Þriðjudagur 24.08.2010 - 09:43 - 5 ummæli

OR spá að rætast – því miður!

Hér er færsla frá 13. apríl 2010 þegar ég spáði að OR yrði að hækka taxta um 20%.   RÚV birtir frétt í dag þar sem talið er að búið sé að ákvarða hækkun upp á 20% sem verði kunngerð á föstudaginn.

————–

Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru handan við kosningarhornið fyrir viðskiptavini OR.

Ekki þarf annað en að líta á rekstur OR sem enn er rekin með miklu tapi.  Rekstrartekjur OR voru 2009 um 29 ma en tap fyrir skatta var 3.9 ma.  Til að koma þessum rekstri yfir núllið og geta greitt Reykjavíkurborg arð upp á 1 ma kr. þarf taxtahækkun upp á 20%.

Vilji Reykjavíkurborg hærri arðsgreiðslu, segjum 2 ma kr, þá verður taxtahækkunin um 25%.  Þannig virkar það.

Þetta er mikilvægt mál sem borgarbúar þurfa að setja sig inn í fyrir kosningar.  Þeir þurfa að krefja frambjóðendur um svör við hvernig þeir ætli að rétta af rekstur OR?

Eins og staðan er í dag er langlíklegast að þessu verði öllu velt yfir á borgarbúa, eftir kosningar.

Klassískt ekki satt!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Þú ert að gera ráð fyrir að þú hafir „spáð“ rétt fyrir um þetta – og þannig sé þetta rétt niðurstaða.

  Mér finnst líklegri niðurstaða að í örvæntingu sinni hafi þessir besserwissar uppí OR rekist á bloggið þitt – séð að þú ert með fína gráðu – og ákveðið að þetta væri sennilega rétt ályktað hjá þér. Bara spurning um causality.

 • Það alvarlegasta í þessu er að meirhlutinn faldi þessa niðurstöðu og tölurnar voru ekki gefnar út opinberlega fyrr en 3 dögum EFTIR kosningar.

  Hvernig getur Hanna Birna eða xD boðið sig fram á ný eftir slík svik við kjósendur? Menn töluðu um að engir taxtar yrðu hækkaðir og slíkt kæmi ekki til greina, földu tölurnar og lugu að kjósendum.

 • stefán benediktsson

  Það var meira hallærislegt en alvarlegt hvernig meirihlutinn reyndi að snúa sig út úr spurningum um gjaldskrárhækkanir í vor. Stóra spurningin er „hversvegna þurfum við arð?“. Er ekki nær að hækka útsvar (0,8 milljarðar) áður en við pínum milljarð út úr OR:

 • Þórhallur Kristjánsson

  Á meðan RARIK og HS Veitur hafa hækkað gjaldskrá sína nálægt 30% undanfarin misseri hefur OR ekki hækkað verðið neitt. Bæði er búið að vera mikið gengisfall krónunnar og mikil verðbólga.

  Til þess að halda í við vísitölubreytingu hefði OR þurft að vera búið að hækka gjaldskránna svipað og hin orkufyrirtækin.

  Þeir sem hafa verið við stjórn RVK og OR undanfarið hafa ekki viljað gera þessar verðbreytingar til að styggja ekki kjósendur þótt öllum hefði átt að vera ljóst að þær séu algerlega nauðsynlegar. Það er ekki eðlilegt að allt hækki í landinu miðað við fallandi gengi og verðbólgu nema orkan frá OR

 • Þórhallur,
  Alveg rétt, það átti að hækka þetta strax eftir hrun en þar sem pólitíkin var látin ráða en ekki viðskiptalegir hagsmunir hafa hlutirnir bara versnað og verða nú að hækka meir en ef tekið hefði verið á þessu strax.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur