Föstudagur 09.11.2018 - 12:37 - FB ummæli ()

Dumb-dumber,-ríkið og borgin, varðandi byggingu nýs þjóðarspítala á Hringbraut

„Miklabraut, stokkur. Samgönguáætlun ríkisins í áfanga 2024-2030 ef samkomulag næst við Reykjavíkurborg um skipulag og kostnað í tengslum við framkvæmdir við Borgarlínu.“ (kostnaður samtals um 150 milljarðar).
„Lagt er til að Miklabraut verði að hluta lögð í stokk á milli Kringlumýrarbrautar (Hafnarfjarðarvegar) og Snorrabrautar (Bústaðavegar) í tengslum við framkvæmdir við Borgarlínu á 2. og 3. tímabili.“ Ekki er búið að ákveða kostnaðarskiptingu milli sveitarfélags og ríkis við slíkar framkvæmdir!!! Ekki er neitt getið um framkvæmdir við Miklubraut í stokk í AR 2010-2030 og enn síður Hlíðargöng, aðeins fyrirhugaða Borgarlínu!!

Forsenda fyrir byggingaframkvæmdum í loka staðsetningavali ríkiskaupa á NLSH á Hringbraut fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins (með áliti Ingu Jónu nefndarinnar svokölluðu 2008) var að nauðsynlegar góðar umferðarsamgöngur væru fyrir hendi sem og öruggur lendingarstaður fyrir sjúkraþyrlur utan sjálfra spítalabygginganna, til að tryggja nauðsynlegt aðgengi að þjóðarsjúkrahúsinu, ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Af landi sem úr lofti. Þessar aðalforsendur ásamt staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sem áttu að vera til staðar þegar spítalinn væri byggður, voru þannig sviknar/kipptar burt bak við tjöldin og þegar Alþingi ákvað 2014 að hefja framkvæmdir við NLSH, með tilliti til nýs aðalskipulags Reykjavíkurborgar AR 2010-2030. Þegar er síðan búið að loka gömlu neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir hafnar við Vatnsmýrina, t.d. á Valslóð og norður enda gömlu flugbrautarinnar og borgaryfirvöld stefna að Reykjavíkurflugvöllur fari síðan allur um 2024!!

Þannig aðalforsendur framkvæmda við þjóðarsjúkrahúsið brostnar, jafnframt öruggri aðkomu sjúkraþyrla að fyrirhuguðum Landspítalaþyrlupalli á 5 hæð nýs rannsóknarhúss (vegna skorts opinna aðflugssvæða fyrir m.a. hugsanlegar nauðlendingar þyrla og bilun verður í vélakosti eða vegna veðurs). Ekkert þannig öryggissvæði fyrir neyðarlendingar þyrlna í aðflugi og í lendingu!!  Ekkert nýtt öryggismat/áhættumat hefur heldur verið gert vegna þessara brostnu forsenda og sem gert var þó ráð fyrir þegar pallurinn var hannaður 2010/2011 og síðan leyfi fengið hjá flugmálayfirvöldum og sem gerðu reyndar að skilyrði að aðeins yrðu notaðar öflugar þyrlur (2-3 mótora) og sem væru þyrlur sem gætu komið sér burt á nærliggjandi lendingarstað ef bilun yrði í einum mótor). Nú eru hins vegar þegar auknar byggingaframkvæmdum allt í kringum spítalann staðreynd og miklu fleiri fyrirhugaðar!!

Öll eru þessi vinnubrögð og áætlunargerðir með ólíkindum hjá stjórnsýslunni og þar sem svínað er á grunnforsendum bráðasjúkrahúsa. Öruggi spítalans og nágrennis og góðu aðgengi fyrir borgarbúa og landið allt, ekki síst mtt. sjúkraflutninga hverskonar. Þetta var  til umræðu með Velferðarnefnd alþingis sem undirritaður sat í fyrradag, 7 nóvember sl. og sem var kallaður til fyrirspurnar nefndarinnar, vegna umfjöllunar á þingsályktunartillögu Miðflokksins um nýtt staðarval þjóðarsjúkrahússins.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn sem sjá um bráðaflutninga með sjúkrabílum í dag hafa af málinu miklar áhyggjur og fulltrúi þeirra eining kallaður til fyrirspurnar á fundinum góða. Landssamtök slökkviliðs- og sjúkraflutninggsmanna hafa þegar sent inn stutta umsögn með þingsályktunartillögu Miðflokksins um að strax verði farið í staðarvalsathugun fyrir nýtt þjóðarsjúkrahúss m.t.t. öruggra sjúkraflutninga og sem ekki eru uppfyllt að óbreyttu á Hringbraut. Þegar hafa komið upp dæmi um óafsakanlegar tafir í forgangsakstri sjúkrabíla á leið til spítalans og þar sem um líf og dauða er að tefla. Fyrirsjáanlegir eru miklir og vaxandi erfiðleikar með þennan akstur og miklar tafir í sjúkraflutningum innan höfuðborgarsvæðisins alls og frá landbyggðinni gegnum borgina. Sérstaklega er nefndar áhyggjur frá Keflavík, tengt mikilli flugumferð þar og miklum fjölda ferðamanna sem þangað koma árlega (2-3 milljónir). Dæmi er um að forgangsakstur þaðan hafi á köflum tafist verulega og verið miklu hægari en æskilegt var, vegna umferðartafa í höfuðborginni sjálfri. Eins hefur slökkviliðsstjóri Akureyrar í umsögn með þingsályktunartillögu Miðflokksins lýst yfir miklum áhyggjum með óöryggið tengt staðsetningu helsta nýja bráðaþjóðarsjúkrahúsi landsins á Hringbraut og ef Reykjavíkurflugvöllur verður síðan látinn víkja.

Ekki hefur þó sérstaklega verið send um umsögn frá starfsfólki LSH vegna mikillar truflunar og ónæðis á framkvæmdatíma næsta áratuginn og heldur ekki vegna fyrirséða lélegra loftgæða og ryks á byggingarsvæði auk hávaðamengunar. Ekki heldur vegna 50.000 ferða með allt að 50 tonna trukkum með grunnefni og sprengiklöpp (um 340.000 tonn) frá byggingarsvæði og til baka og svo annað eins í aðföngum með nýtt byggingarefni síðar gegnum gömlu miðborgina og allir sjá hvaða gífurlegu álagi veldur á vegakerfið. Umferðarþunginn einn er samsvarandi um tæplega 10% aukningu bílaumferðar og sliti á vegakerfi borgarinnar!!

Hér verður ekki rætt frekar um það sem þó talið hefur verið upp endurtekið hjá SBSBS sl. 5 ár. Um margfalt hagstæðari möguleika á að byggja þjóðarsjúkrahúsið allt frá grunni á miklu betri/besta stað, sem og að reka það, í stað nýbyggingar nú á versta stað í gömlu miðborginni við afar þröngar og erfiðar aðstæður strax í 1. áfanga verkefnisins til 2024. Eins með tilliti til mikillar vanáætlunar í kostnaði við endurgerð eldra húsnæðis Landspítalans í 2-3 áfanga byggingaáætlunarinnar, 2024-2035 (um 60.000 fm2 þar sem áætlaður kostnaður á fm2 er 110.000 (flestir reikna með fimm til tíföldu verði). Á svipuðum tíma og framkvæmdir við Borgarlínuna svokölluðu gætu hafist ef af verður og jafnvel Miklubrautarinnar í stokk samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar nú, og öllum fyrirvörum sem þar eru gefnir varðandi kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar.

Öll þessi umferðamannviki seint og um síðir ef af verða geta stefnt í 100-150 milljarða króna kostnað á núvirði og sem er svipuð upphæð og reiknað hefur verið varfærnislega út (af SBSBS) að verði sokkinn kostnaður við Hringbrautaframkvæmdir þegar upp verður staðið. Jafnvel áður en heildarframkvæmdum á Hringbraut líkur, jafnvel strax eftir 1. áfangann (Meðferðarkjarna og rannsóknarhús) og tekinn verður afstaða að velja þjóðarsjúkrahúsi og aðal bráðasjúkrahúsi landsins nýjan og mikið betri stað. Þegar allir sjá augljóslega mestu og dýrustu skipulagsmistök aldarinnar með eigin augum í miðborginni góðu. Mál sem ekki hefur samt mátt ræða og gangrýna í fréttatímum RÚV ohf. (systurhlutafélag NLSH ohf.) sl. hálfan áratug!!!

Sjúkrafluningum með flugi allt of óöruggur stakkur búinn

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn