Miðvikudagur 04.09.2013 - 11:00 - Lokað fyrir ummæli

Erlend fjárfesting

Nú skýrsla World Economic Forum um samkeppnishæfni þjóða er áhugaverð lesning.

Ísland lendir í fyrsta sæti hvað varðar internetnotkun en tæknivæðing íslensk samfélags virðis ekki alltaf skila sér til neytenda í form hagkvæmra þjónustu.

Hvað varðar hagkvæmni fjármálaþjónustu lendir Ísland i 102 sæti á meðan Noregur er í 8 sæti.  Ekki er hægt að skýra þennan mun með hærri launatöxtum og bónusgreiðslum til starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja!  Nei, skýringanna er að leyta annars staðar, en lítill áhugi virðist hér á landi til að knýja fjármálafyrirtæki til að sýna hagkvæmni í rekstri sem skilar sér til neytenda.  Fólk bara borgar okurvexti og þjónustugjöld og möglar síðan upp í sófa heima hjá sér.

En það sem ætti að vekja fólk til umhugsunar er hvar Ísland lendir á meðal þjóða þegar kemur að erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu.  Íslenskt fjárfestingaregluverk fær algjöra falleinkunn og lendir í 144 sæti.  Aðeins 4 lönd lenda neðar, þ.e. Angóla, Simbabve, Argentína og Venesúela.  Erlendir fjárfestar standa ekki í biðröðum til þess að dæla fjármagni inn í þessi fimm lönd sem verma botnsætin.

Hvernig á að draga hagvöxt áfram án aðkomu erlendra fjárfesta er hulin ráðgáta?  Þeir sem halda að hægt verið að koma hjólum atvinnulífsins af stað með ónýtri krónu og þjóðrembu eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum.

En Íslendingar eiga eflaust eftir að láta þessa skýrslu, líkt og aðrar sýrslur frá erlendum stofnunum, eins og vind um eyru þjóta.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur