Föstudagur 08.10.2010 - 21:30 - 19 ummæli

Hver á að borga?

Að bjarga heimilunum kostar kr. 200-220 ma en að skera niður heilbrigðisþjónustu um 20% á landsbyggðinni eins og fjárlög boða, sparar aðeins tæpa kr. 3 ma.  Ef það er hægt að finna peninga til að bjarga heimilunum þá hlýtur að vera lítill vandi að bjarga heilbrigðisþjónustunni úti á landi, ekki satt?

Vandamálið í þessum reikningi eru ekki bankarnir.  Þeir gætu eflaust komið til móts við kröfur HH vegna sinna kúnna, eins og í raun Arion banki stakk upp á strax 2008 en stjórnvöld afþökkuðu.  Langmest af húsnæðislánum er hjá Íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðunum.  Stærsti hluti lána bankanna eru lán til fyrirtækja.  Íbúðarlánasjóður hefur ekkert svigrúm til aðgerða og í raun sem ríkisstofnun má ekki auka skuldastöðu ríkisins vegna AGS samningsins.  Ef ríkið ætlar að bjarga skuldurum er það gert á kostnað sjúklinga á landsbyggðinni, þetta er aðeins spurning um forgangsröðun.

Og það er engin lausn að segja AGS samningnum upp, þá versnar málið eingöngu, því þá þarf að finna nýtt fjármagn til að fjármagna ríkishallann.  Samkvæmt upplýsingum frá AGS er til neyðaráætlun ef fjármögnun ríkisins klikkar.  Niðurskurður í  fjárlögum 2011 er barnaleikur miðað við það sem mun vera í þessari neyðaráætlun sem þingmenn þegja um.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

 • Þórhallur Kristjánsson

  Ef hægt er að færa niður verðtryggðar fasteignaskuldir verður að sama skapi að færa niður allar verðtryggðar eignir.

  Í bankakerfinu er talað um að liggji 2000 milljarðar og útlendingar eiga þar um 400 milljarða. Ég veit ekki hvað mikið af þessu er á verðtryggðum reikningum en krafan hlítur að vera sú að ef hægt er að leiðrétta vísitöluna afturábak eins og Hagsmunasamtök heimilana eru að tala um, þá verður einnig að taka ávöxtun af öllum öðrum verðtryggðum eignum.

  Ef þetta væri hægt mundu vaxtaskuldir ríkissjóðs lækka sem nemur verðtryggðum skuldum ríkissins á kostnað fjármagnseigenda. Þannig mundu fjármagnseigendur bera kostnaðin en ekki ríkissjóður.

  Ég benti á það 2008 og fleiri að það yrði að deila með tveim í vísitöluna þannig að bæði fjármagnseigendur og skuldarar mundu bera jafnan kostnað af verðbólgunni sem fyriséð var að mundi myndast við gengishrunið.

  Nú sjá menn að það voru mistök að gera það ekki. Vísitalan er búinn að hækka um 28% frá 1 jan 2008. íbúðarlánasjóður er búin að fá 28% ávöxtun á sinn sjóð sem hefur tekið mikið höggið af afskriftunum sem þeir ufðu fyrir vegna bankahrunsins.

  Ef einhver möguleiki er á því að færa niður allar verðtryggðar eignir og skuldir um 14% tel ég réttlætanlegt að gera það.

  Ég efast samt um að það sé hægt að gera þetta svona afturábak vegna flækjustigs og lagareglna. Miatökin liggja í því að hafa ekki brugðit strax við 2008

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Þórhallur,
  Þetta er rétt hjá þér, það var margt sem átti að gera öðruvísi 2008. Mistökin þá, svo sem Icesave og annað munu fylgja þessari þjóð um áratugi og munu halda lífskjörum niðri hjá næstu kynslóð. Tækifærið til aðgerða var áður en AGS kom hingað, nú erum við ekki efnahagslega sjálfstæð og getum lítið annað en farið eftir forskrift AGS.

 • Hvernig væri að láta afborganir og vexti af lánum hiðs opinbera mæta afgangi? Hvers vegna setjum við ekki nýja einhliða greiðsluskilmála á skuldir hiðs opinbera? Ríki heimsins ættu að forgnagsraða rétt. Fyrst á að veita grunnþónustu til borgaranna, svo má skoða hvað á að fara mikið í afborganir á lánum. Svo á að leggja á stóreignaskatt og ná inn fjármunum frá þeim sem eru búnir að soga auðinn út úr kerfinu. Einfalt, sjálfsagt og réttlátt.

 • Þórhallur Kristjánsson

  Ef ríkið gæti sett lög sem mundu segja að vísitalan 1 jan tæki mið af því að vísitalan hefði einungis hækkað um 14% til dagsins í dag þá væri þetta hægt.

  Þannig mundi kostnaðurinn við leiðréttinguna ekki lenda á ríkinu heldur mundu þeir aðilar sem eiga verðtryggð ríkisbréf fá einungis hálfa hækkunina sem nú er á brefunum miðað við 1jan 2008. Þá mundu verðtryggðar skuldir ríkissins lækka á móti.

  Ég þekki ekki nógu vel hvað hægt er að gera í sambandi við lagasetningar en það gengur ekki að lækka bara verðtrygð húsnæðislán en láta aðrar verðtryggðar eignir halda sér. Ef það væri gert mundi kostnaðurinn einungis lenda á lífeyrissjóðum ríkinu og íbúðarlánasjóð.

 • Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
  Spurning er bara.. viljum við sem samfélag takast á við það.
  Viljum leiðrétta það sem rangt er og sýna öðrum að það sé hægt.
  Eðð viljum við feta í fótspor annara þjóða sem berjast.

 • Andri Geir. Vegna svars þín til þórhalls ætla ég að spyrja þig eftirfarandi spurningar. Sérð þú enga aðra leið færa en að halda áfram að gera mistökin frá 2008?

  Ég spyr þig vegna þess að þú virðist telja það alveg sjálfsagt að halda áfram á þessari óheillabraut næstu áratugina. Allavega virðist blogg þitt að miklu leyti snúast um það.

 • Eitt er á hreinu, öll mannanna verk er hægt að breyta !!!

  Eina sem þarf er vilji !!!!!!!!!!!!

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Toni,
  Góð spurning. Allt snýst um tímasetningu. Það er engin lausn að segja „nei“ við öllu, ríksstjórninni, AGS, Icesave osfrv. Það mun ekki bæta ástandið, það getur versnað en það tekur fólk aldrei með í reikninginn. Það er alltaf of bjartsýnt, og heldur að allar breytingar séu til hins góða.

  Tækifærið 2008 til að afskrifa og færa niður skuldir kemur aldrei aftur. Það höfðum við áður en við kölluðum inn síðasta þrautavarnarlánveitandann sem er AGS. Um leið og við höfum spilað því trompi út erum við bara með hunda á hendinni.

  Við lifum enn í kapítalísku hagkerfi þar sem peningar skipta máli, fólk vill eiga bíla og geta keypt bensín á þá. Það er ekki bæði haldið og sleppt.

  Ef AGS fer úr landi þá er til neyðaráætlun sem ég er ekki viss um að allir séu tilbúnir að fara eftir. Auðvita er þetta valkostur, en af hverju er hann þá ekki settur fram og ræddur? Af hverju er algjör þöggun um hvað getur gerst ef við viljum berjast og setja allt í bál við alþjóðasamfélagið? Það vill enginn lána okkur nema í gegnum AGS.

  Já, það voru gerð hrikalega mistök 2008 sem við verðum að lifa með og gera hið besta úr, það er barnalegt að halda að það sé hægt að snúa klukkunni við og byrja upp á nýtt. Ef það væri hægt af hverju ekki að stilla klukkuna á árið 2000?

 • Þórhallur Kristjánsson

  Það er ekki rétt að ekkert sé hægt að gera. Verðtryggð skuldabréf eru oft til mjög langs tíma. Það er ekki náttúrulögmál hvernig verðbætur þessi bréf eiga að fá. það má breyta ýmsu og gera margt ef vilji er fyrir hendi.

  Þær verðbætur sem hafa lagst á verðtryggð bréf undanfarin tvö ár eru ósanngjörn ávöxtun og hana má öruglega leiðrétta ef menn einfaldlega ákveða að gera það.

 • Sigurður Sigurðsson

  Afhverju tala menn alltaf eins og það þurfi að leggja út fyrir þessum 200 milljörðum á morgun.

 • Kannski er hægt að þjóðnýta fiskinn í hafinu kringum landið og leyfa skuldsettum fyrirtækjum í sjávarútvegi að fara á hausinn. Við það myndu gjaldeyristekjur af þjóðareigninni skila sér til landsins í stað þess að fara í vaxtagreiðslur til erlendra áhættufjárfesta. Eða fynnst þér að þeir eigi að fá áfram arðinn af þjóðareigninni eftir fjárfestingarugl útgerðarmanna undanfarna 2 áratugi?

  Það yrði varla meira en einn harður vetur fyrir innflutning á lúxus vöru sem við þyrftum að fara í gegnum. Allur niðurskurður á nauðsynlegri almannaþjónustu væri fyrir vikið óþarfur.

  Og aðeins um þann hluta pistilsins sem ber saman 3 milljarða niðurskurð á heilbrigðisþjónustu og 220 milljarða niðurfærslu verðtryggðra lána.

  220 milljarða niðurfærslan er af lánum sem eru til allt að 40 ára. 3 milljarða niðurskurðurinn er á fjárlögum fyrir 1 ár. Á þessu er talsverður munur ekki satt?

 • Þórhallur, þú segir: „Þær verðbætur sem hafa lagst á verðtryggð bréf undanfarin tvö ár eru ósanngjörn ávöxtun.“

  Verðbætur eru ekki ávöxtun. Verðbætur eru settar á til að viðkomandi upphæð haldi verðgildi sínu. Ávöxtunin er aðeins þeir vextir sem koma ofan á verðbæturnar.

 • Eitthvað hlýtur það að kosta íbúðalánasjóð að leysa til sín fasteignir sem fólk gefst uppá að borga af ?

  Eftir óábyrga og hugsanlega glæpsamlega bankastarfsemi síðustu árin fyrir hrun gengur þetta kerfi ekki lengur upp. Hversvegna ætti fólk að greiða af yfirveðsettum fasteignum.

  Annars er hægt að karpa um þetta endalaust… fram og tilbaka. Ísland varð gjaldþrota og er ennþá gjaldþrota. AGS er bara að mjólka sem mest út úr líkinu. Hér verður enginn hreyfanleiki fyrr en þjóðfélegið verður gert almennilega upp eða afskrifað…

 • Heildartekjur Ísl. sjávarútvegs voru 200 milljarðar á síðasta ári. Heildarskuldir eru sagðar vera 600 milljarðar sem að sjálfsögðu er alltof mikið.

  Heildartekjur Orkuveitunar voru 25 milljarðar á síðasta ári. Heildarskuldir 250 milljarðar ?

  Heildartekjur Landsvirkjunar voru 40 milljarðar á síðasta ári. Heildarskuldir 400 milljarðar ?

 • Andri Haraldsson

  Thad verdur ad koma fram ad breyting a skiptingu kokunnar staekkar hana ekki. Thad er endalaust talad um ‘fjamagnseigendur’ eins og their seu svin med vortum–en hverjir eru thetta? Fyrst og fremst lifeyrissjodir og annar sparnadur einstaklinga. Thad ma alveg raeda skuldanidurfaerslu, en thad tapast tha fe annars stadar. Eru landsmenn tilbunir ad laekka husnaedislan hja flestum og tha skerda lifeyrisgreislur sem thvi nemur? Amk verdur erfitt ad fa erlenda lanardrottna til ad fella nidur meira af skuldum en ordid er.

  Stadreyndin er thvi midur ad umraedan a Islandi snyst of mikid um hvernig eigi ad skipta minnkandi koku, en ekki um hvad thurfi ad gera til ad staekka hana.

  Andri

 • Þórhallur Kristjánsson

  Gísli,
  Þegar laun hafa verið nánast fryst síðustu tvö ár og fasteignaverð hefur lækkað um tugi prósenta þá er hægt að segja að verðtryggingin sem hefur bæst við vextina virki sem nokkruskonar raunávöxtun ofan á vexti.

  Bogi Gor,
  Prófessur í háskólanum var að reikna það út að ef Landsvirkjun hættir að byggja nýjar virkjanir gætu þeir greitt niður allar skuldir sínar á 10 árum miðað við sjóðstreymi.

  Það tæki OR 15 ár að gera það sama. Þessi fyrirtæki eru ekki eins illa stödd og af er látið. Skuldir eru háar en það tekur ekki svo langan tíma að leiðrétta skuldirnar ef vel er staðið að málum

 • Þórhallur Kristjánsson

  Smá leiðrétting varðandi orkufyrirtækin. Það var ekki prófessor í HÍ sem sagði að Landsvirkjun gæti orðið skuldlaust á 10 árum heldur Árni Tómasson endurskoðandi

  http://www.visir.is/article/201027394155

 • hummm tekjur 40 M, Skuldir 400 M = greitt niður allar skuldir sínar á 10 árum miðað við sjóðstreymi ?

  Það er eitthvað við þessa jöfnu sem stemmir ekki ?

 • Þórhallur Kristjánsson

  Bogi_Gor
  Ætli skekkjan sé ekki sú að skuldir Landsvirkjunar eru í dag um 330 milljarðar miðað við gengi á dollar 110 en ekki 400 eins og þú heldur fram.

  http://www.landsvirkjun.is/media/fjarmal/arshlutareikningur_2010.pdf

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur