Föstudagur 30.07.2010 - 07:50 - 5 ummæli

Deilur um öryggi í Hvalfjarðargöngunum

Áður en göngin voru opnuð voru þegar uppi deilur um öryggi í göngunum eins og þessi frétt frá 1997 sýnir:

Eldvarnir í Hvalfjarðargöngum:
Rifist um hver eigi að ráða –
framkvæmdaaðili og Vegagerð viðurkenna ekki lögsögu Brunamálastofnunar


„Við    höfum    vissulega haft áhyggjur, en enn er tími til stefnu,“ segir Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri í samtali við DV um brunavarnir í Hvalfjarðargöngunum. Ágreiningur er milli Brunamálastofnunar og eigenda Hvalfjarðarganganna um hvernig brunavörnum þar verði háttað og á hvern hátt verði staðið að flutningum á eldfimum efnum um göngin, svo sem olíu, bensíni og gasi.

Brunamálastofnun telur að hönnuðir og framkvæmdaaðilar við göngin eigi að þróa brunavarnakerfi og brunaáætlanir fyrir göngin og leggja þær fyrir Brunamálastofnun. Það hefur hins vegar ekki verið gert, engin slík gögn eða teikningar hafa borist stofhuninni. Brunamálasrjóri segir að í því efni sé vissulega ekki öll nótt úti enn.

„Við lítum svo á að þetta eigi að fara hér í gegn, en það eru skiptar skoðanir um það.“ Hann segir að málin eigi eftir að skýrast á næstu mánuðum áður en göngin verða tekin í notkun um um miðjan júlí-mánuð nk.

Guðlaugur Hjörleifsson, verkefnisstjóri Spalar hf. sem borar Hvalfjarðargöngin og mun reka þau, staðfesti að þessi ágreiningur væri uppi. Hann væri um það hvort Vegagerðin hefði lögsögu í öllum málum sem vörðuðu göngin og hönnun þeirra, eins og hverja aðra vegi í landinu, eða hvort aðrar stofhanir hefðu yfir einhverjum einstökum þáttum þeirra að segja, eins og Brunamálastofnun. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið og vísaði á Vegagerðina.

Brunamálastjóri segir aðspurður að ef eldur kæmi upp í flutningafarartæki fyrir eldfim efni inni í göngum eins og Hvalfjarðargöngunum yrðu vart möguleikar á ráða við hann. Spurningin væri fyrst og fremst um það að til væri áætlun um skjót viðbrögð með það fyrir augum fyrst og fremst að tæma göngin og loka fyrir umferð inn í þau meðan hættuástand stæði.

DV-Vísir – 28. október 1997

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Þarna eru „snákóngarnir“ í ESSINU sínu.
  Ég – um mig – frá mér – til mín.

  Sjálfsagt eru lagaákvæði eitthvað að rekast hvert á annað, en slíkt má örugglega pússa til ef vilji er fyrir hendi.

  Hef að öðru leiti ekki þekkingu til að fjalla um málið – en vil að öryggismálin séu í lagi – hver vill ekki svoleiðis

 • Byggjum BRÝR – ekki göng nema þar sem annað kemur eki til greina.

  Hvalfjörðinn hefði eflaust mátt brúa á nokkrum stöðum til að stytta leiðina.

  Núna tekur ekki nema um 30-40 mín. að keyra fyrir fjörðinn, einn þann fallegasta á landinu!

  Undarleg þessi tískubylgja að grafa göng allsstaðar.

 • Sæl Jónína

  Jarðgöng eru engin „tískubylgja“ – heldur eru þau þarfar samgöngubætur hvarvetna sem þau hafa komið. Þetta með brýrnar á heldur ekki við nema stundum. Hvernig á að „brúa“ Óshlíðina, Vaðlaheiðina, fjöllin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, svo dæmi séu tekin.
  Eina brúin sem heil brú er í, er að „brúa“ milli Vegagerðar og Brunamálastofnunar. Það virðist vera „himinn og haf“ milli aðila.

 • Það var í raun felt í stjórnarsáttmála tveggja ríkisstjórna að eftirlitsaðilar skyldu hafa sem minst afskipti.
  Þetta átti klárlega við um fjármálakerfi og viðskiptalíf landsins og brunavarnir hafa ekki heldur farið varhluta af þessu eins og sést.

 • Sæl aftur Hólmfríður, ég talaði um að göng ætti að gera þar sem annað kæmi ekki til greina!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur