Undanfarin misseri hefur verið mikið fjallað um þá ógn sem samfélaginu öllu stafar af vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins og sem oft eru sameiginlegar bakteríur í flóru manna og dýra (svokallaðar súnur). Colibakteríur og klasakokkar eru nærtækastar. Vandamálið er víða úti í heimi orðið ískyggilegt og víða orðið erfitt og kostnaðarsamt að meðhöndla venjulegar sýkingar eins og t.d. þvagfærasýkingar og sárasýkingar sem þessar hættulegu flórubakteríur geta valdið. Sett hefur verið í gang mikil og kostnaðarsöm áætlun hjá embætti sóttvarna- og landlæknis vegna þessarar lýðheilsuógnar næstu 5 árin (kostnaðaráætlun samtals um 1.7 milljarður króna). Markmiðið er að fylgjast náið með þróuninni og hvetja um leið til skynsamlegrar sýklalyfjanotkunar meðal manna og dýra. Eins með tilliti til hreinlætis og alm. nánara eftirliti með landbúnaðarvörum. Hvetja til góðra hreinlætisvenja tengt erlendum ferðamönnum (þar með talið WC hreinlæti og aðgát varðandi ófullnægjandi fráveita skolps). Sama á við með ráðleggingar fyrir Íslendinga sem dvalist hafa í löndum þar sem sýklalyfjaónæmar sýkingar eru landlægar. Veruleg áhætta er að þeir geti borið með sér heim sýklalyfjaónæmar colibakteríur. Sú ógn sem sýklalyfjaónæmi veldur í dag var til umfjöllunar á nýlegum Læknadögum í Hörpu einn formiðdaginn. Þar kom fram að áætlað er að heildarkostnaður vegna sýklalyfjaónæmis næsta áratuginn í flestum löndum fari vel yfir kostnað vegna krabbameinsmeðferða og fleiri dauðsföll megi þá rekja til slíkra sýkinga en vegna krabbameina. Áætlað er í dag að allt að 5 milljónir sjúklinga deyi árlega vegna ófullnægjandi sýklalyfjameðferðar tengt sýklalyfjaónæmi. Fleiri en dóu t.d. í heimsfarldri Covid19. Því er til mikils að vinna.
Íslendingar hafa áður kynnst faraldri sýklalyfjaónæmra pneumokokka sem eru algengustu bakteríurnar sem valda hættulegum öndunarfærasýkingum og jafnvel blóðeitrunum. Slíkur fjölónæmur stofn var landlægur hér á landi um aldarmótin síðustu, sennilega upprunin frá Spáni og mikið átak gert til að sporna gegn dreifingu þessara sýkla meðal barna sérsstaklega. Stærsti áhættuþátturinn á að fá þessar bakteríur voru nýlegir sýklalyfjakúrar (antimicrobial pressure og selection á flórunni okkar). Síðar komu bóluefnin okkur til hjálpar og flest börn fá í dag ungbarnabólusetningunum. Eins var mikil hvatning að draga úr ónauðsynlegri sýklalyfjanotkun. Sýklalyfjakúrar geta stokkað upp í flórunni okkar og greiða þá um leið aðstæður fyrir sýklalyfjaónæma stofnum að dafna. Taka sér þannig bólfestu ef hún er á annað borð í umhverfinu, t.d. matvælum með snertismiti. Þetta á sérstklega við um þarmabakteríurnar- colibakteríurnar. Þær sem eru fyrir (okkar flóra) verja okkur þannig á vissan hátt gegn nýrri flóru. Nýir óþekktir stofnar valda einning oft meiri ursla eins og við þekkjum tengt svokölluðum ferðamannaniðurgangi. Varðandi sýklalyfjaónæmið að þá erum við hins vegar að tala oft um erfiðar tilfallandi sýkingar löngu seinna. Eins geta genabútar frá þessum sýklalyfjaónæmu stofnum fluttst til annarra colibakteria og sem þá verða líka sýklalyfjaþolnar (horizonal gene transfer). Afskaplega erfitt getur verið að losna við þessar bakteríur alveg úr líkamanum/görninni ef þær á annað borð berast þangað og þar sem þær geta legið í dvala, mánuðum og árum saman og þótt góða flóran okkar nái að dafna aftur að mestu leiti.
Sömu grunnlögmál gilda með dreifingu flestra sýklalyfjaþolinni baktería og ef þær hafa á annað borð hafa myndast með genabreytiningum einhversstaðar í heiminum. Mest þar sem sýklalyfjanotkuni er mest. Ekki er séð fram á að ný sýklalyf komi á markað sem breytt getur stöðunni ferkar en sl. áratugi. Sl. ár hefur sýklalyfjaónæmum colibakteríum fjölgað mjög, ár frá ári víðast hvar. Líkur eru á að vandinn sé að hluta til a.m.k. tilkominn hér á landi vegna innflutnings á erlendum landbúnaðarvörum, einkum kjöti, en líka grænmeti og þar sem jarðvegur er víða sýktur af þessum ónæmu colibakteríum. Uppsprettuna má að öllum líkindum f.o.f. rekja til landbúnaðar þar sem sýklalyf hafa verið mikið notuð til dýraeldis gegnum tíðina. Óhjákvæmilega smitast þessar sýklalyfjaþolnu coligerlar alltaf eitthvað í sláturkjöt þegar dýrinu er slátrað og jafnvel þótt hreinlætis sé vel gætt við slátrun. Sumir áætla að allt að helmingur sláturkjöts innihaldi eitthvað af súnubakteríum og þá einkum colibakteríum. Þessar bakteríur lifa vel flutninga landa á milli og jafnvel þótt frosið sé. Óhjákvæmilega smitast þessar bakteríur síðan alltaf eitthvað í nærliggjandi kjötvörur, í flutningi og í verslunum. Síðan á hendur okkar og barna t.d. í eldhúsinu heima eða jafnvel úr margnota innkaupapokanum vegna lekra umbúða gegnum tíðina. Hingað til hafa upprunavottorð og eftirlit hjá MAST því miður einskorðast að mestu við matareitrunarbakteríur (kamphylobakter og salmonellu) og sem líka geta verið fjölónæmar fyrir sýklalyfjum.
Þar sem flestar colibakteriur eru ekki matareitrunarbakteríur valda þær oftast ekki sýkingum byrjun eins og áður sagði nema þá etv. tímabundnum ferðamannaniðurgangi og ef colibakteríurnar eru mjög ólíkar okkar eigin. Þær blandast flórunni okkar í görnum. Liggja jafnvel þöglar ásamt öðrum colibakteríum mánuðum og jafnvel árum saman. Einn góðan veðurdag geta þær náð sér á strik og eru þá oft valdandi að algengum þvagfæra eða iðrasýkingum hverskonar. ESBL – (extended spectrum beta-lactamase) er þannig fjölónæm colibakteria, þ.e. ónæm fyrir a.m.k. þremur sýklalyfjaflokkum, sem stöðugt er á uppleið í íslensku samfélagi og veldur miklum aukakostnaði. M.a. endurteknum, erfiðum og dýrum sýklalyfjameðferðum (í allt að 10% blóðsýkinga á Íslandi í dag og sem var mjög sjaldgæfar fyrir áratug). Enn sem komið er hafa ESBL bakteríur lítið smitast í íslensk sláturdýr sem betur fer samkvæmt úttekt MAST 2024 eða um 1.4% (væntanlega frá mönnum eða með fóðri). Stundum geta þessar bakteríur verið nær alónæmar, t.d. svokallaðar CPO colibakteríur/ ESBL-CARBA (carbapenemase producing organisms). Slíkar sýkingar eru jafnvel orðnar þær algengustu í erfiðum blóðsýkingum manna í sumum löndum og sem rekja má upphaflega til landbúnaðar í viðkomandi landi. Sýklalyfjaónæmi fyrir hinum ýmsu einstaka sýklalyfjaflokki er annað vaxandi vandamál og sem tengist sennilega meira okkar eigin sýklalyfjanotkun almennt séð.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Íslendingar hafa verið það lánsamir að hafa getað notað mjög lítið af sýklalyfjum í landbúnaði alla tíð og meðal þess sem nú best gerist í heiminum. Veðurfar, hreint vatna og önnur skilyrði hafa gefið þessi skilyrði auk þess að við höfum ekki notað sýklalyf til að auka sláturþyngd dýra sem víða er gert erlendis (oft í fóður). Það er því virkilega dapurlegt til þess að hugsa að við flytjum nú inn þetta vandamáli nánast tilbúið og óheft bakdyraleiðina til landsins með innflutningi á oft vafasömum erlendum landbúnaðarvörum. A.m.k. án nægjanlegs eftirlits á landamærunum. Þannig í bakgarðana okkar að lokum, garnirnar, og þar sem þessar sýklalyfjaónæmu colibakteríur fá að blómstra og bíða síns tækifæris að valda sýkingum. Samlíkingin er stundum góð við lúpínufaraldurinn um land allt eftir að hafa fengið að berast í skrautgarðana okkar í byrjun, fyrst í þéttbýlinu. Vissulega er lúpínan sem slík ekki „ónæm“ fyrir sýklalyfjum, en samsvörunin er hvernig húr getur rutt öðrum flórugróðri úr vegi. Miklu hættulegra er auðvitað þegar um er að ræða okkar eigin nærflóru. Klasakokkar, MÓSAR geta líka smitast með hráu kjöti og mörg dæmi eru um, m.a. með erlendu svínakjöri. Sú klasakokkabaktería fær stundum kjölfestu í nefinu okkar. Sárasýkingar af þeirra völdum getur verið mjög alvarleg og stunum illmeðhöndlanlegar. Að láta sér síðan detta í hug byggja risa kjötvinnslu inn í miðri íbúðabyggð er óskiljanleg ákvörun skipulagsyfirvalda. Mengunarþættir geta verið mýmargir í nærumhverfinu fyrir utan sálræna heilsuspillingu og vöntunar á fallegu umhverfi og sólarbirtu sem umræðan hefur að mestu snúist um.
Vonandi verður í náinni framtíð miklu meira eftirlit á íslensku landamærunum gagnvart þessum innflutningi á dýra-manna súnum með matvælum. Samtök verslunar og þjónustu hefur samt haft hvað minnstar áhyggjur af þessari lýðheilsuógn sem engu að síður beinist nú að okkur eins og flestum þjóðum. Sérfræðingar sem best þekkja til telja að eigi að verjast eins og hverri annarri náttúruvá. Umræðan hefur varla komist að heldur hjá t.d. RÚV ohf. og sem hefur mestar tekjur af auglýsingum frá samtökum verslunarinnar. Endurtekið þannig blásið á eina mestu lýðheilsuvá samtímans að mati flestra alþjóðlegra heilbrigðisstofna og látið markaðslögmálin ein ráða för. Lítil pólitísk mótstaða var eins t.d. þegar EFTA löggjöfin/dómstólinn var látin ráða á Íslandi 2017 samkvæmt ESB ákvörðunum og venjum. Sameiginlegur markaður landa á milli í Evrópu, án hafta, og í engu litið til sérstöðu Íslands og sem átti svo mikið að verja. vegna legu sinnar og góðs íslensks landbúnaðar. Að fá að halda íslensku nærflórunni sem mest í friði.
https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2023/03/11/thu-uppsker-eins-og-thu-sair/