Föstudagur 24.01.2014 - 09:47 - Lokað fyrir ummæli

Ekki svo auðvelt

Jæja, þá er loksins farið að renna upp fyrir mönnum að það er ekki svo auðvelt að afnema verðtrygginguna.  Það sama á við um gjaldeyrishöftin og lágu launin.  Allt er þetta beintengt við gjaldmiðilinn – krónuna.

Krónan er versti óvinur launamannsins – hún þrífst á háum vöxtum og lágum launum.

Spurningin sem þeir lægst launuðu ættu að spyrja er hvað á að gera fyrir þann hóp sem ekki kemst í gegnum greiðslumat á 25 ára lánum og hafa neyðst til að taka 40 ára lán til þess eins að eiga von um að eignast eigið húsnæði.   Greiðslubyrði af verðtryggðu 25 ára láni er 25% hærri en af 40 ára láni.

Þúsundir heimila munu ekki ráða við greiðslubyrði af 25 ára lánum að óbreyttu, en hversu stór er þessi hópur?

Eitt er víst, þessar tillögur munu enn auka vandann á leigumarkaðinum.  Eftirspurn eftir litlum og vel staðsettum íbúðum mun rjúka upp.

Þá munu þessar tillögur auka áhuga manna á evru og ESB aðild enda óvíst að þúsundir kjósenda séu tilbúnir að gefa upp drauminn um eigið húsnæði til þess eins að halda í ónýta krónu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur