Föstudagur 10.01.2014 - 12:34 - Lokað fyrir ummæli

Skuldaleiðrétting eða afleiða?

Eitt mikilvægasta atriðið sem Alþingi þarf að taka ákvörðun um þegar lög um skuldaleiðréttingu verða lögð fram og afgreidd er hvort lántakendur þurfa að “borga” fyrir leiðréttinguna með því að afsala sér rétti til endurfjármögnunar.

Þetta er mikilvægt þar sem endurfjármögnunarvalmöguleikinn getur verið mjög verðmætur og í sumum tilfellum verðmætari en skuldaleiðréttingin sjálf.  Sérstaklega á þetta við hjá heimilum sem enn eru að greiða af gömlum lánum sem bera 5% vexti og veðhlutföll eru lægri en 70%.  Í þessum hópi eru margir ellilífeyrisþegar.

Ef til endurfjármögnunarbanns kemur er réttara að tala um að heimilunum sé boðið að sækja um skuldaafleiðu en beina leiðréttingu.  Afleiðan samanstendur af höfðustólsniðurfærslu með endurfjármögnunarbanni.  Það getur orðið ansi flókið að reikna út verðmæti þessarar afleiðu sérstaklega í sveiflukenndum haftabúskap þar sem óvissuþættir eru margir.

Það verður athyglisvert að fylgjast með umræðum um skuldaafleiðuna þegar hún kemur á borð Alþingis.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur