíðarþjóðarsjúkrahúsið okkar á betri stað og sjúkrahótelið nýja á Hringbraut getur komi að góðum notum sem legudeildarpláss og sárlega vantar!!

Spýta þarf þegar í lófana með endurskoðun framkvæmda og nýju staðarvali fyrir betri spítala áður en sjálfar aðalframkvæmdir hefjast á Hringbrautinni. Eins hraðari fjármögnun á nýju verkefni og sem gæti klárast á næstu 8-10 árum eins og hjá nágrannaþjóðunum með álíka verkefni. Huga þarf hins vegar strax að bráðlausnum næstu árin og sem kalla mest á í dag. Frekari aukningu í leguplássum fyrir aldraða og að bæta mönnunarvandann, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga og daglega eru í fréttum. Eitt af stærstu kosningamálunum nú árið 2017.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn