Föstudagur 20.12.2013 - 21:20 - Lokað fyrir ummæli

Höftin kynda verðbólgubálið

Verðbólgan er komin yfir 4% og stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar.  Hér eiga höftin ákveðna sök.

Steinsteypa er öruggasta fjárfestingin á Íslandi innan hafta.  Verðbréfamarkaðurinn er  þunnur skammtímamarkaður þar sem menn verða að fara inn og út á réttum tíma og það getur oft reynst erfitt.  Margir búast þar við myndarlegri leiðréttingu ef reynt verður að létta á höftunum.

Hins vegar er enn hægt að gera góð kaup í fasteignum á Íslandi.  Þetta hafa margir erlendir aðilar notfært sér enda fá þeir sérstakan afslátt af krónum ef þeir kaupa fyrir gjaldeyri.  Það er ágæt eftirspurn eftir góðum eignum og skuldaleiðréttingin mun auka hana og leiða til enn meiri hækkunar á fasteignaverði.

Þannig leggast margir séríslenski þættir tengdir höftum og krónunni á að kynda verðbólgubálið.

Ef þessi verðbólga verður viðvarandi næstu árin verða það líklega skuldlausir fasteignaeigendur sem á endanum græða mest á skuldaleiðréttingu Framsóknar.   Sá hluti næstu kynslóðar sem ekki fær fasteignir í arf frá foreldrum sínum tapar mest.

Já, vegir verðbólgunnar eru oft órannsakanlegir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur