Það er ekki bæði haldið og sleppt þegar kemur að uppboðsmálum. Innanlands er gefið í skyn að þetta sé bönkunum að kenna og stjórnvöld virðast koma af fjöllum í þessu máli. Til utanlandsbrúks er annað upp á teningnum eins og þessi skrif stjórnvalda til Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra AGS sýna.
7. apríl, 2010 skrifa Jóhanna og Steingrímur:
„We emphasize that with this refined framework in place, there will be no further extensions of the moratoriumon foreclosures, and we will allow it to expire on schedule at end-October 2010.“
Og aftur 13. september skrifa Jóhanna og Steingrímur til Dominique:
„Finally, with the framework in place, we are proceeding as planned to remove temporary post-crisis measures—like the moratorium on home foreclosures—the continuance of which represent a barrier to debtor participation.“
Mbl.is birtir síðan þessa frétt í dag:
„Hún (Jóhanna) sagði mikilvægt að allir, sem séu með sín mál í vinnslu núna í kerfinu, í bönkunum og hjá umboðsmanni, fái uppboðum frestað þar til ljóst verður hvaða lausnir eru fyrir hendi. „1. nóvember er enginn lokadagur í því efni að mínu viti ef á annað borð er hægt að leysa mál þessa fólks.““
Þrátt fyrir ítrekuð skrif og útlistanir á lausnum sem eiga að liggja til grundvallar afnámi uppboða segir Jóhanna nú, að ekkert verði gert fyrr en það er ljóst hvaða lausnir eru fyrir hendi? Hvað hefur hún og Steingrímur þá verið að skrifa upp á og senda til AGS hingað til?
Þetta er alveg rétt sem stendur þarna þ.e. í ensku útgáfunni. Öll þessi frestun og falskar vonir hafa komið í veg fyrir að þau úrræði sem þó í boði eru verði nýtt.
Það þorir hins vegar enginn að segja það á íslensku af skiljanlegum ástæðum
Ef ég væri í þeirra sporum (SJS/Jóhanna) þá mundi ég senda Strauss-Kahn skeyti á frönsku í staðin, svo íslensk kjánaprik gætu ekki staulast í gegnum erindin 😛
Það er rétt að almennri frestun nauðungaruppboða er lokið. Hins vegar hefur Jóhanna lofað því að þeir sem eru „með sín mál í vinnslu núna í kerfinu“ fái frekari frest, ef lausn er í sjónmáli. Á þessu tvennu er munur.
tek undir með sjóði
Held reyndar að lyklafrumvarp Lilju hefði gert mikið gagn. Það hefði bætt samningsaðstöðu
skuldara verulega. “Annað hvort geng ég út eða þið lækkið höfuðstólinn þannig að hægt sé að greiða af honum..“ Hitt er svo annað að Steingrímur hefur ekkert vit á fjármálum og hefði átt að viðurkenna það í stað þess að taka undir bullið sem bullarar rétta að honum.
Þetta er ansi magnað og ótrúlegt að fréttamenn taki ekki svona mál upp!
Þetta sýnir svart á hvítu hver fyrirætlan Steingríms og Jóhönnu er í raun.
Þetta var þá skjaldborgin um heimilin!
sæll. Ef vaxtagreiðslur einar, eru orðnar 15-17% fyrir utan afborganir. þá fer að verða ansi stutt í að þjóðin verði bara einfaldlega gjaldþrota. Það er skrýtið með alla ykkur bloggara að nánast engin skrifa um hvernig við getum komist útúr þessu.
Hvernig hefur þjóð sem er kannski bráðum farin að verja um helming tekna sinna í vexti og afborgannir að halda uppi öllum þessum rekstri hjá þessari örþjóð?
Ef það verður ekki gripið til ofsaörþrifaráða og fólki úti á landi einfaldlega borgað fyrir að ca40% af öllum plássum séu lögð niður og kvótin tekin eignarnámi og allar tekjur renni til þjóðarbúsins, verður íslenska ríkið allgjörlega gjalþrota eftir fáein ár.
Þótt fólk mótmæli og allir séu brjálæðir, stöndum við sem þjóð einfaldlega á tímamótum.
Já fussum svei. Af hverju fáum við ekki tíu ára stopp á nauðungarsölur??
Nei, þetta var nú ekki sagt í alvöru. En það er óraunhæft að framlengja endalaust slíkt stopp. Hitt er satt að stjórnvöld (ríkisstjórn) er RÖG við að tala tæpitungulaust við þjóðina. Þess vegna er fólk mætt niðrá Austurvöll og vill að stjórnin „reddi málunum“ eins og einn viðmælandi RÚV orðaði það nokkurn veginn í morgun.