Föstudagur 07.06.2013 - 19:22 - Lokað fyrir ummæli

EFTA og ESB

Hver er munurinn á EFTA og ESB?  Svar: 209 kr. mínútan.

ESB hefur barist fyrir lækkun taxta reikisamtala á milli landa innan ESB og EES.  Mikill árangur hefur náðs sem íslenskir neytendur njóta á ferðalögum innan ESB og EES.

Ekki hafa EFTA löndin beytt sér á sama hátt í þágu neytenda.  Frá EFTA landinu Sviss borga íslenskir farsímanotendur 270 kr fyrir mínútuna til að hringja til EFTA landsins Íslands.  Frá ESB landinu Þýskalandi borga menn 61 kr. fyrir mínútuna til EES landsins Íslands.

Allt er þetta ESB að þakka.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur