Sunnudagur 04.08.2013 - 06:00 - Lokað fyrir ummæli

Engar lausnir

Vandamál heilbrigðiskerfisins eru vel þekkt en fátt heyrist um raunhæfar lausnir.  Í raun er tabú að viðra róttækar lausnir – nema þá helst hvort eða hvenær eigi að byrja að steypa nýjan spítala.

Enginn stjórnmálaflokkur hefur heistæða stefnu í heibrigðismálum sem byggir á mannauðskerfi sem er sjálbært og gefur íslenskum sjúklingum val.

Á meðan íslenska heilbrigðiskerfið brennur er ákveðið að byggja „5 stjörnu hótel“ fyrir fanga þar sem herbergið kostar 36 m kr. sem er hærra meðalverð en í fyrirhuguðu 5 stjörnu hóteli við Hörpu.  Þetta er forkastanleg forgangsröðun. Yfirstandandi hrun heilbrigðiskerfisins var öllum fyrirsjánalegt sem fylgjast með reynslu annarra þjóða.

Eftir hrun ákváðu Bretar að skera alls staðar niður nema í heilbrigðiskerfinu, þar yrði skorið niður síðast og minnst.  Þetta var gert eftir mjög vonda reynslu í kringum 1990 þegar flatur niðurskurður stórskaðaði breskt heilbrigðiskerfi sem tók áratug og stórfé að laga.

Einangrun og þvermóðska íslenskrar stjórnmálastéttar  á eftir að verða þjóðinni dýrkeypt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur