Það er auðvelt að vera sammála Euromoney þegar þeir velja Íslandsbanka sem besta banka á Íslandi.
Eftir hrun hefur Íslandsbanki markað sér öfluga og aðgreinda stefnu frá hinum stóru bönkunum og tekist að halda því frumkvæði. Íslandsbanki hefur iðulega verið fyrstur með nýjungar og unnið fagmannlega að áhættustýringu sem sést best á markaðssetningu Íslandsbanka á fasteignalánum. Þegar vefsíða Íslandsbanka er lesin er maður ekki skilinn eftir með spurninguna „hvernig í ósköpunum ætli bankinn fjármagni þessi lán“ eins og við lestur hjá keppinautunum. Íslandsbanki tekur fjármöngunaráhættu alvarlega og sýnir það í verki.
Viðurkenning Euromoney er enn ein sönnu þess að Íslandsbanki er sá banki á Íslandi sem fjárfestar vilja helst komast yfir.