Föstudagur 06.09.2013 - 22:30 - Lokað fyrir ummæli

Ritskoðaður Háskóli?

Sorglegt er að lesa vefsíðu HÍ.  Undir kaflanum “Háskólinn í fréttum” er mál Jóns Baldvins ekki að finna.  Ekki eitt orð um þá samfélagslegu umræðu sem hefur spunnist um þetta mál.  Ekki orð um fyrirgefningu rektors eða pass sögn prófessora.

Þá hefur ekki heyrst hósta eða stuna frá háskólaráði eða stúdentaráði um þetta mál.   Þeirra þögn verður að túlka sem samþykki, en samþykki við hvað?  Fyrirgefningu rektors eða brottvikningu gestafyrirlesara?

Það verður að gera meiri kröfur til vefsíðu æðstu menntastofnunar landsins en til vefsíðu almenns fyrirtækis á markaði.  Ærandi þögn um samfélagslega umræðu sem snertir Háskólann er ekki við hæfi.

Ef Háskóinn treystir sér ekki til að taka hlutlaust á þessu máli og útskýra það frá öllum hliðum vekur það upp spurningar hvort eða hvernig staðið er að kennslu á kenningum sem ekki er samkomulag um hjá starfsmönnum stofnunarinnar?

Þetta mál sannar nauðsyn þess að metnaðarfullir nemendur komi sér úr landi og vikki sinn sjóndeildarhring með því að stunda nám við viðurkennda erlenda háskóla sem ekki sýna tepruskap þegar kemur að viðkvæmum deilumálum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur