Laugardagur 01.02.2014 - 10:49 - Lokað fyrir ummæli

Krónan tapar

Flokkarnir tveir sem mest berjast gegna ESB, VG og Framsókn tapa mest í nýrri skoðanakönnun.  Þetta er á sama tíma og fylgi við aðildarviðræður eykst.

Hin lýðræðislega krafa um að þjóðin fái að ráða málum í þjóðaratkvæðisgreiðslu verður ekki stöðvuð.  Það er ekki hægt að handstýra þessu eins og í Rússlandi og Kína.

Það sem á endanum mun koma Íslandi inn í ESB er krónan.  Vandamálin við að halda úti eigin gjaldmiðli 320,000 manna hagkerfis eru óleysanleg á 21. öldinni.

Fálmkenndar tilraunir stjórnmálamanna til að reyna að fiffa málin með því að nota rómantík og lýðskrum frá 20. öldinni eru dæmdar til að mistakast.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur