Föstudagur 13.12.2013 - 13:00 - Lokað fyrir ummæli

Í stríð við AGS

Það er ekki skynsamlegt fyrir Ísland að komast upp á kant við AGS eftir að hafa þegið stuðning og lán frá sjóðnum.

Sérstaklega er þetta varasamt á meðan gjaldeyrisvarasjóðurinn er að láni tekinn og aðgangur að erlendum fjármálamörkuðum er takmarkaður og fokdýr.  Þegar lönd sem þiggja hjálp frá AGS snúast geng sjóðnum og fara að kenna honum um ófarir sínar fara viðvörunarljós að blikka hjá fjárfestum erlendis.  Menn eru ekki spenntir að lána löndum sem standa í stríði við AGS.

Samvinna Íslands og AGS hefur að mörgu leyti tekist vel og mun skynsamlegra er að byggja á þessari vinnu og notfæra sér góðan árangur til að auka traust erlendra aðila á Íslandi en ekki eyða því.

Skuldaleiðréttingin verður skammgóð lækning ef aukaverkanirnar verða skaðlegar og langvinnar.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (1)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    „Já en Andri, það var hin stjórnin svo við getum sent AGS fingurinn. Auk þess er þetta bara ætlað til heimabrúks. AGS hlýtur að skilja það.“

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur