Þriðjudagur 19.10.2010 - 09:02 - 40 ummæli

Sálmabann = Slæðubann?

Hugmyndir mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna flutning á sálmum í skólum borgarinnar er skerðing á tjáningarfrelsinu.

Rök Margrétar Sverrisdóttur, eins og þau birtast í Morgunblaðinu í dag, eru nákvæmlega þau sömu og foreldrar í Bandaríkjunum notuðu til að  banna þróunarkenningu Darwins í sumum grunnskólum þar.

Hún segir:

Meginatriðið er þetta að virða þarf rétt foreldra til lífskoðana og uppeldis. Það er verið að vekja upp óþarfa hræðslu. Það var alls ekki meiningin að ógna íslenskri menningu eða þjóðararfi.

Hver ákveður hvað er bannað vegna „lífskoðana“, hver dregur línuna?  Hver er dómarinn og á hvaða forsendum eru hlutirnir bannaðir?

Franska slæðubannið er sprottið af sömu rótum, en það varð að staðfesta af æðsta dómstóli Frakka.

Er ekki eðlileg krafa í lýðræðislandi að Hæstiréttur fjalli um allar skerðingar á tjáningarfrelsinu, og dæmi hvort svona tillögur standist stjórnarskrána?  Svo þarf Hæstiréttur, auðvita, að skilgreina hvað er sálmur, alveg eins og það þurfti að skilgreina slæðu í Frakklandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (40)

 • Margrét Karlsd.

  Geturðu útskýrt nánar hvernig það að banna prestum að stunda trúboð í leik- og grunnskólum er skerðing á tjáningarfrelsi? Tjáningarfrelsi hverra?

 • Ég sé ekki alveg að samanburður þinn gangi upp. Ekki voru börn í Frakklandi skylduð til að bera slæður, þvert á trúarlegar lífsskoðanir foreldra?

  Umræðan í Mannréttinanefnd borgarinnar snýst um að börn eigi ekki að þurfa að taka þátt í TRÚARLEGU STARFI í leik- og grunnskólum, svo sem bænastundum (sem þekkjast víða í leikskólum) og messuferðum (sem tíðkast í flestum skólum). En það virðist sem margir málsmetandi menn vilji viðhalda trúariðkun innan skólaveggjanna.

 • Ég held að þú ættir að kynna þér málin betur í Bandaríkjunum, sérstaklega þar sem þú virðist starfa þar.

  Þeir sem eru að berjast gegn þróunarkenningunni í BNA eru að reyna að gera það á trúarforsendum og eru að reyna að setja trúarskoðanir sínar inn í skóla. Þetta er náttúrulega stjórnarskrárbrot í BNA svo að það er reynt að komast fram hjá því með mjög óheiðarlegri orðræðu. Það gekk reyndar ekki betur en að allar tilraunir til þess að gera þetta hafa verið dæmdar ólöglega, nýlegt dæmi er Kitzmiller v. Dover Area School District.

 • Magnús Björgvinsson

  Er ekki alveg að átta mig á þessum málflutningi! Eigum við þá líka að hvetja skóla til svona einu sinni á dag í skólanum að láta öll börn snúa sér í átt til Mekka og biðaja. Eða neiða ofan í múslima svínakjöti. Það er trúfrelsi hér sem þýðir að það er ákvörðun foreldra hvaða hugmyndafræði þau halda að börnum sínum. Þau eiga að geta treyst því að skólinn vinni ekki að því að halda að börnum öðrum trúarbrögðum.

  Finnst að skólar sem ekki hafa það nokkurstaðar skilgreint að þeir eigi að sinna uppeldisstörfum fyrir þjóðkirkjuna, eigi bara að láta heimilin og kirkjuna um trúaruppeldi.

  Aftur jólaskraut og jólaundirbúningur er í sjálfusér ekki lengur tengt trú nema að litlu leiti hér á landi þannig að það má alveg halda sér. Það er til fullt af Jólalögum sem hægt er að syngja í staðinn fyrir Jólasálma.

  Varðandi þjóðsöngin þá er þar talað um Guð en hann er ekki skilgreindur neitt sérstaklega og öll trúarbrögð hafa sinn Guð. Þannig að það á ekki að flækjast fyrir neinum.

 • Slæðubannið í Frakklandi var staðfest að æðsta dómstól þar í landi en dómurinn hafði til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna slæðubanns í Tyrkneskum háskólum.

  Tyrkir hafa reynt að standa vörð um opinbert trúleysi andspænis miklum þrýstingi frá íslömskum trúarhópum. Dómurinn hafði þroska til þess að horfa framhjá harmakveinum um málfrelsi og tilgreindi sérstaklega að börn og ungt fólk eigi ekki að þurfa að þola þá skoðanakúgun og útilokun sem trúarhópar beita þá sem þeim finnst þeir þurfa að sannfæra.

  http://en.wikipedia.org/wiki/French_law_on_secularity_and_conspicuous_religious_symbols_in_schools

  Some critics have raised a legal point: they see the law as incompatible with the European convention on fundamental human rights. The Stasi Commission dismissed that argument: The European Court in Strasbourg protects laïcité when it is a fundamental value of the State. It allows limits to the freedom of expression in public services, especially when it is a matter of protecting minors against external pressures. The Commission considers that the expression of an individual’s religion in the French state has to comply with the basic rules regarding the secular nature of the state and has to comply with the requirements of equality between the sexes and the safeguarding of the rights of minors.

 • Bragi Páls

  Nákvæmlega, Andri.

  Slæðubann verður þá líka að fylgja með.
  Það má ekki vera undanskilið í nafni pólitísks rétttrúnaðar og fjölmenningarhyggju.

  Og svo finnst mér að afnema eigi jóla- og páskafrí, frí á Uppstigningardag og Frí á annan í Hvítasunnu.
  Þetta mun þar að auki spara heilmikla peninga.

  Fyrst fjölmenningarhyggjusinnarnir á hinum pólitíska rétttrúnaðarvæng vinstra meginn í pólitíkinni vill útrýma kristni úr skólum, verður að fara alla leið.
  Þetta lið getur ekki verið við „selektívt“ gildismat á því hvað eigi að banna og hvað eigi ekki að banna eftir pólitískum hentugleika þeirra.

 • Ég lít á sálma sem okkar þjóðargersemi sem er hluti af okkar menningararfi og ekki einkaeign kirkjunnar eða presta. Að fara banna fluting á verkum Matthíasar Jochumssonar og Hallgríms Péturssonar vegna þess að þessi verk falla enn lengur inn í „lífsskoðanir“ er ég ekki sammála og tel að svona skerðing þurfi að vera samþykkt af Hæstarétti.

  Svo er það skilgreiningaratriðið. Hvað er sálmur, má minnast á guð, en ekki Krist og Jesús, hvað með Maríu? Hvað með sönglög sem innihalda orðið „Jesús“ en eru ekki í sálmabókinni? Hvar er línan dregin og af hverjum? Hvers vegna vill enginn ræða það?

  Það verður að aðgreina sálma og kveðskap sem er hluti af okkar menningu og tjáninarfresli, frá starfi presta í skólum í dag.

  Svona aðgerð, mun eingöngu styrkja kirkjuna, afleiðingin verða trúarlegir einkasólar eins og í nágrannalöndum okkar, múslimar senda börn sín í múslimaskóla og kristnir í skóla rekna af kirkjunni. Trúleysingjar halda sig svo við gamla grunnskólann enda verður hann þeirra „trúskóli“

  Það má, nefnilega, segja að trúleysingjar hafi ákveðna trú, er það ekki trú að trúa á ekkert?

 • stóð eitthvað um bann við sálmasöng í skólum landsins í ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar? – ég held ekki – „í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni“.(http://www.visir.is/trubod-presta-i-leikskolum-bannad/article/2010866525031).

 • Bragi,

  Ekki veit ég til þess að nokkurt breskt sveitarfélag hafi bannað skólabörnum að syngja jólasálminn sem flestir læra þar í landi, frá unga aldri og byrjar svo:

  Away in a manger,
  No crib for His bed
  The little Lord Jesus
  Laid down His sweet head

  Hins vegar er sum sveitarfélög farin að nota orð eins og: vetrarljós (jólaljós), vetrarhátíð eða hátið ljóss og friðar, grenitré og vetrarkort.

 • Kristján Kristinsson

  Ég skil ekki af hverju kirkjan með sitt fólk þarf að vera inn í skólum með sína „fræðslu“. Kirkjan getur vel tekið á móti börnum eftir skólatíma eða á frítíma í sínum húsakynnum, sem nóg er af. Þannig getur fólk sent börn sín til kirkjunnar, en við hin getum sleppt því.

 • Andri, trúleysi er trú á sama hátt og ad bera sköllóttur er hárlitur.

 • Sigrún Unnsteinsdóttir

  Er þetta ekki ágætis verkefni fyrir Sjórnlagaþing ?
  Aðskilnaður ríkis og kirkju og svo framvegis……..

 • Kristín,
  Allt sem ég hef séð um þetta segir að banna eigi sálma. T.d. í mogganum í dag segir:

  „Tillögur þess efnis að grunn- og leikskólum verði óheimilt
  að heimsækja kirkjur, syngja sálma og skapa list í trúarlegum tilgangi
  voru lagðar fram í mannréttindaráði Reykjavíkur af fulltrúum Samfylkingar,
  Besta flokksins og VG.“

  Þitt innlegg sýnir vel að það þarf að ræða þetta á opnum vettfangi í smáatriðum.

 • Kristján,

  Þessi færsla snýst ekki um kirkjuna heldur að sálmar séu þjóðargersemi og hluti af okkar menningararfi, ekki einkaeign kirkjunnar eða presta.

  Það verður að halda þessu aðskildu. Það er málið.

 • Síðan hvenær hafa sálmar skipað einhvern sess í starfi leik- og grunnskóla á Íslandi?

 • Matti,
  Ef við ættum að banna allt sem ekki skipar einhvern sess í starfi manna þá væri nú ekki margt leyft.

 • Kristján Kristinsson

  En er eitthvað verið að banna sálma og ljóð eftir íslensk skáld? Stendur það?

  Ertu svo að vitna í Moggan, þann skítasnepil, máli þínu til stuðnings? Snepill sem rífur allt úr samhengi.

 • Andri, hvað er verið að banna?

  Þykir þér eðlilegt að kristniboð eigi sér stað í leik- og grunnskólum á Íslandi?

  Það hefur nefnilega verið stundað hér síðustu ár. Ekki áratugi, því þetta er frekar nýleg þróun.

  Er það að þínu mati réttlætanlegt að prestar mæti í leikskóla og boði kristni (segi börnum sögur af Jesús, kenni þeim að „tala við Gvuð“)?

  Já eða nei?

 • Þú verður að gera þér grein fyrir því að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið eru í þessu máli að vinna afskaplega eindregið fyrir ríkiskirkjuna.

 • Ómar Kristjánsson

  Þetta með að prestar fari í leikskóla, það sem umir kalla trúboð – að bara sorrý, eg sé ekki hvað er svona hættulegt við það og tala lauslega um Jesú og sona eða jafnvel fari með 1-2 bænastúfa o.s.frv. – eg bara sé ekki hættuna í þessu. Mér finnst þetta í raun vera soldið sniðugt og jákvætt og held að börnin hafi gott af þessu. Efli þroska þeirra og geri þeim gott. Og í framhaldi fara í heimssókn til kirkjunnar etc. Eg sé ekki hvað er svona voðalegt við þetta.

 • Ég átta mig ekki á markmiðinu með þessari tillögu. Á að kenna börnunum okkar að þeir sem hafa ekki sömu trú/trúarhátíðir, fjarlægðu undirbúning hátíða úr skólanum þeirra.
  Hvernig eiga foreldrar að umgangast þessa ákvörðun? Útskýra að kristin trú sé svo umburðarlind að við sýnum þeim sem hafi aðra trú eða trúleysi fullann skilning og því sé réttmætanlegt að banna allt sem viðkemur kristni í skólum.
  Þetta er hin fullkomna leið til að búa til fordóma og togstreitu gagnvart trúarbrögðum. Krakkarnir (því það er verið að móta börn) líta svo á að þeir sem ekki halda upp á jól hafi tekið jólaundirbúningin frá þeim og að trúmál eru ekki rædd í skólum. Það sem ekki er til umræðu í skólum er ‘vont’ – þarmeð eru trúarhópar vondir.
  Kanski er það undirliggjandi markmið með þessari tillögu að gera Reykjavík að stórborg með því að kynda undir fordóma og umburðarleysi.

 • Margrét Karlsd.

  Ómar: Það er enginn að segja að þetta sé hættulegt. Það á bara að vera undir hverju foreldri komið hvort að börn þeirra fái trúarlegt uppeldi eða ekki. Það er ekki leikskólakennara að ákveða það. Ég sem foreldri leikskólabarns kæri mig hvorki um að þjóðkirkjan eða önnur trúfélög skipti sér af mínu uppeldi.

  Guðrún: Það er heldur enginn að tala um að svipta börnin jólunum.

  Hvernig væri ef fólk læsi nú þessa tillögu áður en það byrjaði að tjá sig um þetta?

 • Ómar Kristjánsson

  Trúarlegt uppeldi? – eg bara get heldur ekkert séð að það að einhverjir prelátar komi í smá heimssókn á leikskóla verði = trúarlegt uppeldi. Bara sorrý. Þetta er of einstrengingslegt. Börnin hafa bara gott af því að kynnast þessu eða kynnast og vita hvað kirkjan á hverju stað er og sona. Alveg sama hvort foreldrarnir trúi eða ekki. Þetta er ekkert það stór hluti eða tíðar heimssóknir að hægt sé að segja að um sé að ræða hard core trúboð eða uppldi. Það er nauðsynlegt fyrir þroskerferil barnsins að kynnast þessu og í raun óhjákvæmilegt. Fólk er ekki að hugsa þetta til enda, held eg.

 • Andri, höfum það alveg á hreinu að trúleysi er ekki trú…

  http://www.youtube.com/watch?v=sNDZb0KtJDk

  Þitt innlegg sýnir vel að það þarf að ræða þetta á opnum vettfangi í smáatriðum

 • Margrét Karlsd.

  Ómar: Þér er þá væntanlega sama þó önnur trúfélög komi í heimsóknir í skólana? Eða er þín trú sú eina sem börn hafa gott af að kynnast?

  Geta þeir foreldrar sem trúa á guð ekki bara sent börnin sín í sunnudagsskóla?

 • Sammála !

 • Uni Gíslason

  Höfum það alveg á hreinu að ‘trúleysi’ er trú, iðkuð sem trú, boðuð sem trú, með kreddur eins og trú.. en hræsnin er svo gríðarleg að ekki má kalla þetta trú (sem það er) nema helstu ayatollar hennar froðufelli af bræði.

  Stórmerkilegt.

 • Hvernig er trúleysi iðkað? Með því að mæta ekki í messu, með því að fara ekki með Faðirvorið? Magnað 🙂

 • Ég sé ekki hvað er að því að imam komi í skólana, fái börnin til að krjúpa í áttina að Mekka og fari með 1-2 bænastúfa, segi örfá orð um Allah og Múhammeð og svona. Ég bara sé ekki hættuna í þessu. Svo færu börnin auðvitað í heimsókn í moskuna í framhaldinu.

  Það er nauðsynlegt fyrir þroskaferil barnsins að kynnast þessu og í raun óhjákvæmilegt.

 • Kristin siðfræði???
  Akkuru ekki bara siðfræði og hætta þessu rugli að siðfræði geti ekki gengið öðruvísi en með að prestar „sem eru langt í frá að vera mannannabestir í siðfræði“ séu þeir einu sem geta kennt góða siði.

 • Bragi Freyr Gunnarsson

  Þessi samlíking gengur ekki upp. Það að fólki (einstaklingum) sé bannað að klæðast ákveðnum fatnaði sem tengist lífsskoðun þess er á engan hátt líkt því að opinberri stofnun sé meinað að boða eina líffskoðun sem sanna/rétta.

 • Ómar Kristjánsson

  Ég sé ekki hvað er að því að imam komi í skólana, fái börnin til að krjúpa í áttina að Mekka og fari með 1-2 bænastúfa, segi örfá orð um Allah og Múhammeð og svona. Ég bara sé ekki hættuna í þessu. Svo færu börnin auðvitað í heimsókn í moskuna í framhaldinu.
  Það er nauðsynlegt fyrir þroskaferil barnsins að kynnast þessu og í raun óhjákvæmilegt.
  _____________________________________________________________________________
  Sammála. Alveg eins talað úr mínum munni.

  Fólk er að mikla þetta soldið fyrir sér.

  Hva, ætlar fólk kannski að bana börnum að fara í kirkju þegar einhver skírist, fermist eða er jarðaður? Þetta er nú bara einu sinni hluti af tilverunni. Bara sorrý. Og hvað sem dæmi bara við jarðarför og svona sem er hluti af lífinu og allar fjöskyldur hafa spurnir af einhverntíman – á þá barnið bara að koma af fjöllum? Og já já, foreldarar ,,eiga að gera“ þetta og hitt. Þá er það nú bara þannig að í dag eru foreldrar almennt ekkert með trúfræðslu heima hjá sér. Það er nú bara þannig. Það er óskaplega lítill tími í nútímasamfélagi fyrir börnin heima við og má þakka fyrir ef afi amma gefa sér tíma til að fara með börnin niðrá törn að gefa bra bra brauð.

 • Andri, finnst þér ekki alveg eðlilegt að Þróunarkenningin sé tekin úr náttúrufræðikennslu í BNA? Meirihluti þjóðarinnar trúir á sköpun!

  Annars skil ég ekki hvaða áhyggjur þú hefur af sálmum. Einu sálmarnir sem sungnir eru í skólum í dag eru örfáir jólasálmar – sem nú þegar hefur verið gefið út að verði ekki bannað að syngja.

  Þú hefur auk þess ansi einkennilega túlkun á tjáningarfrelsi. Það er ekki verið að taka slíkt frelsi frá neinum með því að banna að sálmar séu sungnir í trúarlegu skyni í skólum. Fólk á áfram eftir að geta sungið, bara ekki þarna.

  Eða ertu kannski á þeirri skoðun að tjáningarfrelsi þýði að þú verðir að geta sagt og gert allt sem þú vilt – alltaf?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Egill,
  Það eru tveir punktar sem ég er að benda á í þessari færslu:

  1. Auðvita er tjáningarfrelsinu alltaf sett ákveðnar skorður, þegar það er þrengt verður sú ákvörðun að fara fyrir æðasta dómstól landsins, það er sjálfsagt lýðræðislegt ferli. Það er ekki ákvörðun sveitarfélags að þrengja tjáningarfrelsið. Þessi punktur hefur ekkert með siðferði, trú, presta eða sálma að gera.

  2. Sálmar eru hluti af okkar menningararfi og eru eign þjóðarinnar en ekki kirkjunnar. Að takmarka flutning þeirra í skólum er skerðing á tjáningarfrelsi. Hver á að ákveða hvaða sálmar eða sönglög eru „trúarlegs“ eðlis.

  Svo má bæta við punkti 3. Jólin eru trúarhátíð og sálmar eru órjúfanlegur hluti af þeirri hátíð. Jólin snúast um fæðingu Krists. Er ekki undarlegt að leyfa skólum að undirbúa og halda upp á jól þar sem börn mega syngja „Snæfinnur snjókarl“ en ekki „Í Betlehem er barn oss fætt“ Er ekki verið að rugla blessuð börnin með einni tegund af jólum í skólanum og annarri heima?

  Þetta er dæmi um „blandaða leið“ sem ekki gengur upp.

 • „Svona aðgerð, mun eingöngu styrkja kirkjuna, afleiðingin verða trúarlegir einkasólar eins og í nágrannalöndum okkar, múslimar senda börn sín í múslimaskóla og kristnir í skóla rekna af kirkjunni. Trúleysingjar halda sig svo við gamla grunnskólann enda verður hann þeirra „trúskóli““ (Andri.)

  Vér skulum hafa eina trú og einn sið. Ef vér slítum í sundur lögin slítum vér og í sundur friðinn.

  Þessi orð Þorgeirs Ljósvetningagoða hafa staðist tímans tönn. Eiga jafnvel við í dag og fyrir þúsund árum. Svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar sé orðinn fráhverfur kristinni trú og gildum.

  Sá hluti þjóðarinnar verður þá líka að taka afleiðingunum. Engu að síður mun Guð gera hinum fámenna trúfasta hópi kleift að vera staðfastir. Þrátt fyrir að rangsnúnir guðleysingjar hafi komist til valda, svipað og gerðist rétt fyrir hrun Rómarveldis.

 • Theódór, ertu að segja að það eigi ekki að vera trúfrelsi á Íslandi?

  Tekur Andri Geir undir slíkan málflutning?

 • Fyrir utan það að það er ansi skrýtin túlkun hjá þér að verið sé að reisa tjáningarfrelsi skorður þá ertu bara að búa þér til vandamál sem eru ekki til staðar. Bæði varðandi það að það sé eitthvað vandamál að vita hvað sé sálmur og hvað ekki og líka varðandi hvað má syngja í jólaundirbúningi skóla. Það hefur einfaldlega komið fram, oftar en einu sinni, að þessir sálmar sem venjulega eru sungnir megi vera sungnir áfram. Það á einfaldlega ekki að breyta neinu í hefðbundnum jólaundirbúninga skóla nema að heimsóknir í kirkjur eiga að fara fram á forsendum foreldra og að heimsóknir presta í skóla eigi að afnema.

  Lestu blogg Oddnýar Sturludóttir hér á Eyjunni og kynntu þér hvað hún og aðrir sem komið hafa að þessu frá borginni hafa sagt um málið: http://oddny.eyjan.is/

 • Nei Matthías, ég er aðeins að benda á hvað er skynsamlegast að velja í okkar FRJÁLSA vali.

 • Um leið ertu að segja að það eigi ekki að vera neitt annað val.

 • You can edit audio files with audacity.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur