Sunnudagur 01.09.2013 - 08:35 - Lokað fyrir ummæli

Að kaupa sér frið

Þegar háskólar eru farnir að kaupa sér frið með því að skerða eigið akademískt frelsi eiga viðvörunarbjöllur að hringja.

Hvernig skilgreinir íslenskt háskólasamfélag hugtakið “akademískt frelsi”?   Og hvernig er akademískt frelsi tryggt á Íslandi?

Hvað varðar Háskóla Ísland er vert að minna á að rektor skólans undirritaði svokallaða Magna Charta Universitatum yfirlýsingu í lok síðustu aldar en þar segir:

Undirritaðir rektorar evrópskra háskóla skora á öll ríki, og höfða til samvisku allra þjóða, að þau virði þau grundvallarskilyrði sem munu, nú og um ókomna framtíð, styðja starf háskóla.

En skilyrði nr. 3 hljómar svo:

Frelsi í rannsóknum og þjálfun er grundvallarskilyrði háskólasamfélagsins og bæði stjórnvöld og háskólar verða, eins og þeim er unnt, að tryggja virðingu fyrir þessari grundvallarkröfu.

Þar sem háskólar hafna hleypidómum og eru ávallt opnir fyrir samræðu eru þeir kjörnir samstarfsvettvangur fyrir kennara, sem eru hæfir til að miðla þekkingu sinni, og vel búnir til að þróa hana með rannsóknum og nýbreytni, og nemendur, sem eiga tilkall til og eru fúsir til að auðga andann með þeirri þekkingu.

Hin ærandi þögn hins íslenska háskólasamfélags um brottvikningu Jóns Baldvins bendir til að háskólar á Íslandi séu ekki ávallt opnir fyrir samræðu.  Að mörgu leyti segir þetta mál okkur meir um stöðu íslenskra háskóla en persónuna Jón Baldvin.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig rektor Háskóla Íslands tekur á þessu máli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur