Raunveruleg ný hættuvá er komin upp gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og mögulega nýjum dýrasmitsjúkdómum sem berast munu til landsins með fersku innflutti kjöti frá Evrópu. Með markmiðum Samtaka verslunarinnar á Íslandi, vegna gróðasjónarmiða en undir formerkjum neytendhagsmuna og „neytendaverndar“, en viðspyrnuleysi Ríkisstjórnar Íslands. Vegna markaðsákvæða ESB landa og EFTA dómstóllinn úrskurðaði sl. vetur að ætti að gilda líka fyrir Ísland, samkvæmt EES samningnum. Regluverk sem er sérsniðið að þegar áunnum vandamálum, s.s. mögulega smiti sýklalyfjaónæmra flórusýkla í dýrum í Evrópu sem smitast getur auðveldlega í þarmaflóru manna, svokallaðra sameiginlegra súnu-baktería (zoonosis).
Sýklalyfjaónæmi súnu-baktería í eldisdýrum erlendis er eingöngu tilkomið vegna mikillar sýklalyfjanotknar í landbúnaði erlendis og þar sem jafnvel úrgangur hverskonar getur mengað vatn sem notað er til vökvunar í akuryrkju og grænmetisræktun. Erfðaefni þessara baktería geta auk þess fluttst til baktería sem finnast eingöngu í jurtaríkunu og þar með í grænmetisræktunina t.d., en síðan aftur í menn eins og nýlega var í fréttum.
Ekkert af þessu hefur þegar átt sér stað í landbúanaðinum á Íslandi og sem kappkostað hefur að nota þar sem minnst af sýklalyfjum. Þjóð sem stendur í því tilliti fremst meðal ríkja heims. Sameiniðuþjóðirnar og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa skilgreint vaxandi sýklalyfjaónæmi meinvaldandi baktería sem eina mestu heilbrigðisógn mannkyns og spyrna þarf gegn með öllum ráðum. Bæði með minni sýklalyfjanotkun í landbúnaði og meðal manna og þar sem við stöndum okkur ekki nærri eins vel.
Íslensk stjórnvöld virðast samt ekki ætla að beita sér með lagasetningu fyrir þessar séríslensku góðu lýðheilsuaðstæður, til varnar smithættunni og að sýklalyfjaónæmar súnur berist til mannfólksins á Íslandi með innfluttu erlendu fersku eldiskjöti og sem alltaf bera með sér ótiltekið magn eftir slátrun. Eins m.t.t. áhættu á mögulegum nýjum dýrasmitsjúkdómum sem borist getur með fersku erlendu sláturkjöti að mati dýralækna og sem við höfum blessunarlega verið að mestu laus við vegna einangrunar landsins gegnum tíðina og öflugum smitsjúkdómavörnum og takmörkunum á innflutningi lifandi dýra erlendis frá. Beita mætti auðvitað sértækum neyðarlögum í þágu smitvarna landsins og lýðheilsusjónarmiða gegn EES ákvæðunum. Aðgerðarleysi í þessum efnum mun hins vegar væntanlega kosta mörg mannslíf og óheyranlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið allt í náinni framtíð.
Massífur innflutningur á sýklalyfjaónæmum súnum mun fljótt festast varanlega í íslensku mannaflórunni. Með innflutningi á sýklalyfjaþolnum súnum á eldhúsborðið og síðan í alla fjölskyldumeðlimi. Svo ekki sé talað um smitið í kjötborði kaupmannsins og ef umbúðir leka. Eftir smit, vikum, mánuðum eða jafnvel árum síðar, bíða mögulega ónæmu súnurnar tækisfæris á að sýkja okkur frá garnaflórunni, þá hugsanlega alvarlegir meinvaldar sem erfitt getur verið að finna rétt sýklalyf gegn (ef þau fyrirfinnast á annað borð og sýkillinn jafnvel fjölónæmur). Og eins ef það verður bara ekki orðið of seint og venjuleg sýklalyf ekki dugað frá byrjun, sóttin ágerist og við jafnvel við dauðans dyr.
Mikil sýklalyfjanotkun og notkun breiðvirkra sýklalyfja meðal manna á Íslandi, einkum barna og gamals fólks, gerir vandann enn erfiðari og flóknari viðureignar. Áskapur vandi sem er sjálfum okkur og skipulagi í heilbrigðiskerfinu um árabil að kenna og sem mun síðan auðvelda útbreiðslu sýklalyfjaónæmu súna. Við höfum þegar mikla reynslu mjög hraðrar útbreiðslu annarra flórubakteríu í öndunarvegi (nefkoki) og sem barst til landsins um árið og sem tengdist ákveðið sýklalyfjanotkun meðal manna og einkum barna og þar sem lungnabólgubakterían (fjölónæmur pneumókokkur) átti í hlut. Þannig að samanlögðu og með algengum innflutningi á sýklalyfjaþolnum súnum til landsins, jafnvel að verði alvarlegra heilbrigðisvandamáli en nágranaþjóðirnar standa frammi fyrir í dag!
Allir, hraust börn jafnt sem fullorðnir, en þó meira þeir sem veikir eru fyrir, eru útsettir fyrir sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra súna. Sérstaklega þeir sem hafa einhverra hluta vegna þurft á sýklalyfjum að halda nýlega og sem gefur þá ónæmum súnustofnunum sem á annað borð hafa tekið sér tekið bólfestu í görn, tækifæri á að “blómstra” á kostnað næmu flórunnar eins og t.d. ESBL colibakteriur. Svipað má segja um MÓSANA í nefinu okkar og síðar í sárasýkingum eða á aðskotahlutum hverskonar. Hér erum við ekki einu sinni að tala um matareitrunarbakteríur eins og Kamphýlóbakter eða Salmonellu sem allir þekkja, en þar sem ákveðnir stofnar geta líka verið sýklalyfjaónæmir erlendis. Allskonar hins vegar oftar alvarlegar algengar sýkingar í okkar viðkvæmustu líffærakerfum og þar sem venjuleg sýklalyf hafa hingað til dugað okkur ágætlega í flestum tilvikum.
Aðgerðirnar nú gætu í samlíkingu gagnvart íslensku jurtaflórunn verið t.d. að ákveðið hefði verið að flytja inn til landsins eitraða lúpínu til jarðvegsbindingar og gegn skordýrum (sem ekki fyrirfinnast á Íslandi) vegna fallegra blóma að mati mið-Evrópubúa og sem fengi síðan að sá sér hömlulaust yfir villtar íslenskar lágjurtir og jafnvel yfir gömlu lúpínubeðin óvinsælu. Um holt og hæðir Íslands. Jafnvel í húsgarða landsmanna að lokum svo ekkert er við ráðið. Dreifu sér auk þess líka í akra og tún bænda með skertum hey- og korngæðum og uppskerubrestum. Óbeislað sjókvíaeldi er landsmönnum þó sennilega hugleiknara dæmi í dag og þar sem nátttúran er ekki látin njóta vafans.
Hér erum við að tala um miklu mikilvægri flóru, nærflóru okkar sjálfra og sem er stór hluti heilbrigðishugtaksins. Inni í okkur og jafnvel á og við viljum hafa sem best áhrif á og stjórna, með lífstíl og góðu mataræði. Á landi sem vegna einangrunar og smitvarna hingað til hefur gefið okkur einstakt forskot á flestar aðrar þjóðir og heilbrigðari landbúnaðarafurðir og þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er nánast hvergi minni í heiminum. Vegna gæða landsins okkar og góðra heilbrigðisaðstæðna hingað til. Næmu bakteríurnar okkar og sem hafa þrifist með okkur nánast óáreittar í þúsund ár og flest sýklalyf duga ennþá á, ef þær gera einhvern óskunda af sér.