Laugardagur 13.07.2013 - 15:23 - Lokað fyrir ummæli

Besta hagræðingin

Eitt besta hagræðingartækifæri sem Ísland á er 20 ma kr. hagræðing innan grunnskólans og  framhaldsskólans.  Þessar stofnanir eru þær dýrustu innan OECD og kosta um 5% af VLF á meðan meðaltalið innan OECD er um 3.8%.  Ef Ísland setur sér það markmið að grunnskólinn og framhaldsskólinn kosti ekki meira en OECD meðaltalið (sem er kostnaður Finna) sparast um 20 ma kr. á ári hjá opinberum aðilum.  Það eru peningar sem betur er varið í heilbrigðismál.

Það er ekki eins og íslenskir drengir séu að fá mikið út úr þessum stofnunum sem skila hlutfallinu 30/70 á milli drengja og stúlkna  inn í Háskóla Íslands.

Íslenskt menntakerfi er skólabókardæmi um kerfi þar sem hægt er að gera hlutina hraðar, betur og ódýrari allt á sama tíma.  Allt sem þarf er kjarkur og þor.

Það þarf að gera róttæka uppstokkun á grunnskólanum þar sem meira tillit er tekið til raunverulegra þarfa drengja og kreddukenningar sem augljóslega skila ekki kynjajafnræði til náms eru lagðar til hliðar.  Stytta þarf skólann um eitt ár.

Framhaldsskólann þarf að stytta um eitt ár og útskrifa stúdenta 18 ára eins og gerist í nágrannalöndunum.

Íslenskir krakkar geta ekki verið tregari en danskir!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur